Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1867, Page 2

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1867, Page 2
2 þegar vér höldum oss fast við frelsara vorn. Ilefur Jesú líf og dauði veitt þér, kristinn maður, þessa blessuðu livíld? Hefur þú fundið til þess, hve huggunarfull þessi orð eru: »komið til mín»? Hversu ómaklegir erum vér þess, að guð skuli þannig bjóða oss til sín og laða oss að sér. Hefðum vér af eigin kröptum átt að fá inn- göngu í sáttmálans örk, þá liefðum vér sífellt orðið að velkjast í stormum og ólgusjó lífsins. En nú »hefur guðs náð birzt öllum mönnum sáluhjálpleg», og öllum er veittur kostur á að verða teknir til náðar, þótt þeir kunni að vera breiskir og hlaðnir þunga syndar og sorgar. Snúðu þá aptur, sál mín, og leitaðu hvíldar hjá Jesú, og láttu hina blíðu rödd hans orða hugga þig í sorg- um og áhyggjum þessa lífs. Ilaflr þú fundið skjól og liæli hjá honum, þá ertu óhull um tíma og eilífð. Hjá því verður ekki komizt, að angisl, efasemdir og and- streymi heimsæki oss við og við, og þetta er vottur um syndugt eðli vort; en þegar sál vor hefur fengið livíld lijá Jesú, þá er liið mótdræga eins og bára sjávarins, sem ekki nær nema til yflrborðsins þegar allt er kyrrt í djúpinu. Veröldin er full af áhyggjum, sorgum og synd- um; en það er eins og sérhver alda, sem veltist inn á sál hins trúaða, hvísli að honum friðar orðum. Og sé nú forsmekkur þessarar hvíldar svo unaðarfullur, hve sælir munum vér þá verða, þegar vér fáum að reyna liana til fulls I Ókyrrleiki þessa jarðneska lífs verður eins og draumur, þegar vér vöknum á eilífðarinnar landi; þar verður trúin að skoðun og vonin að uppfyllingu; þar er ekki framar lilhneiging til syndar né heimugleg fýsn til hins illa; þar er ekkert, sem truíli hina innilegu og eilífu rósemi sálarinnar; þar hefir hún fengið hvíld í guðs náðarfaðmi.

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.