Heilbrigðistíðindi - 01.09.1872, Blaðsíða 3
67
náð; en stundum er hlaupið í þær allra-ólíklegustu orsakir, er
menn geta til fært lil þess, að skilja uppruna slíkra sjúkdóma.
Læknissagan er full af þessu, og sýnir, hve háskalegt það er,
er almenningur fer að hætta sjer inn í það völundarhús, þar
sem hann aldrei sjer neina skímu, heldur anar beint áfram, og,
er það hefur varað lengi, verðnr að almenningstrú, er allir
þykjast sannfærðir um. í’etta á sjer stað eigi að eins hjer á
landi, heldur og meðal almennings erlendis, og það sýnir Ijós-
ast, hve háskalegt það er, er menn fara að liætta sjer úl í þá
hluti, er menn í raun og veru ekkert vit hafa á, og vita ekkert
í þeim vísindagreinum, sem öll læknisfræðisleg rannsókn verð-
ur að styðjast við. Til að skýra þetta betur, skal jeg taka
fram fáein dæmi. |>egar kólera um 1830 var komin inn í
Rússland, þá þóttust menn með engu móti geta skilið orsakir
hennar nema svo, að það væru annaðhvort Gyðingar eða lækn-
arnir, sem eitruðu brunnana, og þannig byggju til þennan
nýja sjúkdóm. í Pjetursborg varð svo mikið bragð að þessu,
að keisarinn varð sjáifur með herlið sitt að skerast í leikinn,
og ljet hann þá þegar kanónukjaptana skera úr því, að ekkert
stjórnleysi skyldi í ríki hans vera. Þegar Vampyrismen geys-
aði í Ungarn, þá var engu húsi vært, þar sem eitthvert lík lá,
því að fólkið hafði þá ímyndun, að hinn dauði færi þá þegar
á kreik, og sygi í sig blóðið úr þeim, sem veikir voru, og yrði
það þeirra bani. Hjer á íslandi hefur lík hjátrú verið samfara
svartadauða, sem eptir annálum og árbókum á að hafa komið
úr klæði í Hafnarfirði, og átti að vera eins og fugl, en seinna
áíti áð verða úr því strákur og stelpa, sem annað gekk með
fjöllum, en hitt með fjöru, og eyddu þannig byggðina. En
hvernig svartidaúði þá átti að koma frá útlöndum, verður ó-
skiljanlegt, er menn vita, að hann þá var um garð genginn
erlendis fyrir 50 árum. Sem hið síðasta upp á slíka hjátrú
vil eg geta þess, að er nautapestin brauzt út í Miðdal fyrir
nokkrum árum, þá átti hún að hafa komið frá nokkurs konar
draug eða flyksu, sera hefði steypt sjer yDr heygarðinn. Fleiri
dæmi mætti til færa, og þau eigi all-langt burtu í tímanum,
en jeg sleppi því að sinni, en hitt er víst, að í hverju því
5*