Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1866, Blaðsíða 3

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1866, Blaðsíða 3
3 hvað maðurinn ællast til af sjálfum sér, heldur en hvað liann ætlast til af öðrum; þó kenningin sé fögur, getur þó sá, sem heyrir liana eða les, sjaldan sagt með vissu, livort sá, sem flytur hana, ætlist til eins mikils afsjálf- um sér, eins og liann með hinni fögru kenningu heimt- ar af öðrum; eigi því annaðhvort að vanta, þá máfull- yrða, að gott dæmi, án fagrar kenningar, getur ávallt gjört mikil not, en góð kenning, sem ekki á að styðj- ast við gott eptirdæmi, verður oplast árangursminni en annars, eða jafnvel árangurslaus. Hvernig geta foreldrar og húsbændur búist við, að börn sín eða hjú temji sér þær dyggðir, sem þau ekki verða vör við, að foreldrarnir og húsbændurnir elski í lijörtunum, þvi síður, að þeir sýni þær í verkinu; geturðu búist við, að barn þitl varist Ijótan munnsöfuuð, ef þú sjálfur ert óvandur í orðum, og heflr að jafnaði ljótt orðbragð; ef þú sjálfur ert hirðulítill, semhúsbóndi eða húsmóðir, þá geturðu ekki með sanngirni búist við, að börn þínoglijúséu betri en sjálfur þú; þær dyggðir sem þú ætlast til af öðrum, verður þú fyrst að sýua sjálfur, og það ekki við eitt, heldur við öll tækifæri og í öllum kringumstæðum lífsins. l’ú verður, sem faðir eða móðir eða yfirboðari, að elska þá, sem þér eru undirgefnir, og auðsýtta það með dæmi þínu, áður en þú getur ætlast til, að þcir elski þig; þú getur áminnt og ávitað, þú getur, ef lil vill, lálið hlýða þér, en sanna hlýðni, sem ekki er þræls- ótti, færðu einungis nteð því, að ganga á undan öðrum með dæmi þinu, og sýna þeim með því, að þú elskir þá. Með dæmi þínu getur þú jafnvel kennt börnum þínum, hjúum og undirmönnutn góða siði og mannkosti, þó þú kcnnir þá ekki með orðunum; þú niátt ætlast

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.