Heilbrigðistíðindi - 01.09.1872, Blaðsíða 2

Heilbrigðistíðindi - 01.09.1872, Blaðsíða 2
66 menn hafa þá trú, að þelta eldgos mundi í fyrstu hafa valdið henni. Fyrir norðan hafa menn þá trú, að hún hafi átt að byrja í fjárhúsi einu í Eyjafirði, og svo vildu sumir halda, þeg- ar jeg var fyrir norðan 1866, að hún hefðí færzt smásaman vestur á við. Á Vesturlandi bjeldu menn í ungdæmi mínu, að mest bæri á henni í eyjunum, og mundi slíkt koma af gras- tegund einni, er þar yxi, og sem var nokkurs konar þykkvaxin v e g b r e i ð (Plantago lanceolata), en þetta er því ólíklegra, sem það er alveg víst, að allar vegbreiðutegundir eru lausar við allt eitur, enda má í Vestureyjum, eins og síðar skal sagt verða, finna nægar orsakir til þess, að bráðasóttin getur orðið þar allskæð á sumum tímum. Að bráðasóltin sje enginn nýr sjúkdómur hjerálandi, má sjá af ýmsum ritum vorum, og þó hvað Ijósast á ferðabók þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Þannig tala þeir t. a. m. um hinn svo kallaða svarta dauða á fjenu, er eigi að geysa í Arnarfirði (sjá bls. 526), og sömuleiðis gela þeir um það, þar sem þeir lala um fjárborgirnar, að fje sje þar hraustara en ella. í’að er opt ekki auðið að sjá, hvort kvillar þeir, er um er getið, bæði í eptirmælum 18. aldar og víðar, hafi beinlínis komið af harðindum og heyjaskorti, eða meðfram orsakazt af veikindum í fjenu, en þó er þetta síðast talda eigi ólíkleg tilgáta. í riti nokkru um Færeyjarnar, eptir prófast Lange, er þess getið, að bráðasóttin hafi á Færeyjum svo gjöreytt fjárstofnin- um, að menn urðu að (a þangað nýjan stofn frá íslandi og Danmörku, og getur prófastur Lange þess í þessu riti sínu, sem skrifað er um aldamótin, að Færeyingar haíi eptir á kennt íslenzka fjenu um, að bráðafárið hafi orðið þar svo almennt. Þetta er hinn vanalegi máli almennings, er hann fer að dæma um sjúkdöma og orsakir þeirra, og hann hleypur þá allajafna í það óliklegasta, er honum eptir hugsunarhætti sínum virðist það liggja næst fyrir hendi. í öllum umgangsveikindum bæði á mönnum og skepnum einblínir allur almenningur hvervetna á sóttnæmið, og snýr út úr því á allan hátt, eins og hugskotssjónir hans lengst geta

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.