Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 16
i6 myndazt úr, hafi komið mjög nálægt brennandi eldi. Nú vitum vjer af reynslunni, að þegar eggjahvítuefni eru hituð upp með öllu því vatni, sem í þeim er, þá belgjast þau mjög upp og verða loks- ins holótt og eins og sveppar. Mjólkurostefnið er að þessu leyti mjög einkennilegt. Sjóði maður mjólk í járnpotti yfir eldi, og sje ekki hrært vel í mjólkinni, meðan soðið er, þá veit hver kona að mjólkin vill brenna við og veróa söng. Innan á pottinum myndast þá þykk skóf, sem er holótt og eins og sveppmynduð. Myndin 5 á spjaldinu II er ljósmynd af mjólkurskófum í náttúrlegri stærð. Holurnar f mjólkurskófum líkjast í rauninni ekki holunum í hvíta efninu; þær eru ekki eggmyndaðar eins og holurnar í hvíta efninu í krukkunni nr. 1, eru víðari að framan og líta út eins og þær væru sprengdar. þ>að eru þær líka; potturinn hefir verið svo heit- ur að skófirnar hafa þornað mjög fljótt og vatnsgufan, sem ekki hefir komizt nógu fljótt út, hefur því sprengt holurnar. Vjer get- um því álitið mjög líklegt, að hitinn, sem holurnar í hvíta efninu hafa myndazt við, hafi ekki verið svo mikill sem hitinn, er skófirn- ar í myndinni 5 hafa myndazt við1. 1 frásögninni um brennuna er þess getið að brennumenn hafi kveykt í húsunum með arfasátu, sem borin var upp á loptið í skál- anum. Vjer getum nú hugsað oss, að matvælin hafi verið geymd á gólfinu í skálanum, og að þakið hafi fallið ofan á geymsluhúsið þegar á leið brennuna, síðan hafi viðirnir brunnið þar og myndað heitt öskulag utan um skyrkeröldin, þar við hafi keröldin sviðnað eða brunnið, og hefir hitinn haldizt lengi í öskunni; við þennan langvinna hita hefir skyrið þornað og orðið holótt og sveppmynd- að í öskunni. Jeg gjörði margar tilraunir til þess að búa til úr vatnsbornu ostefni líkt efni og í krukkunni nr. 1, en þær heppnuðust ekki. Loksins reyndi jeg einnig við íslenzka skyrið og tókst mjer það þá á endanum, með því að þurka það. Jeg ljet dálítið af skyrinu, sem mjer var sent frá íslandi, í lítið bikarglas, glasið var síðan sett inn í þerriskáp, sem jeg hitaði upp lítið eitt yfir ioo° C. J>egar 1) Að aska úr mjólkurskófum sje aðeins neutröl sölt eins og askan úr mjólk og osti, sem búinn er til úr ósúrri mjólk, má sjá á þeirri rann- sókn, sem jeg set hjer eptir sjálfan mig : Aska úr mjólkurskófum. Fosforsýra........ 38,64 j° Kalk.............. 38,58 — Magnesía ...... 2,86 — Kalí................9,12 — Natron..............4,53 — Járnsýringur . . . . 0,56 — Brennisteinssýra . . . 5,57 — Samtals 99,86

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.