Ameríka - 11.02.1874, Síða 8
24
tökuhósinu. Emigrantar þeir, sem leyst hafa farbrjef fyr-
ir alla leiöina upp í landið til þess staðar, sem þeir
ætla sjer til, hjá agentum Norsku línunnar, Beru þegar
fluttir á hinum beztu járnbrautum“ — segir fjelgið — „og
liafa ór því engar aðrar ótgiftir, hvorki í New-York nje
á járnbrautarstöðvunum, en að kaupa mat til ferðarinnar
á járnbrautinni. Þýðandi fylgir þeim og alla leið upp f
landið, sem á að vera þeim til aðstoðar og leiðbeiningar“.
-------rÞareð fjelaginu er mjög hugarhaldið, að Emi-
gröntum líði sem bezt á leiðinni og hefir ásett sjer að
spara ekkert lje til þess, eða fyrirhöfn, óskar það að fá
skýrslu frá hverjum flokki um það, er þeim kynni virð-
ast að skorti á, að þessu augnamiði þess væri fullnægt,
til þess aö geta sjeð við því eptirleiðis.“
7. „CASTLE GARDEN“: Svo nefnist móttöku-
hós Vesturfara í New-York, — stendur á odda
hinnar þríhyrntu eyjar, sem borgin New-York er byggð
á. Hós þetta, hið mikla var, í öndverðu varnarvíg-
iskastali borgarinnar. Rað var byggt 1807 og nefnt
„Castle CIinton“ eptir hinum fyrsta þjóðveldis-
forseta í New-York. Bygging þessi er afar mikil,
sein nærri má geta; því hversu margir innflytjendur
sem koma þar í einu — þótt þósundum skipti —■
skoitir þar aldrei róm fyrir þá. Hin mikli kringlótti sal-
ur, sem innflytjendum er fyrst vísað inn f, var sá eini
salur í allri New-York, sem þótti nógu stór, þá er Jenny
Lind, söngkonan mikla, kom þangað fyrsta skipti til að
skemta innbóum Nýu-Jórvíkur með hinum undur fagra
söng sínum, og|er þetta vottur uin salsins geysi miklu stærð.
í byggingu þessari er sjeð um að vesturfara vanti
ekkert, er þeir þurfa á að halda. þar er mergð svefn-
herbergja, borðsalir miklir, baðherbergi og sjerstök her-
bergi handa innflytjendum til að bjóða þeim inn f, er
hafa erindi við þá. Þar eru ritáhöld Öll og mcnn til
settir, er rita ýms tungumál, er rita brjef fyrir þá, er
eigi kunna sjálfir að skrifa. Strax og innflytjenda flokk-
ur, frá hverju flutningsskipi fyrir sig, kemur inn í hinn