Heilbrigðistíðindi - 01.09.1872, Blaðsíða 9
73
sett, þá fá þeir, er fyrir verða, livort heldur eru menn eða
skepnur, blóðstafasjúkdóminn. í miltbrandi, í hverri tegund
sem er, og eins í bráðapestinni, fmna menn hvervetna blóð-
stafi í blóðinu, eins og seinna mun sagt verða.
UM LÆIÍNING Á SJÚKDÓMUM YFIR IIÖFUÐ.
Venenti succurrite morbo (mætið sjúkdómunum þá þegar).
þó það sje í raun og veru ekkert orðtæki á íslenzku, sem
svari fullkomlega til þessarar rjettu hugmyndar, þá er þó eitt
máltæki, sem nokkuð svarar til þess, það er orðtækið : «að
uppsprettu skal á stemrna, en eigi að ósi».
Nú á dögum berjast menn í ákafa um, hvort rjettara sje,
að láta náttúruna ráða í sjúkdómum, eða að reyna að fyrir-
byggja þá þegar í upphafi með hæfilegum lyfjum. Þeir lækn-
ar, er fara því fram, að láta náttúruna ráða, bera fyrir orð
gamla Ilippocratis læknis, þar sem hann segir: «90?!.? vouacov
íai:víp». Með því ætla margir að hann hafi átt við, að í lík-
amanum byggi nokkurs konar læknisnáttúra, sem verndaði
þann, er hættu bæri að höndum. Margir hinna merkustu lækna
nú á dögum skilja þessi orð Hippocratis á þennan hátt, sem
nú segir, jafnvel þótt mjer þyki mjög efasamt, hvort hann
hefur átt við nokkurn sjerstakan krapt, heldur náttúruna og
krapta hennar yfir höfuð, og að orð lians ættu að takast, eins
og hann hefði hugsað, að náttúran með öllum króptum sín-
um hefði næg lyf gegn öllum sjúkdómum. Miðaldalæknarnir
skildu almennt orð Ilippocratis á aðra leið, og allt fram á
hinar seinustu aldir, og jafnvel fram á okkar öld hafa ýmsir
læknar tekið það svo, að í líkamanum ælti að búa nokkurs
konar sjerstaklegur ósýnilegur andi, sem verndaði hann í öllum
sjúkdómum. Læknirinn Stahl var einhver hinn fyrsti, sem gaf
þessnm ímyndaða náttúrukrapti sjerstakt nafn : «Archeus» (vernd-
arengill), og þetta hafa hinir nýjari apað eptir honum. Á vor-
um dögum eru það meðal annara 2 læknar í Norður-Evropu, sem
sje konferenzráð Bang í Kaupmannahöfn, og prófessor Bennet
í Edinaborg, sem sterklega hafa fylgt fram þessum lærdómi;
en þótt báðir þessir menn sjeu merkir læknar, þá get jeg fyrir