Heilbrigðistíðindi - 01.09.1872, Blaðsíða 8
72
vöðvanum stóra, þar höfum við hvervetna orðið að bíða, unz
grafa hefur farið í bólgunni, en það hefur hvervetna varað mjög
lengi, því að bóigan er opt beinhörð, og ekkert merki til grapt-
ar, fyr en eptir langan tíma. f>ar sem verkirnir hafa verið
mjög stríðir, höfum við ýmist við haft verkeyðandi áburð eða
bakstra, og jafnvel kalda bakstra til að lina pínuna. Ilin önn-
ur lyf, er við höfum haft við veiki þessari, hafa verið laxer-
lyf, Carbolik-sýran og Chinamixtúra. Carbolili-sýran hefur
verið mjög út þynnt í vatni eða vínanda, svo sem 1 á móti 50,
en C/ima-mixtúran hefur verið höfð óspart, þar sem kraptarnir
hafa verið farnir að þverra.
Að því er snertir náttúru þessara tveggja sjúkdóma, sem
nú hefur verið talað um, vit jeg eigi fara fleirum orðum um
það að sinni, en að eins geta þess, að þeir eru báðar sjer-
stakar sjúkdómamyndir, sem jeg hvergi hef sjeð, nema hjer á
landi, og hef jeg þó, satt að segja, sjeð allmikinn grúa af sjúkl-
ingum erlendis, einkum á hinum stóru spítölum á Þýzkalandi,
Eoglandi og Skotlandi, þar sem menn þó, einkum í stórbæj-
unum, hitta hið mesta samsull af sjúkdómum ýmissa þjóða.
Eptir því sem jeg get komizt næst, og eptir því sem mjer
þykja mestar líkur til, er bólgusóttin nokkurs konar blóðstafa-
sjúkdómur (Baktheria), en hvernig þeir blóðstafirnir eru undir
komnir, er enn óvíst að segja, og skiptir auk þess, sem komið
er, litlu, þar sem með sjúkdóminn verður að mestu leyti að
fara eptir handlæknislegum reglum.
Blóðstafirnir (eða Baletheriurnar) eru ofur smáir, staf-
myndaðir líkamir, er eigi sjást nema undir sterkum sjónauka.
Þeir eru margs konar, og er náttúra þeirra enn þá engan
veginn fundin. Hið eina, er menn vila um þá með vissu, er
það, að þeir fylgja ýmsum illkynjuðum sjúkdómum. Sjálfir
virðast þeir eigi að vera eitraðir, og þar sem menn hafa fundið
þá í kolbrandi hjá mönnum og dýrum, hefur það enn eigitek-
izt að sýna, að þeir væru sóttnæmir, en þar á móti virðist það
vera alveg víst, að vökvi sá, er þeir hafa sín upptök af, sje
mjög sóttnæmur, og sje hann settur inn í menn eða dýr með
lansettu eða bólusetningarnál, á líkan hátt, og þá er bóla er