Alþýðublaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 14
Leika Krisi... Framhald af 16. síðu- verkið, eftir hlutverki Krists. En ungfrú Dengg er viss um að þetta tekst vel. „Orðin, sem ég verð að læra og fara með veita mér öryggi og frið!“ Hans Schweighofer, 39 ára, fer með hlutverk Júdasar eins og fyrir tíu árum. „Allir í þorpinu þekkja mig, en bændurnir í sveitunum í kring horfa á mig og hrista höfuðið og segja: — Þarna er hann! Þeir eru Iitlir vinir Júdasar“. .Tohann Lang segir að allir leikendurnir undirbúi sig rækilega fyrir leikana, fyrst og fremst með bví að lesa biblíuna og biðjast fyrir. „Hinn andlegi undirbúningur er iafnmikils virði og að læra hlutverkin utanbókar“. Dokforsrifgerð Framhald af 16. síðu. Þeir, sem aðstoða við slík svik eru einnig saknæmir, World- Telegram and Sun skýrir svo frá. að einr. af starfsmönnum blaðsins. Alex Benson hafi tekið lokapróf fvrir stúdent við Columbiaháskólann og þevið fvr'r 40 dollara. Alex Benson segist eitt sinn háfa skrifað doktorsritgerð f'iTÍr nemanda í sálarfræði við Yesh'va-háskólann og fengið fvrir 350 dollara, og hann kvaðst, vitq um mann, sem fengið hefði 1250 dollara fyr- ir að skrifa ritgerð fyrir doktorsefni. Marsir háskólakennarar í Banda’-íkiunum hafa látið í liós bað álit að varla geti ver- ið um víðlæk svik í bessu sam barói sð ræða. Bent er á. að sfórk'ntar. vinna að rit- g°'-ðum °+arfi náinni sam- vinnu T.ið n’óf°asoranp. og ræði . vi ðfangsefnið oft á tíð- um v'ð V>á. Auk bess verða að skila fullkom- inn; ViAVpskrá oa off vnrða bni’’ °ð nrpT’cyaVrifo ritcf°rðina 0?'”- o" f-oVir, gild. 7-).- ao»-.,Toi Belkin vektor Vpshiva-háskólanc segir að xro'-o mpoi Rononn Vi gf { qTrrffpft rípWo^ritcfarð fvrir p r.'-t rowonrlq Pri hqT yo-.r'í'v có oVVí ópcft ritffpfn vori^ foVirt piM o<? okki .qvnvq víst hnn hafi roVVurv, verið lögð fyrir rá^f^p^ðifl^ilfÍTna. Konfekf Framhald af 16. síðu. inn, en eftirlitsmaðurinn skoð aði jafnóðum eins rnikið og hann komst yfir. í lok vinnu- dags voru úrslitin tilkynnt: — Enginn ormur hafði sloppið við tengurnar að þessu sinni, og stúlkurnar fengu sitt kon- fekt. Þetta sýnir, hyað gera má, ef tekst að vekja áhuga fólksins, og mætti vel hugsa sér að nota slíkt kerfi með nokkrum breytingum, og yrði þá að setja peninga í stiað kon- fekts. Um helgina Framhald af 4. síðu. lega byggingaáætlun og láta hinar nauðsynlegustu opin- beru byggingar ganga fyrri, þannig að önnur skrifstofuhús bíði, ef þess er þörf. Með slíkri áætlun mætti líka veita byggingastéttunum fullvissu, jafnvel tryggingu fyrir því, að nægileg vinna verði í bygg- ingaiðnaðinum, innan þess ramma sem efnahagur þjóðar innar þolir. Full atvinna gengur að sjálf sögðu fyrir öðru, ög vissulega mun ekki verða þörf á opin- berum byggmgum til að forða atvinnuleysi. Hitt er þá eftir: Svipur os sómi lýðveldisins. Það er lítil reisn yfir þeim fyrirætlunum ríkistsjórnar- innar að byggia ofan á Arnar- hvol, og allar líkur á að snot- urt hús verði bar með eyðilagt að útliti. Meiri mannsbragur væri að byrja á stórri stjórnar ráðsbyggingu við Lækjargötu og binda endi á þá eymd, að ríkið sé leiguliði einstaklinga um allan bæ. Það ástand, sem ríkt hefur í þessum málum, gefur mjög til kynna, að hér séu einstakl- ingarnir ríkir en ríkið fátækt, einstaklingar og félög lifi á heildinni eins og mistilteinn á lauflausu tré. Þjóðinni mun aldrei farnast vel, nema ríkis- heildin, lýðveldið sem samein- ar landsmenn alla, beri sterk- an framfarasvip — og sé sterkt og heilbrigt. Framhald af 13. síðu. þar. Hefði þeim þó verið nær að standa fast á réttlátum kröfum skólans um samastað í Þjóðleikhúskjallaranum, sem er og verður eign ríkis- ins. Þjóðleikhúskjallarinn er jafn góður ef ekki betri en Lido fyrir starfsemi skólans. Hljóta menn því að ætla að annarleg sjónarmið ráði snar- snúningi skólastjóra og skóla- nefndar í þessu mál. Höfundur þessa greinar- korns telur ekki koma til mála að eyða tæpum milljóna tug í kaup á Lido þar sem ríkið á ágætis húsnæði fyrir Matsveina- og veitingaþjóna- skólann í Þjóðleikhúskjallar- anum. Verði það hins vegar gert sýnist það einungis gert til þess að hlaupa undir bagga með áhrifamiklum fjármála- manni, sem er í vandræðum með kapital í gistihússbygg- ingu. Það yrði ráðdeildarlaus sóun á almannafé, sem sú rík- isstjórn getur ekki staðið fyr- ir er heimtar nú allsherjar sparnað af almenningi. Það er von mín og ósk að mennta- málaráðherra komi í veg fyr- ir kaupin á Lido en afhendi Matsveina- og veitingaþjóna- skólanum veitingasalina í Þjóðleikhúskjallaranum. V. 14 6. marz 1960 — Alþýðuþlaðið Veðrið: NA gola eða kaldi; léttskýjað. Slysavarðstofan er opin all an sólarhringinn. Læknavörð ur LR fyrri vitjanir er á sama stað frá kl. 18—8. Sími 15030. o----------------------o Gengið: 1 sterlingspund .... 106,84 1 Bandaríkjadollar . 38,10 100 danskar krónur 550,95 o—---------------------o Þ E S S I unga stúlka er þegar farin-að hugsa um sól- gleraugnatízkuna fyrir sum- arið. Gleraugun eru mjög viðamikil. Ein eru eins og fiðrildi í laginu, önnur eru sett steinum og perlum. -o- Dagskrá N.-D. Alþingis á morgun: 1. Einkasala ríkis- ins á tóbaki. 2. Fyrningar- afskriftir. -o- I Átthagafélag Strandamanna hefur kvöldkaffi í Skáta- heimilinu sunnudaginn 6. marz kl. 8 sd. Öllu eldra fólki í Rvík, Hafnarfirði og ná- grenni ættuðu úr Stranda- sýslu er boðið. Loftleiðir h.f.: Edda er vænt- anleg kl. 7,15 frá New York. Fer til Oslo, Gautaborgar, Kmh. og Ham- borgar kl. 8,45. Leiguflugvélin er væntanleg 19 00 frá Amsterdam og Glasgow. Fer til New York kl. 20.30. Þriðjudaginn 8. marz, á 50 árá afmæli alþjóða baráttudags kvenna, efna Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna til almenns fundar í Framsóknarhúsinu við Fríkirkjuveg. Þar flytur erindi sænska vísindakonan Ondrea Andreen, med. dr., en hún er heimskunn fyrir störf sín í réttinda- og menningar málum kvenna og varafor- maður Alþjóðasambands lýð- ræðissinnaðra kvenna, einnig á hún sæti í Heimsfriðarráð- inu. Á fundinum flytur Ása Ottesen ávarp, en Aðalbjörg Sigurðardóttir flytur ræðu. Einnig syngur Þuríður Páls- dóttir einsöng með undirleik Jórunnar Viðar. Allir eru vel komnir á fundinn, sem hefst kl. 8V2 síðd. -o- ÆSKULÝÐSRÁÐ RVÍKUR: Tómstunda- og félagsiðja — sunnudaginn 6. marz 1960: Lindargata 50: Kl. 10.30 f.h. Sunnudaga- skóli Hallgrímskirkju. Austurbæ jarskóli: Kl. 4,00 e. h. Kvikmynda- klúbbur. Skátaheimilið: KI. 8,00 e. h. Dansklúbbur æskufólks (13-16 ára). Tómstunda- og félagsiðja — mánuðaginn 7. marz 1960: Lindargata 50: Kl. 7,30 e. h. Ljósmynda- iðja. kl. 7,30 e. h. Bast- og íágvinna. ÍR-húsið: Kl. 7,30 e.h. Bast- og tága- vinna. Háagerðisskóli: Kl. 8,00 e.h. Bast og tága- vinna. Laugardalur: (íþróttahúsn.) Kl. 5,15, 7,00 og 8,00 e.h. Sjóvinna. V í kingsheimilið: Kl. 7,30 e. h. Taflklúbbur. ★ FYRIR NOKKRU kom út 1. hefti 9. árgangs af tímaritinu Úrval. Ritstjóraskipti hafa orðið við blaðið. Af starfinu hefur látið Gísli’ Ólafsson eftir 18 ára ritstjórn, en við tekur Bárður Jakobsson. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á ritinu, m. a. litprentuð kápusíða. Úrval er g.efið út í Reykjavík, prentað í Steindórsprent h.f. Efnisyfirlit ritsins að þessu sinni er eftirfarandi: Hver fann Ameríku? Fituneyzla og kransæðastífla. Ein- vígi við anakondu. Ég get ekki lifað í hjónaþandi. Bréf frá Benjamín Franklin. Er procain vörn gegn ellihrörnun. — Snjómaðurinn andstyggilegi. Sólskin í Kænugarði. Fjórar dyggðir — smásaga. Hófsemi. Amgur. Börn, sem enginn vill eiga. Um galdra og heilabrot. ísland á erlendum vett- vangi. Fingrafarafíflið. Meiðyrðamál prinsessunnar. Nú er það svart. Aðvenfistar og krabbamein. Sagan: í fjör- brotum. Krossgáta. Verkakvennafél. Framsókn. Konur, fjölmennið á aðal- fundinn í-Iðnó nk. sunnudag kl. 2 sd. -o- Hafnarfjörður: Verkakvennafélagið Fram- tíðin heldur aðalfund í Al- þýðuhúsinu mánudaginn 7. marz kl. 8.30 sd. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. -o- j Kvenfélag Bústaðasóknar: Námskeið í bastvinnu hefst miðvikud. 9. þ. m. kl 8 sd. í Háagerðisskóla. Þátttakendur gefi sig fram í síma 34270. -o- Minnist málleysingjanna. ’ í kuldatíð ber sérstaklega að hafa hugfastar þarfir fugl anna og heimilislausa kattar- ins. — Dýraverndunarfélagið. -o- Góðir Reykvíkingar! Munið endurnar á Tjörn- inni. Fleygið aldrei gömlu brauði — nema til þeirra. Dýraverndunarfélagið. -o- Sunúudagur 6. marz: 8.03 Fjörug mús- ík fyrsta hálftíma vikunnar: Lúðra- sveit Hafnarfjarð ar leiikur; Albert Klahn stjórnar. - 9,20 Vikan fram- undan. 9,35 Morg untónleikar. 11.00 Æskulýðsmessa í kapellu háskólans (Prestur: Séra Ól- afur Skúlason. —• 13.15 Erindi: Um heimspekr Alfred North Whiteheads; I. (Gunnar Ragnarsson magist- er í heimspeki). 14.00 Miðdeg istónleikar. 15.30 Kaffitíminn — 16.25 Endurtekið efni: — Spurt og spjallað" um dóm framtíðarinnar yfir nútíman- um. 17.30 Barnatími. 18.30 Þetta vil ég heyra. 20.20 Ein- söngur: Emmy Loose syngur lög eftir Schumann, Brahms, Hugo Wolf og Richard Strauss. 20.35 Raddir skálda: Ljóð og sögukaflar eftir Hann es Sigfússon.^ Höfundurinn, Elías Mar og Ólafur Jóh. Sig- urðsson flytja. 21.20 Nefndu lagið. 22.05 aDnslög. — 23.30 Dagsikrárlok. Mánudagur 7. marz: 13.15 Búnaðarþáttur: Gísli Kristjánsson ritstj. ræðir við Pétur Pétursson bónda á Höllustöðum í Blöndudal. — 18.30 Framburðarkennsla í dönsku. 20.30 Hljómsveit Rík isútvarpsins leikur. Stjórn- andi: Hans Antolitsch. 21.00 Vettvangur raunvísindanna: Frá tilraunabúinu í Laugar- dælum (Örnólfur Thorlacius fl. kand.). 21.25 Einsöngur: Bernhard Sönnerstedt syngur lög eftir Emil Sjögren; Stig Westerberg leikur undir. — 21.40 Um daginn og veginn (Jón Leifs tónskáld). 22.00 Fréttir. 22.20 íslenzkt mál. — 22.35 Kammertónleikar. — 23.10 Dagskrárlok. -o- LAUSN HEILABRJÓTS: Með því að fara í rúmið, áður en dimmt er orðið . . . t. d. síðdegis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.