Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1867, Page 4

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1867, Page 4
4 augum. í sinni beisku kvöl og pfnu lét liann jafnan pcá huggunarríku fullvissu í ljósi, að það var allt nauð- synlegt og fyrir fram ákvarðað, og með óendanlegri sjálfs- afneitun og undirgefni undir guðs vilja tæmdi hann þann beiska bikar, sem faðirinn hafði birlað honum. Þó þú verðir að bera þungan kross, þá láttu drottins orð hugga þig og þerra tárin af kinnum þínum. Þinn alvitri og alskyggni himneski faðir veit, að þú þarft alls þessa við. 3. Bænin. Minnstu þessara Jesú orða hjáJóh. 14, 13: »IIvers sem þér biðjið í mínu nafni, það mun eg veita, svo að Faðirinn vegsamist fyrir Soninn«. Þú hefur, Jesú, lokið upp dyrum bænarinnar; það var þitt friðþægjandi iíf hér á jörðu, sem fyrst lauk þeim upp, og þitt árn- aðarmanns verk á himnum heldur þeim enu þá opn- um. »Hvers sem þér biðjið«. Þessi orð innibinda í sér allt, sem alls þurfandi syndari við þarf og sem vor almáttugi frelsari getur veitt, því að lionum er allt vald geíið á himni og jörðu. Enn fremur hvetur liann oss til að biðja í sínu nafni. Það er eins og hann segi oss, að þetta sé lykillinn að Guðs hjarta og að Faðirinn elski oss í Syninum og fyrir Soninn. Þekkir þú, kristinn maður, þá huggunarríku blessun, sem í því er fólgin, að mega úthella hjartanu fyrir frelsara þín- um og segja honum frá allri þiuni þörf, allri þinni sorg og mæðu og sérhverju, sem að þér amar? Með óendanlegum kærleika tekur liann þátt í allri þinni neyð og flytur öll þín bænarandvörp upp að náðarstóli Föðursins. En svarið dregst stundum og bænheyrslan kemur eigi jafnskjótt; með því vill liinn algóði guð reyna trú og þolinmæði barna sinna, því að hann villj að vér biðjum og þreytumst eigi; en þegar neyðin

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.