Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1866, Blaðsíða 9

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1866, Blaðsíða 9
9 vöfðust utan um eikurnar, cða spruttu á hinni grænu flöt við fætur hennar, en smáfuglar sungu fagurt á greinum trjánna, og hin bjarta sól lífgaöi allt með Ijóm- andi geislum. í’að leið ekki á löugu, áður hún einnig þóttist heyra alla þessa hluti mæla manna máli, allt sýndist vera lifandi og bæði draga andann og tala. I'egar hún lant niður til að reita upp blómstur, sem var rðtt við fætur hennar, heyrði lnin að eitt af litlu hlómstrunum sagði við annað, sem var hjá því: »mér leiðist að standa lengur svona upp á endann; eg held eg verði að láta aptur augun og fara að sofa«. »Eg líka, eg líka«, tóku hin önnur blómstrin undir, hvert eptir annað. Hunangsfluga nokkur, sem var að söngla þar nálægt, heyrði þetta og gall við: »eg er líka leið á því, að vera að safna hunangi allan daginn; eg held eg verði að létta mér upp og skemta mér«. Að svo mæltu flaug hún burtu, og stallsystur hennar fylgdu henni eplir. »Eg er leiður á því«, sagði lævirkinn«, »að vera að syngja sama lagið dag eptir dag; því ætli cg megi ekki vera iðjulaus eins og flðrildin?« Hann hætti þegar að syngja, og að vörmu spori varð dauðaþögn í skóg- inum, þar sem ótal fuglar höfðu áður sungið, ekki einu sinni ein engispretta heyrðist tísta, og ekki ein einasta mýfluga suðaði í sólargeíslanum, heldur var allt ein þögn. Jafnvel sólin varð þreytt á að skína og faldi sig á bak við ský; lindin varð að lvgnum polli og þessi fallegi blettur, sem Elín undi sér svó vel á, geðjaðist henni ekki lengur; blómstrin voru öll visnuð á stöngl- unnrn, enginn fuglasöngur heyrðist og allt var tómlegt, eins og á eyðimörku. Sumarblærinn fannst ekki lengur

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.