Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1866, Blaðsíða 4

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1866, Blaðsíða 4
4 til svo mikilla ínannkosla af öðrum, sem þú hefir sjálf- ur, þér verður fvrirgefið þó þú heimtir mikið, ef þú ekki heimtar meira, en þú sjálfur auðsýnir í verkinu. En því er miður, að menn optast œtlast til meir af öðrum en af sjálfum sér, eins og Farisearnir forðum, sem bundu öðrum þungar byrðar, en vildu ekki sjálfir snerta við þeim hemji sinni (Mt. 23,4). tegar menn sjá fræðara annara, sokkna niður í þá lesti, sem þeir að líkindum berjast á móti í kenningunni, eða sem þeir að minnsta kosti ættu að berjast á móti, þá lýtur svo út, að þeir ætlist til liins sama, eius og ef foreldrarnir ætluðust til, að börnin veittu þeim sjálfum kristilegt uppeldi, í stað þess, að þeir eigi að veita börnum sínum það, eða að þeir tali eins og hræsnarar, sem ekkert rneina með orðum kenningar sinnar, sem boða Guðs vilja eins og lög úr fjarlægum löndum, sem í rauninni sé sjálfum þeim óviðkomandi, eða jafnvel eigi ekki við á jörðunni. Vanti eptirdæmið, sem er eins og inn- sigli kenningarinnar, verður kenningin annaðhvort á- vaxlarlílil eða ávaxtarlaus; jieir eru fáir, sem varast geti lineixli eptirdæmisins, en breytt eptir kenningunni ein- tómri. Ilefði Jesús og postularnir, liefðu píslarvott- arnir ekki látið lífið fyrir sannleikann, þá hefðum vér ekki framar nokkurn kristindóm, og Guðs ríki á með- al vor er þannig byggt á eplirdæmi þessara máttarstólpa kirkjunnar. llefði Lútber ekki sýnt í verkinu, að bann var reiðubúinn að ganga á bólm við spillingu kirkjunn- ar, þó veröldin væri full af djöflum, þá mundum vér enn þá sitja í íjötrum binnar örgustu bjátrúar og villu. lmyndum oss nú ekki, góðir bræður, að vér meg- um, livað eptirdæmið snertir, fara að ráði veru eins og börnin. sem sofa meðan faðir og móðir vaka fyrir þau,

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.