Ameríka - 11.02.1874, Blaðsíða 9

Ameríka - 11.02.1874, Blaðsíða 9
25 mikla sal, eru þeir kallaðir saman og Iesinn upp fyrir þeim listi yflr öll brjef, sem eru þá á póststöð hössinns og ef einhver þekkir þar nafn sitt fær hann strax lítinn seðil með No. brjefsins. Með hann fer hann til póstaf- greiðslu þjónsins, og fær brjef sitt þegar í stað. Yilji maður senda brjef — hvort sem er um heiminn — er þvf veitt móttaka á póststöð hóssins og þaðan sjeð fyrir að það komist skilvíslega Ieið sína. þegar hin miklu Atlantshafs-flutningsskip koma á höfnina, eru vesturfarar og dót þeirra fluttir í land á gufubátum og þegar vísað inn í hinn mikla kringlótta sal. Við innganginn standa þjónar er tala rjett að segja öll tungumál. Menn þessir hleypa að eins einum manni inn í senn jafnótt og þeir hafa skrifað nafn hans, hvaðan hann er og hvar hann ætlar að setjast að. Þegar svo skrá þessari er lobið, eru menn eptir röð kallaðir að pólti „the Bookers“, þ. e. Járnbrautar-agentsins, sem þá spyr enn hvern einn, hvar hann vilji nema staðar og fær svo hverjum prentaðan seðil með tölu þeirra járnbrautar- farbrjefa, er hann þarf á að halda og er verð hvers þeirra ákvcðið í ameríkönskum peningum. Með seðil þenna fer innflytjandinn til gjaldkera járnbrautarinnar, sem situr við púlt skamt irá „the Booker“, og þar fær hann sín járnbrautar-farbrjef og borgar þau. I hinum mikla sal, gagnvart gjaldkeranum er púlt manns þess (Vexellerens), sem settur er til að víxla peningum vestuifara í innlenda mynt. Þar fær maður peningavíxli allt eins billega og í hverjutn öðrum stað í Norðurálfunni, en dálítill munur er á milligjöfinni; stundum er hún lítil stundum svo dreg- ur og fer það eptir verðlagi á peningum ýmsra ríkja, en ætíð eru peningavíxlin prettalaus hjer og áreiðenleg, og því er vesturföruin ráðlegast að víxla peningum sínum í þessu húsi fremur en í öðrum vfxl-húsum, sem gjefasí mjög niisjöfn í ýmsum löndum. Sömuleiðis verða menn að gjalga varhuga við, að kaupa járnbrautar-farbrjef að öðrum, og það því heldur sem þau eru boðin fyrir lægra verð; þvf f New-York og öllum þeim bæum, sem inn- flytjendur koma fyrst til í Ameríku, eru menn sem bein-

x

Ameríka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ameríka
https://timarit.is/publication/100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.