Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 1

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 1
Formáli. Seint í nóvembermánuði 1885 sendi Sigurður Vigfússon, vara- formaður hins íslenzka fornleifafjelags í Reykjavík, til hæstarjettar- dómara, doktors júris V. Finsen í Kaupmannahöfn, nokkra mola af einkennilegu hvítu efni, og bað hann að hlutast til um, að molar þessir yrðu rannsakaðir á efnafræðislegan hátt af mönnum, sem til þess væru bezt hæfir. Sigurður Vigfásson hafði fundið efni þetta sumurin 1883 og 1885, er hann gróf i rústunum á Bergpórshvoli, þar sem skáli Njdls á að hafa staðið. I brjefi Sigurðar Vigfús- sonar til hæstarjettardómara V. Finsens, sem fylgdi molunum, segir hann meðal annars: ,,að margir hafi ætlað, að hið hvíta efni væru leifar af skyri Bergpóru11, eða með öðrum orðum, að hjer lægi fyrir leifar af einhverjum mat, tilbúnum úr mjólk, sem gjörður hefði verið á Bergpórslivoli árið, sem Njáll og synir hans, að því er sagan segir, brunnu inni, þ. e. árið 1011. Hæstarjettardómari V. Finsen sneri sjer því til eins af hinum helztu efnafræðingum vorum með þeirri ósk, að hann rannsakaði hið hvíta efni. Hann vildi ekki gjarnan taka það starf að sjer, mest fyrir þá sök, hve mikinn undirbúning þarf til slíkra rann- sókna, og vísaði hæstarjettardómara Finsen til mín og Ijet á sjer skilja, að þar eð jeg væri svo sjerstaklega kunnugur allri efnasam- setningu mjólkurafurða, þá ætti jeg hægra með það en hann, að levsa úr þeirri spurningu, hvort „hvíta efnið-1 væri af mjólkurtagi eða eigi. pó að jeg hafi sárlitinn tíma til þess að gefa mig frá embættisönnum mínum að öðrum störfum, sízt í samfellu, áleit jeg mjer þó skylt, að taka þessa rannsókn að mjer, en jeg ijet það skýiaust í Jjósi við hæstarjettardómara Finsen, að jeg efaðist stór- ]ega um, að hægt yrði, þrátt fyrir rannsóknina, að segja nokkuð af eða á um þetta merkilega efni.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.