Ameríka - 11.02.1874, Side 16

Ameríka - 11.02.1874, Side 16
32 einurn vagninum. Var þá þegar sendur sinn maSur f hverja áttína austur og vestur til næstu frjettafleygisstöfcva til aí) láta vita aí> vagnin væri stansa&ur af slysi þessu. — farna var brautin einföld — svo afcrar vagnlestir vöruíust a& renna á hann, en strákur sá, er austur var sendur, nenti ekki ab hlaupa, svo hann kom seinna til frjettalínunnar en önnur vagnlest kom þjótandi a& austan og varð eigi kallað til hans (í kallara) fyrri en of seint, svo hann gat aí> eins minnkafe fartina en ekki stöðvab sig og rendi svo aptan á vagnlest Emigrantanna og braut 2 vagna og kveikti f hinum 3. Margt af Emigröntum hafði lagt sig til svefna, er lestin stansa&i, en er hrópaíi og kallafe var, ab lest kæmi ab austan vöknuðu þeir við ekki góð- an draum. Sumir ruddust út um vagnadyrnar aðrir fleygðu sjer út um gluggana ofan í gróf sem var við hliðina á brautinni, surair vorn inni er vagnin rakst á, og dóu af slysi þessu þá þegar 6 menn: norsk eða þýzk kona og barn hennar; sænsk- ur maður missti þar konu sína og 2 börn, en hinn 6. var ensk- ur maður. Margir meiddust meira og minna, og þar á meðal nokkrir Islendingar, sem þó voru allir grónir sára sinna í októ ber og margir fyrri, og allir fengu þeir ríflega bættan skaða sinn : — meiðsli, vinnumissir og læknishjálp — fyrir tillögur Páls þorlákssonar, og skulum vjer leyfa oss að taka hjer upp kafla úr brjefi frá áreiðanlegum Islendingi í Milwaukee, dags. 6. októb. f. á. hjerað lútandi: — — »Eptir 8—9 daga voru flestir hin- ir særðu landar grónir sára sinna, nema Eiríkur frá Laugalandi f Eyjafirði, — en hann er nú nær því heill aptur —og Stef- án frá Mjóadal, sem brann dálítið á fæti og batnaði litlu seinna en hinum. Fyrir meiðslið fjekk Stefán 30 doll., Guðmundur faðir hans 20 doll. fyrir vinnutap Stefáns og þeir feðgar báðir sameiginlega 25 doll, fyrir smávegis er þeir misstu, samtals75 doll. Kona Jóns frá Mjóadal meiddist dálítið á höfði. Fyrir það fjekk maður hennar 30 doll. Hallgrímur frá Rútsstöðum fjekk 40 doll. fyrir það, að kona hans meiddist dálítið á læri, og þannig var öllum ríflega borgað, bæði þeim sem meiddust og hinum sem eitthvað misstu af farangursrusli við vagn- slysifc. — —“ (Framh. síðar). — Næsta tölublað — með framh. af „frá Islendingum f Amertku" og lýsing af Nem.Biunsvick — á að koma út eptir miðjan marzm. heil eða hálf örk eptir kringumstæðum og ^ örk aptur eptir að póstur kemur að sunnan í aprílmánuði. Útgefandi: Páll Magnússon. Akureyri 1874, B. ]\1, Stephdnison.

x

Ameríka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ameríka
https://timarit.is/publication/100

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.