Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 8
8 inni; en til þess að ganga úr skugga um þetta, hefði þurft að vega fosforsýruna í báðum tilraununum, en efnið var ekki nægi- lega mikið til þess að jeg gæti það. En sje fosfor í hinum or- ganiska parti hvíta efnisins, þá má af því draga allmerkilega á- lyktun um uppruna þess. Organiskt efni, sem köfnunarefni og fosfor er i, og að öðru leyti hefir þau kemisku einkenni, sem jeg hefi fundið hjá efni því, sem um er að ræða, sver sig eflaust í ætt við þann flokk eggjahvítuefnanna sem kölluð eru Nukleoal- bumin, en eitt hið almennasta og mest notaða nukleoalbumin er osteýnið (kasein) í mjólkinni. En fyrir þá sök, að mjer hefir ekki tekizt að sanna til hlýtar, að fosfor sje til staðar, verður að kom- azt eptir uppruna hvfta efnisins á annan hátt. Ef vjer nú, áður en vjer tökum þessa rannsókn fyrir, athugum hvað vjer höfum feng- ið að vita um organiska efnið: að organiska efnið er einn af helztu pörtum hvita efnisins og hefir að nokkru leyti verið sú grind, sem hefir gefið því sína lögun, að organiska efnið hefir inni að halda talsvert köfnunarefni, og að á því hafa lifað og þrif- izt ótal sveppir, og loksins að því fylgir mikið af fosforsýru og kalki, þá má af þessu með áreiðanlegri vissu draga þær ályktanir: að organiska efnið hafi ekki af tilviljun blandazt. saman við hvíta efnið, og að jað sje leifar af einhverju eggjahvítuejni. Hvíta efnið hefir, eins og sagt hefir verið áður, fundizt í ösku, auðsjáanlega eptir húsbruna, í þessu hvíta efni er organiskur part- ur, sem köfnunarefni kemur fyrir í, auk þess er í hvíta efninu mik- ið af fosforsýru og kalki, og í sjálfum organiska partinum er mjög liklegt að fosfor komi fyrir ; allt þetta bendir á lík efni og ostefm úr mjólk. En sökum þess að ekki er fyllilega sannað, að fosfor sje f organiska efninu sjálfu, þá væri ástæða til að spyrja: geta ekki þau einkenni, sem vjer höfum fundið, átt eins vel við einhver önnur dýra-eða plöntu-efni. Til þess að geta svarað þessari spurn- ingu, verðum vjer að rannsaka mínerölsku efnin í hvíta efninu, og af rannsókn þeirra og samanburði reyna að draga nýjar ályktanir. J>ess skal þá fyrst getið, að einn af minerölsku pörtunum í hvita efninu, kemur aldrei fyrir með eggjahvítuefnum hvorki úr dýrum nje plöntum. |>etta efni er leirjörð. f>að er nú ekkert efa- mál, að mestur hluti leirjarðarinnar i hvíta efninu úr krukkunni nr. i. er í sambandi við fosforsýruna, og sama má einnig segja um talsvert af leirjörðinni í hvíta efninu úr hinum krukkunum, þó er þar nokkuð af leirjörðinni að Hkindum sameinað kísilsýru, og verð- um vjer að ætla, að það hafi blandazt saman við hvíta efnið af til- viljan. þrátt fyrir það, þó að þessu sje þannig varið, að leirjörð- in sje mestöll í sambandi við fosforsýruna, þá verð jeg að vera á þeirri skoðun, að öll leirjörðin sje til komin á þann hátt, að berg- tegundirnar í jörðunni, einkum blágrýti, hafi smám saman eyðzt

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.