Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1867, Blaðsíða 1

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1867, Blaðsíða 1
KRISTILEG SMÁRIT IIANDA ISLENDINCUM. jy° 4. ÐROTTINS ORÐ. Guðsorð er ætlað til endurnæringar og svölunar fyrir sálir vorar; það er ætlað til að vekja og áminna oss, til að hugga og helga oss, svo vér erfum eilíftlíf; og einkum er krapturinn og kjarninn fólginn í Jesú eigin orðum, því að hann hafði orð hins eilífa lífsins í æðsta skilningi: hann var sjálfur upprisan og lífið. Hugleiðum að þessu sinni nokkur Jesú orð, sem miða til að hugga hryggar og harmþrungnar sálir. 1. Náðarlaðanin. Minnstu þessara Jesú orða, sem standa hjá Mat- theus 11, 28: »Komið lil mín allir þér, sem erftðið og þunga eruð hlaðnir, eg vil gefa yður hvild». I’elta eru mildlrík orð vors mildiríka frelsara, og þeim getur sálvor óhult treyst og fengið frið og hvíld. Þessa hvíld gefur liann oss þegar hér í lífi. Vér sjáum ekki ein- ungis ljósin, sem leyptra álengdar frá vorum tilvonandi himnesku hústöðum til að leiðbeina oss á vorri jarð- nesku vegferð, heldur lifum vér einnig á þessu mæð- unnar landi undir skjóli og skugga hins rnikla hellu- bjargs, og þegar hér á jörðunni getum vér dauðiegir menn, sem velkjumst í stormum og hafróti þessa lífs, náð friðarins höfn, og fengið hvíld fyrir sálir vorar, 2. ár.

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.