Heilbrigðistíðindi - 01.09.1872, Blaðsíða 11

Heilbrigðistíðindi - 01.09.1872, Blaðsíða 11
75 ast opt höggormunum, sem liggja í grasinu, og stökkva upp og bita þá leynilega, og verður slíkt höggormabit, þótt lítið kunni að virðast í fyrstu, að óviðráðanlegu höggormabiti. Jafnvel þótt það sje örðugt, að útlista það fyrir almenningi, hvernig á því standi, að ljettar sjúkdómaorsakir geta orðið að hinum hættulegasta eldi, ef eigi eru hafðar gætur á þeim þeg- ar í tíma, þá vil jeg þó geta þess, að eins og það er alveg órjett, að álíta sjúkdómana sem nokkurs konar verur (Entiteler), þá er það hin náttúrlegasta skoðun á sjúkdómunum, að skoða þá, eins og þeir ómótmæianlega eru, meira og minna óeðli- legar breytingar í hinum reglulega gangi lífsins og ætlunar- verkum líöæranna. í'að er svo sem auðskiiið, að það er bæði komið undir orsökunum og margbreyttum kringumstæðum, sem eigi er unnt fyrir að sjá, hvern enda að slíkar ónáttúrlegar breytingar taka muni, og því er það ætíð varúðarvert, að reiða sig þar á einhvern sjerstakan krapt, sem eigi er unnt að sanna að til sje. Það er að vísu ómótmæianlcgt, að margir sjúkdómar verka á líkamann með miklu aíli, og að fjöldi þeirra getur batnað, er svo vill til, svo að kalla af sjálfu sjer. Jeg vil t. a. m. taka til dæmis menn, sem hefur orðið innkulsa. tað er auðvitað, að manninum batnar opt, er orsökin hverfur, því að það er hinn eðlilegi gangur náttúrunnar, að þá er orsakirnar hælta, þá hætta og vanalega áhrif þeirra. Hjer til þarf því engan sjerlegan krapt, og það er óþarfi, að vera að smiða siíka krapta, þar sem þeir eigi eru til, heldur er það hreinn ogbeinngang- ur í hinni lifandi og líflausu náttúru, að með hvarfi orsakarinn- ar, hverfa og áhrif hennar (Sublata causa tollitur effeclus)] en þótt þetta sje hinn vanalegi gangur, þá er hitt þó alveg víst, og til þessa má sjá allmörg dæmi, að einfalt innkuls getur lagt hinn hrauslasta mann í gröfina, eða orðið þess valdandi með afleiðingum sínum, að hann verði heilsulaus, það sem eptir er æfi hans. Dæmi þessa eru deginum Ijósari, og svo almenn hjer á landi, að þau eru óteljandi. Hufeland kvað svo að orði, að innkuls hefði lagt fleiri í gröfma, en pestin sjálf,

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.