Heilbrigðistíðindi - 01.09.1872, Blaðsíða 14
78
semsvo: «Oss virðist að fólk deyi allt að einu, þótt læknirinn
sje rjett við höndina, og konii þá þegar, er sjúkiingur veikist».
I’etta er bæði satt og ósatt. Satt er það að því leyti, sem
enginn sá læknir hefur enn skapazt, og mun aldrei skapast,
meðan heimur stendur, sem varni dauðanurn í öllum sjúkdóm-
um, og hvernig sem á stendur; en hitt er aptur ósatt, að lækn-
um opt eigi takist að bjarga fólki úr hættunni. Þetta sýna
dagleg dæmi, en Ijósast kemur það fram, þar sem um mikinn
mannfjölda er að gjöra. fannig t. a. m. deyja árlega í Lundún-
nm, með hennar 3 milíónum íbúa, eigi meira en liðugt 20 af
1000, eða sem svari 2V4 afhverju 100, en til eru sóknir hjer
á landi, og það helzt þær, er afskekktastar eru, þar sem vanalega
deyja 4 og jafnvel 6 af hverj.u 100. Á tímabilinu frá 1855—
1865 dóu hjer um allt land hjer um bil 36—38 börn á 1. ald-
ursári af hverjum 100, en þá dó um hið sama tímabil eigi fleiri
en 19 af hverju 100 í Reykjavíkursókn. Dæmi lík þessu má til
færa frá öllum löndum, og því mun það naumast detta nokkr-
um skynsömum manni í hug, að nægileg og vel sett læknahjálp
minnki dauðratöiuna eigi alllítið, en við því geta menn aldrei
búizt, að læknirinn geti hjálpað í öllurn sjúkdómum, og það er
varla svo lítilfjörlegur sjúkdómur til, að hann eigi geti orðið
drepandi, þótt læknirinn sje allt at' yQr binnm veiku, og gjöri
hið ýtrasta, sem læknisíþróttinni enn þá er unnt. Hjer til liggja
mörg drög, sem of langt yrði upp að telja, enda sýnir dagleg
reynsia það, að lítilfjörlegir sjúkdómar geta tekið hinum verstu
stakkaskiptum, er minnst varir, en þrátt fyrir allt þetta, þá má
álíta það sem gullvæga reglu, að mæta hverjum sjúkdómi, sem
að höndum ber, þá þegar.
J>að er því miður allt of almenn trú, að jafnvel einföld
lyf geti skemmt líkamann, og að öll lyf sjeu nokkurs kon-
ar eitur, en dagleg reynsla sýnir, að þetta er engan veginn
svo, og að allur tjöldi lyfja sje alveg skaðlaus, sje eigi því
óvarlegar með þau farið; þannig eru þau svo kölluðu ualmennu
húslyf» opt og tíðum mikilsverð, og geta gagnað meir en
menn skyldu halda, ef þau eru við höfð í tíma. Jeg hef opt
sjeð hin skaðlausustu svitaiyf giöra hið mesta gagn í hættu-