Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 15
15 ösku þess hljóti sýran að vera í sambandinu súrt salt, er mjög ein- kennilegt fyrir þess konar mjólkurmat, og mun nokkuð líkt varla eiga sjer stað um nokkuð annað dýra- eða plöntuefni. J>etta, sem nú var sagt, í sambandi við það, að samsetning hvíta efnisins á ýmsan hátt bendir á, að það sje leifar af ostefni, tekur af allan vafa um, að kvíta efnið í krukkunni nr. 1, muni vera leifar af skyri eða líku súru efni af mjólkurtagi, sem legið hafi í jörðu. S. Vigfússon og hæstarjettardómari V. Finsen ætla. að ekki geti leikið efi á því, að skyr og ostur hafi verið almennt haft til matar á íslandi á þeim tíma, sem Njála gjörðist: líklegt er einnig, að á Bergþórshvoli hafi verið mikill forði af skyri og osti einmitt þann tíma árs, sem þar brann, en það var um haust. Njála sjálf er þessu til stuðnings, því þar sem segir frá brennunni, stendur svo: „J>eir tóku nú eld og gerðu bál mikið fyri durunum ............þá báru konur sýru í eldinn og slökktu niðr fyri þeim. Kolr por- steinsson mælti til Flosa: ráð kemr mjer í hug, ek hefi sjet iopt í skáianum á þvertrjám, ok skulu vjer þar inn bera eldinn ok kveykva við arfasátu þá er hjer stendr fyrir ofan húsin síðan tóku þeir arfasátuna ok báru þar inn eldinn. fundu þeir eigi fyrr er inni váru, enn logaði ofan allr skálinn“. Hafi verið svo mikið af sýru á Bergþórshvoli, að menn gátu látið sjer detta í hug að slökkva með henni mikinn eld, þá hlýtur þar einnig að hafa verið mikið af skyri og osti, þvi að mysa fæst þegar búinn er til ostur, og sýra að líkindum helzt þegar búið er til skyr. En hvernig stendur á því, að skyr, sem er svo mjúkt í sjer, og heldur sjer svo illa, skuli hafa geymst allan þennan tíma í jörðu, án þess að eyðast með öllu ? Er það i raun og veru hugs- anlegt, að til sjeu í jörðu leifar eptir slíkt efni sem skyr, eptir hjer um bil 900 ár, enda þótt þessar leifar sjeu ekki nema grindin tóm, ef svo mætti segja? Ef skyrið hefði verið grafið niður þarna í rústum Bergþórshvols ásamt öllu því vatni, sem í því var, eða með öðrum orðum eins og það var í upphafi, þá má óhætt fullyrða að ekki hefði orðið vart við minnstu ögn af því, þegar rústirnar voru kannaðar. Vjer megum ekki gleyma því, að hvíta-efnið lá í ösku- lagi, sem auðsjáanlega var fram komið við húsbruna. í moldinni, sem var utan um hvíta efnið í krukkunni nr. 4, og í hvíta efninu sjálfu, hefi jeg fundið mikið af viðarkolamolum eða ögnum, einn af þeim var jafnvel 1 centimeter á lengd og 7 millimeter á breidd. í míkroskópi sá jeg innan um þessa kolamola smáflísar með greini- legri trjegerð þannig, að hvolfin í viðnum sáust greinilega. Mynd- in 9. á spjaldinu II er ljósmynd af einu af þessum stykkjum með greinilegum hvolfum. J>að er stækkað 150 sinnum. Myndin sýnir einnig margar smáflísar af viðarkolum. J>að er því ekki efunarmál að efnið, sem hvíta efnið hefir

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.