Ameríka - 26.03.1874, Side 1

Ameríka - 26.03.1874, Side 1
Ameríka. 3. ttilublað. 26. Marz. 1874. NEW-BRUNSWICK. New-Brunswick er eitt af sambandsríkjuuum í Can- ada og þvf eitt af iöndum Breta í Norður-Ameríku. Fylki þetta hefur sína eigin stjórn í öllum innbirðismálum, en stendur að öðruleyti undir sambandsstjórninni í Canada (sjá 1. tölubl). Að því liggja lönd þessi: Quebec, Nýa-Skotland og Maine, (eitt af Bandaríkjunum) og þv£ er það næst Norðurálfunni, — að Nýa-Skotlandi undan skildu, — af öllum byggðum löndum á meiginlandi Ameríku. Það er næstum eins stórt og f Englands. Það er 210 mílur1 enskar að lengd og 180 mílur á breidd; en strendur þess eru 500 mtlur að lengd, enda er það mjögvogskor- ið og skerast víða inn f landið breiðir firðir og flóar. Ár eru þar mjög margar og fjöldi þeirra skipgengar. Landið er sumpart flatt og öldumyndað, sumpart mcð breiðum dölum og lágum hálsum. Norðausturströndin frá Chaleur-vík og allt að takmörk- um. Nýa-Skotlands — 200 mílur — er að kalla ein öldu- mynduð sijetta; þvf þar er valla nokkur hæð eða háls, er hærri sje frá sjávarmáli en 300 fet. Umhverfis Fundy- fjörð og fljótið St. John (frmb. Sant ðsjonn) er dálítið hálendi. En á takmörkum New-Brunswick og Quebec mætii helzt kalla fjalllendi; því þar eru hólar, heiðar og hálsar nokkrir, sem eru 5 til 8 hundruð fet á hæð frá sjávarmáli. Uppá hæðum þessum og hálsum er sagt gott 1. í ritgjörb þessari eru allstaðsr ueintar enskar míiur. 3

x

Ameríka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ameríka
https://timarit.is/publication/100

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.