Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1866, Page 6
6
iðjusami opt notað tækifæri, sem annars aldreí mundí
verða notað; hve opt heflr liið vakandi auga hins iðju-
sama og dygga þjóns bjargað hjörðinni og komið henni
til húsa, áður en það varð of seint, og eins og ástatt
er hjá oss, þarf i þeim efnum litlu að muna, svo að
lítil stund getur þá orðið til góðs, eins og á hina síð-
una lítil stund orðið til ills, þegar heimilið missir lífs-
björg sína fyrir lítillar stundar vanhirðing og ódyggð;
liver getur hirt og annazt hinar mállausu skepnur, svo
að vel fari, nema hin nákvæma og eptirlitssama dvggð,
sem fremur lætur sér hugað um að leysa verk sitt vel
af liendi en að hroða því af, til þess að geta fengið
tómstundir sem fyrst. I*að er því eðlilegt, að verk liins
dygga blessist, og að það, sem er eðlileg atleiðing af
hinni vakandi umhyggju, virðist opt sem ósjálfrátt lán;
enda má og eiga það víst, að guð sér í lagi aðstoðar
hinn dvgga, svo að verk hans fái framgang, af því liann
vinnur þatt öll cins og í augsýn hans, og felur honum
þau á vald.
En þú getur vænt þér blessunar drottins, af því
þú felur honum verk þín á vald, þegar þú treystir
því, að hann muni annast þig, og sjá þér borgið,
en reynir ekki til þess að bjarga sjálfum þér með ó-
leyftlegum meðölnm. Verið getur, að þú um stundar-
sakir ráðir bót á þörfum þínum með prettum og röng-
um fédrætti; en, þegar minnst vonum varir, geturðu líka
búizt við, áð guðs hegnandi óblessun komi fram við
þig, og á niðjum þínum í þriðja og fjórða lið. Verið
getur að þú með lygum getir fegrað málstað þinn hjá
mönnum og í bráðina forðað þér við hneisu; en haíi
þér orðið einhver ávirðing, bættu þá ekki lyginni. við
hana, og láttu þér framast öllu umhugað tim að iðrast