Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 7
7 staðar í myndinni. Að þræðirnir eru liðaðir, kemur betur í ljós, þegar stækkunin er enn meiri, eins og sjá má á myndinni 8. Sii mynd sýnir part af sama stykki sem myndin 7, en stækkaðan 300 sinnum ; í þessari mynd sjást ýmislega lagaðir svartir blettir, það eru myndir af mjög smáum sandkornum úr blágrýti. þetta organiska efni, sem sveppþræðirnir eru í, leysist mjög auðveldlega í þynntri upplausn af kalfhydrati eða natronhydrati, en ekki í ammonfakvatni. Ef þessi alkaliska upplausn efnisins er sfuð, og siðan hellt á hana salpjetursýru eðasaltsýru þangað til hún hættir að vera alkalisk, skilur allt efnið sig aptur úr upplausn- inni, og er þá eins og smáhnökrótt, sje hellt enn meiri sýru upp- leysist það aptur. Hnökrar þessir voru næstum litlausir, þegar reynt var efni úr krukkunni nr. 1, en úr hinum krukkunum voru þeir brúnir og líktust húmusefnum. þ>rátt fyrir margar tilraunir tókst mjer ekki að ná óorganisku efnunum frá þessu organiska efni, ávallt varð eptir í því nokkuð af fosforsýru og leirjörð. Jeg gat þvf eigi fengið neina áreiðanlega vissu um hin kemisku einkenni þessa efnis. Aðferð mín, til þess að fá efnið sem hreinast, var þessi. Jeg hellti þynntri saltsýru á hvíta efnið, þvoði afganginn vandlega, leysti hann upp í þynntri natronhydratlausn, síaði upplausnina og hellti á hana þynntri saltsýru þangað til hnökrarnir skildust úr, leysti þá aptur í þynntri natronhydratlausn, hellti aptur í hana þynntri saltsýru þangað til hnökrarnir skildust úr aptur, og þvoði þá síðan úr hreinu vatni. Efnið sem þannig var farið með, hafði þau kemisku einkenni, sem jeg nú skal greina: það skildist úr lftið súrri saltsýruupplausn, þegar hellt var á hana fosforwolfram- sjrru, barksýru eða joði, það sem úr skildist varð talsvert þykkt, ef vökvinn var látinn standa nokkra stund. J>að sem úr skildist fyrir joðinu var brúnlitað og mjög smáhnökrótt. Efnið sjálft lit- aðist einnig brúnt f joði. Aptur á móti skildist efnið ekki úr upp- lausninni, þó að reynt væri við það sölt þungu málmanna, t. d. nevtralt ediksúrt blyoxid, kvikasilfurklórid eða ferrocyankalium. J>egar Millons aðferð var höfð, sást ekki votta fyrir eggjahvítu- efnum, bíúret var heldur ekki unnt að finna f efninu. þannig bentu verkanir þær, sem fosforwolframsýra, barksýra og joð höfðu á efnið, á að það gæti verið eggjahvítuefni, en helztu einkenni eggjahvftunnar vantaði þó. Jeg skal þó bæta því við, að jeg hefi sterkan grun um, að í efninu sjálfu sje fosfor, en mjer hefir ekki tekist að sanna það fullkomlega. Grunur minn byggist á þvf, að jeg úr tveim jafnþungum stykkjum af organiska efninu í nr. 1; fjekk misjafnlega mikið af fosforsýru, eptir þvf hvort jeg rannsakaði saltsúra upplausn af efninu strax, eða jeg fyrst bræddi það með salpjetri og kolasúru natrón. J>essar tilraunir gjörði jeg hvað ept- ir annað, og fjekk jafnan meira af fosforsýru með síðari aðferð-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.