Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Side 11
11
forsýru og kalks í hvíta efninu í krukkunni nr. i, sje hið sama sem
átti sjer stað í því efni, sem hvíta efnið er komið úr.
Kalkiff og fosforsýran eru aldrei í náttúrunni í öðru sambandi,
en pví svonefnda þríbasiska, eða neutrala sambandi. í fosforítum
og koprolítum, sem eru talsvert algengar steintegundir, eru þessi
efni sameinuð á þennan hátt; sama er að segja um beina-ösku, og
ösku þeirra dýra og plöntuhluta, sem fosforsúrt kalk er í. jpessi
ástæða ein er nægileg til þess að sanna, að hvíta efnið getur ekki
átt neitt skylt við bein; en auk þess er ætíð í beinum mjög ein-
kennilegt efni, flúor, en hvergi hefi jeg getað fundið minnstu vit-
und af því i hvita efninu1.
Af því, að í ösku dýra- og plöntuefna eru ætið neutröl efni,
leiðir aptur að ekki er unnt að skilja myndun hinna tvíbasisku súru
fosforsúru efna í þess konar ösku á annan hátt en þann, að nokk-
ur hluti basisku efnanna hafi verið numinn á burt, áður en dýra-
eða plöntu-efnið var brennt til ösku. jpetta getur orðið af áhrifum
einhverrar sýru. f>að er líklegt, að efni það, sem hvíta efnið er
orðið til úr, hafi ekki orðið fyrir áhrifum af öðrum sýrum, en þeim,
sem myndast af því að gerð hleypur í efnið. En sýrugerð hleyp-
ur naumast í efni, sem mikil eggjahvíta er í, nema í því sje einn-
ig talsvert af kolefnishydrötum, svosem sykri, mjölefni eða líkum
efnum. Hið upphaflega efni verður því að vera eitthvert af þeim
dýra- eða plöntuefnum sem í er mikið af hvorutveggja. eggjahvftu
og kolefnishydrötum. Sökum þess, að hvíta efnið er að mestu
leyti fosforsýra og kalk, er eflaust mjög nærri sanni að ætla að
það sje komið úr einhverju því efni, sem leifir miklu af fosforsýru
og kalki í öskunni þegar það er brennt. Mjólk er einmitt efni,
sem hvorttveggja er í, eggjahvfta og sykur, og hún verður fljótt
súr. askan úr ostefninu í mjólkinni er næstum eingöngu fosforsýra
og kalk. í ösku úr osti, sem tilbúinn er á venjulegan hátt með
hleypi, er fosforsýran og kalkið í þvf hlutfalli, að neutralt salt mynd-
ast; en fyrir nokkrum árum hefir O. Hammarsten prófessor sýnt
fram á, að f osti, sem búinn er til úr mjólk, sem sýrð er með súrri
mysu, er hiutfallið milli fosforsýrunnar og kalksins allt öðru vísi.
í þannig tilbúnum osti var hlutfallið milli fosforsýrunnar og kalks-
ins 100:65, en í venjulegu fosforsúru kalki er hlutfallið 100: 118.
Beri maður nú hlutfall það er Hammarsten fann milli fosforsýrunn-
ar og kalksins í osti úr sýrðri mjólk, við hlutfall sömu efna í hvíta
efninu úr krukkunni nr. 1 (sjá töflu II.) þá er munurinn mjög lítill,
því í hvíta efninu var hlutfallið 100 : 66.
1) í gömlum steingjörðum beinum hafa menn jafnvel fundið enn
meira flúor en í nýjum beinum.
2*