Alþýðublaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 1
ftMWWWWWWWMWWMWlWWWWWWWWWWWWWWMWWWHWWWWWW 41. tbl. — Sunnudagur 6. marz 1960 — 54. tbl UM og eftir síðustu helgi var afli íslenzku tog aranna heldur betri en undanfarnar vikur og með Skársta móti frá áramót- um. Togararnir voru allir að veiðum á heimamiðum. Leiðarinn / dag: Skemmd- ar starf- komm- únista VOLKS Sd fyrsti fer annað kvöld! Enginn togari seldi bó afla sinn á erlendum markaði í vik- unni sem leið, en tveir munu selja erlendis á morgun: Geir í Bretlandi og Þorsteinn þorska bítur í Þýzkalandi. Þá lagði Keilir af stað áleiðis til Þýzka- lands í gærmorgun og mun selja þar afla sinn á fimmtu- daginn. 930 LESTIR TIL REYKJAVÍKUR. Sex togarar lönduðu í Rvík í síðustu viku, samtals um 930 lestum. Jón forseti landaði á mánudaginn 150 lestum og sama dag landaði Skúli Magn- ússon 140 lestum. Á þriðjudag- inn landaði Þormóður goði 160 lestum og daginn eftir Þor- steinn Ingólfsson 180 lestum. í fyrradag landaði Úranus 101 lest og einnig Hallveig Fróða- dóttir 198 lestum. Mun það vera mesti afli, sem íslenzkur togari hefur fengið í veiðlferð það sem af er þessu ári. Engar landanir voru nú um helvina en í vikunni er von á nokkrum togurum. HÉR er hann! Eitt stykki Volkswagen. Sá fyrsti sem dregið er um hjá HAB. Þú getur eignast hann, ef þú gefur sjálfum þér tækifæri til að vera heppinn. SIMAÞJONUSIA! í FYRSTA skipti í sögu happdrættis á f slandi geturðu fei%ið miðann þinn sendan heim. Aðeins að hringja til okkar og málið er leyst. — Afgreiðsla A1‘ þýðublaðsins er opin til kl. 10 í kvöld, sérstakiega fyrir þá, sem ekki hafa síma en eiga leið um miðbæinn. WWWWWWWMWMMWWWWWWWIWMtMWMHIIWWMMMWMmVWWWWMWMMMMWWM Afli farinn að glæðast KEFLAVIK, 5. marz. — Afli hefur yfirleitt verið mjög lé- legur að undanförnu. í gær var afiinn hins vegar með betra móti, eða frá 7 til 10—11 tonn á línu almennt. 14 bátar héðan eru komnir með net. Var afli þeirra mjög lélegur í gær. í dag erú allir bátar á sjó. Akranesi. — Afli hefur ver- ið mjög misjafn undanfarið og er yfirleitt heldur tregur í net enn þá. í gær bárust á land 136 tonn af 15 bátum. Mestur afli í net var 15Vz tonn hjá Sigurði, en aflahæst- ur af línubátum var Ásbjörn með 13Vá tonn. Þá kom Sigurvon að landi í gær eftir tveggja daga útivist. Var hún með tæpar 30 lestir. Vestmannaeyjum. — Afli var yfirleitt tregur í gær, allt niður í lítið sem ekki neitt, enda var leiðindaveður. í dag er bylur. — Páll. Þá er jboð tízkan „EN HVAÐ augun í þér eru stór“, sagði Rauðhetta. Hún var að t'ala við úlfinn í ævintýrinu, og úlfurinn var búinn að gleypa ömmuna og kominn upp í rúmið hennar með nátthúfu á höfðinu. Þetta er reyndar ekki úlfurinn hérna á myndinni. En „nátthúfunja" kallaði tízkuteiknarinn hatt- inn, sem stúlkan er með — og er það bara mátulegt á höf- uðfatið. 1000 hlaða- menn í Róm ÍTALSKA Olympíunefnd- in tilkynnti um mánaða- mótin, að hún hefði veitt tæplega eitt þúsund blaða mönnum frá 656 blöðum og tímaritum aðgangskort að XVII. Olympíuleik- unum, sem hefjast í Róma borg 25. ágúst n. k. RANNSÓKNARLÖGREGL- AN hefur nýlega upplýst all- mörg innbrot og þjófnaði, sem framdir hafa verið í vetur og fyrravetur. Kom í ljós, að söku- dólgarnir eru sjö piltar á aldr- inum 16 til 18 ára. Aðeins einn þessara pilta hefur áður komið við sögu lög- reglunnar, þeir eru allir í fastri vinnu og ekkert innbrot- ið var framið í ölvímu. Sá at- hafnasamasti piltanna hefur + Vvó++ í 1 innV\rn+iiw\ ííIIsí

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.