Heilbrigðistíðindi - 01.09.1872, Blaðsíða 5

Heilbrigðistíðindi - 01.09.1872, Blaðsíða 5
69 verið sera vest, skoðaði skrokkana af hinum dauðn skepnum, og tók eptir þeim orsökum, er mjer helzt þóttu líkindi til að valda mundu veikinni. Um veturinn 1855 sendi jeg lögstjórti- arráðinu langa skýrslu nm það, hvers jeg hafði þá orðið var um uppruna og áframhald veikinnar, og hvernig hana mætti helzt fyrirbyggja, eða að minnsta kosti lina, þar sem hún væri mest mögnuð. Innanríkisráðherrann sendi þessa mína skýrslu 21. apríl til dýralækna-heilbrigðisráðsins, en það skrifaði apt- ur lögstjórnarráðinu 7. maí samaár álit sitt um hana. Iþessu áliti sínu segir dýralæknaráðið svo, að því virðist, að skýrsla þessi verðskuldi mikinn áhuga. Því þykir mjer heldur hafa tekizt vel, og ræður til, að jeg sje látinn halda áfram rann- sókn þeirri, er jeg svo «heppilega hafl byrjað». í þessari skýrslu, sem nú er unt taluð, tók jeg það ljóst fram, að hin íslenzka bráðapest yrði að álítast, sem nokkurs konar innýfla-ft/p/iMs á mönnum; að hún kæmi af nokkuð lík- um orsökum; og að, ef vel ætti að fara, yrði rneð hana að fara eptirrjettum iæknisfræðislegum reglnm. í skýrslunni benti jeg á, hvernig hinn sami sjúkdómur hefði geysað bæði á Sax- landi og víðar um Þýzkaland, og gat þeirra ráða, er menn þar höfðu við haft móti fjárpestinni. Það voru einkum 2 ráð, er jeg tók fram, sem sje glaubersalt innvortis, og sterkur chlor- kalksdaun í fjárhúsunum. Nokkrir hjer á landi fóru nú eplir það að reyna þessi ráð mín, og hef jeg enn frá þeim tíma ýmisleg brjef frá bændum, er virðast benda á það, að þau hefðu heldur góðan árangur, og minnkuðu sóttina, eða gjörðu minna úr henni, þar sem þau voru við höfð í tíma. Seinna hafa dýralæknar ráðið til hins sama, en því miður hefur þetta aldrei orðið svo almennt, sem vera skyldi. Jeg hef nú í samfleytt 18 ár stöðugiega tekið eptir því, hvernig bráðasóttin hagar sjer, og hverjar muni vera aðalor- sakir hennar, og verð jeg enn að vera á líkri skoðun og jeg var 1854, jafnvel þótt jeg nú þykist enn Ijósara sjá, hvernig hennar ýmsu orsakir eru samtvinnaðar, og hvaða fylgi-sjúk- dóma hún dregur eptir sjer. (Framhald síðar).

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.