Heilbrigðistíðindi - 01.09.1872, Blaðsíða 13

Heilbrigðistíðindi - 01.09.1872, Blaðsíða 13
77 stundum því, sem þó er meira í varið, að heilsan er þó marg- falt dýrari, og að það er seint að byrgja brunninn, er barnið er dautt. Eins og allir vita, er það opt mjög örðugt á íslandi, að ná til læknishjáiparinnar í tækan tíma. Læknafræðin hjá oss er svo mikil, að það getur eigi hjá því farið, að mestur þorri fólks verður að vera hjálparlaus, er eitthvað upp á keraur. Langir og örðugir vegir gjöra mönnum opt eigi auðið að ná í lækni, hve fegnir sem þeir vildu, og þar af leiðir aptur, að er læknishjálpin loks kemur, er allt komið í ótíma, svo að hann getur við ekkert ráðið. Hið eina ráð við þessu, er að fjölga læknum, svo mikið sem kostur er á, og þar hjá búa svo um, að á hverju heimili sjeu einföld og óskaðleg læknislyf fyrir hendi, er menn geti gripið til í viðlögum, unz til læknis næst. Við enda fyrri aldar höfðu menn langtum haganlegra lag á þessu en nú tíðkast, með því menn þá allvíða höfðu ýmist húslyf með tilsögn um, hvernig þau skyldi nota i viðlögum. þannig samdi og samsetti landlæknir Jón Sveinsson hús-apo- thelt nokkurt, sem flnna má í Fjelagsritunum gömlu, og væri það mjög æskilegt, að eitthvað líkt því, samkvæmt tímans fram- förum, væri nú fyrir hendi. Jeg hef opt sjeð það á ferðum mínum hjer á landi, hve herfllega læknar eru staddir, er menn koma á bæi, þar sem sjúklingar liggja, stundum hrönnum saman, en engin lyf eru þó fyrir hendi, enda hef jeg reynt til að bæta úr þessu með því, að jeg jafnan flyt með mjer dálítið Apothelt, og með því hef jeg opt getað hjálpað í við- lögum. það er almennur máti nú á dögum, og jafnvel boðinn með lögum, að sjómenn hafl á skipum sínum dálitið Apothek með tilsögn um, hve nota skuli í viðlögum, og veit jeg opt, að það hefur komið að góðu haldi, og opt bjargað sjúkling- um, og haldið þeim við, unz þeir hafa getað fengið reglulega læknishjálp. Jeg gjöri nú ráð fyrir, að margir, sem vanir eru að fara yfir ályktanir sínar á hundavaði (en þeirra tala er legíón), segi

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.