Ameríka - 11.02.1874, Side 12

Ameríka - 11.02.1874, Side 12
28 brjeí er að ræða, en fara sjálfur heldur íil bankans, eða sem bezt er, fá peningum sínum víxlað f „Castle Garden“ eða hjá nafnkunnum víxlkaupmönnum t. a. m. Me. Clure í Milwaukee, Ferd. Winslow í Chicago og fl. slíkum hús- uin“. sMenn sem enga fasta ákvörðun hafa, en ætla að cins að leita sjer góðrar atvirmu, ættu helzt að sæta at- vinnu þar sem hún fyrst býðst þeim, þótt launin sjeu ekki há, og þó mönnum ókenndum og nýkomnum þyki laun- in lægri en sagt hefir verið, má enginn kippa sjer upp við það í fyrstu. Hver einn verður að gæta þess, að liann er ókunnugur háttum landsins, málinu og vinnunni og má því eigi búast við háu kaupi fyrst í stað. Fái hann Ijetta vinnu og góðan húsbónda, þó launin sjeu Iág, ætti hann að vera þar kyrr þar til hann kynnist svo, að hann sjálfur getur leitað sjer betri atvinnu og mun hann þá reyna, að ekki er skrumað eða ofsagt af erfiðislaun- unum í Ameríku. #Ungir menn og ungar konur ættu helzt að Ieita sjer atvinnu hjá innfæddum ameríkumönnum; þvf bæði er það, að meðal ýmsra aðkominna þjóða eru fleiri svikarar og svo læra þeir þar fljótar bæði málið og vinnuna og hvort- tveggja rjettara en hjá aðkomnum mönnum þó Iengi hafi dvalið þar“. „Yfir höfuð ættu allir nýkomnir fremur að velja, að koma sjer í vinnu út á landinu hjá bændum en í stór- bæjum; því bæði er þar ódýrara að lifa, vissara að fá at- vinnu og — það sem mikils er um vert fyrir alla unga og óráðna, — langtum færri freistingar af ýmsu tagi cn í stórstöðunum“. „Fátækir menn sem ekki hafa ráð til að komast til Ameríku, en hafa mörg börn, ættu helzt að fara á und- an með 1 eða 2 elztu börnin; því eptir 1 eða mest 2 ár geta þeir (sjeu þeir reglusamir atorkumenn) ekki ein- asta haft ráð til að ná konunni og því sem eptir var af börnunum til sín, heldur haft notalegt heimili fyrirbúið handa hyski sínu“. „Fátækur maður sem á mörg börn er ríkari í Ameríku, en sá sem á marga peninga; því

x

Ameríka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ameríka
https://timarit.is/publication/100

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.