Heilbrigðistíðindi - 01.09.1872, Blaðsíða 10
74
rnilt leyti með engu móli orðið samdóma þeim, eu, eptir því sem
jeg hef elzt, allt af leiðzt lengra og lengra frá þeim. Að visu
var jeg í fyrstu hneigður til slíkra skoðana, eins og sjá máaf
riti mínu um «vatnslækningar», en það kom mikið af því, að
jeg hafði svo mikla virðing fyrir mínum ágæta kennara, hinum
fyrnefnda prófessor Bang, að jeg trúði honum svo að kalla í
blindni. Öðruvísi gekk mjer það gagnvart prófessor Bennet,
enda kynntist jeg honum fyrst eptir að jeg hafði verið Iæknir
í 20 ár, og þóttist jeg þá hafa á nokkurri reynslu að standa.
Jeg ritaði skarplega á móti honum, og allri þessari kenning,
og var sú rifgjörð prentuð í Edinborgar-journal 1860, og veit jeg
ei til, að neinn hafi enn orðið til að mótmæia henni, en síðan
hef jeg opt bæði þar og annarstaðar í útlenzkum læknisritum
hreift hinu sama. Prófessor Bennet er, eins og flestir Englend-
ingar, sannlega frjálslyndur maður, sem vel þolir ailar mótsagnir,
enda erum við, þrátt fyrir þennan skoðanamun, þegar við flnn-
umst, jafnan sem góðkunningjar. Iíonferenzráð Bang hefur
á seinni tímum látið rita 2 ritgjörðir, er báðar stefna í þá átt,
að hefja hinn svo kallaða heilbrigðiskrapt líkamans til skýjanna.
Önnur þessara ritgjörða heitir: «Hvem sltal jeg have til Huus-
lcege», en hin: «Min indre Collega», og hygg jeg, að báðar
þessar ritgjörðir sjeu talsvert út breiddar hjer á landi, en þrátt
fyrir þá virðing, er jeg allt af íinn mig skyldan að bera fyrir
þessum heiðraða danska Nestor læknisfræðinnar, þá get jeg þó
með engu móti gjört að því, að jeg er hræddur um, að hann
hafi gjört langtum meiri skaða en gagn með þeim, jafnvel þótt
það sje sjálfsagt móti vilja hans og tilgangi.
Þegar maður taiar við ýmsa menntaða menn, er þeir verða
veíkir, þá er það opt þeirra orðtæki, að þeir ætii að iáta nátt-
úruna hjáipa sjer sjálfa, en jeg er margsannfærður um, að þessi
ímyndaða sjálfsiijálp náttúrunnar hefur opt orðið til að steypa
þeim í gröfina eða að gjöra þeim að örkumlamönnuin, einkum
þar sem um einhverja alvariega sjúkdómsbyrjun hefur verið að
ræða. Sjúkdómarnir byrja opt hægt og ómerkjanlega, og það
reynist opt svo, að þar sem menn halda, að um lítið eitt sje
að ræða, þá eru það opt tómar ímyndanir. Slíkir kvillar líkj-