Heilbrigðistíðindi - 01.09.1872, Blaðsíða 7

Heilbrigðistíðindi - 01.09.1872, Blaðsíða 7
71 Þegar typhussóttin fór að rjena, fór að bera hjerá annari veiki, sem lítið hafði örlað á, meðan typhussóttin var sem al- mennust, en það var óvanaleg bólgusótt, er hljóp í menn á ýmsum stöðum, og sem eigi vildi grafa út, fyr en eptir mjög langan tima, en á einstaka sjúklingum heltók hún mennástutt- um tíma. Bólgusóttin iiljóp opt í handleggi og handnrtakið, og það á einstaka með slíkum ofsa, að höndina og handlegg- inn, sem fyrir bólgunni varð, bljes upp á stuttum tíma. Bólgan var mjög sein til að grafa, og þar sem skorið var í hana, áður en fór að grafa í henni, kom enginn gröptur, held- ur þunn dökkleit blóðvilsa. tar sem’ grafið hefur í bólgusótt þessari, hefur það jafnan verið mjög seint, 'og eptir langvinnar þjáningar, og opt hefur þá myndazt fjarska-mikið af grepti, sem út hefur orðið að fara, áður en sjúklingnum hefur getað batnað. Hjer um bil 50 manna lágu hjer í Reykjavík og á nesinu i þessari bólgusótt. Þar af dóu 5, en sumir höfðu lengi örkurnl eptir sóttina, og einn maður er hjer, sem, jafnvel þótt rjettilega og stranglega væri með hann farið, varð þó ónýt hægri höndin. í sumar hefur minna borið á þessari bólgusótt, en þar á móti virðist hún að vera að dreifast um landið, og má enn eigi vita, hversu lengi hún kunni að við haldast. Þannig hef- ur herra hjeraðslæknir Hjörtur skrifað mjer, að hún væri enn í ákafa að út breiðast í umdæmi hans, og lil nefnir hann einn bæ, þar sem 7 manns lágu í henni nú í septembermánuði. Hann segir, að hún virðist að vera sóttnæm, enda er það sann- færing vor hjer í Reykjavík, að svo hafl hún sýnt sig hjer. Úr Árnessýslu hef jeg nýlega fengið brjef frá áreiðanlegum manni, dagselt 18. þ. m., og kemst brjefskrifarinn svo að orð- um: «Bólgusóttin er svo að segja alstaðar, og mjög illkynjuð». Að því er meðferð sóttar þessarar snertir, þá verður hún nokkuð á ýmsa vegu, eptir því sem sóttin hagar sjer. í*ar sem mikil ofstæða hefur fylgt henni, t. a. m. á hendinni eða upphandleggnum, þar hefur bæði Dr. Jónassen og jeg rist í hana langa skurði; en þar sem hún kemur fram, eins og opt hefur átt sjer stað, annaðhvort undir holhendinni eða brjóst-

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.