Ameríka - 11.02.1874, Page 1
Ameríka.
2. tölublað. 1!. Febrúar. 1874.
UM FERÐINA VESTUR M. FL.
Það er eðlilegt, að þeir sera llytjast vilja til Norð-
ur-Ameríku og Iítið þekkja til ferðarinnar þangaö, setji
fram ýmsar spurningar, sem þeim væri kært að fá svar-
að. Fyrir því skulum vjer, samkvæmt loforði voru f 1.
tölublaðinu, leitast við að gefa þær upplýsingar er vjer
eigum kost á um ferðina vestur ogútbón-
inginn til hennar, og tökum vjer það surapart
eptir fyrirsögn „Den Norsk-Ameríkanske
Dampskibs Linie“ sumpart eptir v e g 1 e i ð s I u,
sem samin er að tilhlutun BEmigrations“-stjó rn-
a r i n n a r f Wisconsin, og sumpart eptir ý m s u m
b r j e f u m frá löndum vorum fyrir vestan haf.
1. Iívað ájeg að flytja með mjer?
Þessu spursmáli er að vísu eigi svo auðvelt að svara;
þvf bæði er, að oss skortir kunnugleik til, hvað þar sje
hentugt af áhöldutn vorum, og svo er það ef til vill,
nokkuð komið undir því, hvar — í hvaða ríki eða fylki
— hver einn ætlar sjer að setjast að, þó vitum vjer, að
hvorki er þægilegt að hafa geysi mikinn farangur með
sjer, sízt á járnbrautunum og hitt, að „Emigrantar* hafa
flutt margt það með sjer, er þeir yðruðust eptir, með því
það var sumt fáanlegt þar vestra við vægara verði, en
þeir gátu fengið fyrir það heima í sfnu landi, og sumt
óhentugt þegar vestur kom og því f engu veröi, svo sem
steðjar, smiðjubelgir, veiðarfæri o. þ. u. 1. En það sem