Alþýðublaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 16
Irmgard Dengg Hans Schweighofer rriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Tæki, sem sfarfar fyrfr lungu og hjarfa. BOSTON, feb. (UPI). — Bandarískir læknar hafa framkvæmt uppskurði með aðstoð tækis, sem gegnir hæði lungna- og hjartastarf- seminni. Fyrri tæki hafa get- að komið í staðinn fyrir hjartað við uppskurði, en ald- rei fyrr hefur tekizt að láta eitt tæki sameina þetta tvennt. Verður tæki þetta mikilsvirði við ýmsa upp- skurði við lungnakrabba. Þetta nýja tæki kostar um 3000 dollara og er það lall- miklu ódýrara en önnur sam- svarandi tæki hafa kostað. Læknar telja, að 15 prós- ent af lungnakrabba orsaki stíflu í lunganu, sem varni því að loft komizt í þau, en með þessu tæki er mögulegt að stöðva lungnastarfsemina í hálfa aðra klukkustund. OBERAMMERGAU. — Hár- kollur, fölsk skegg og andlits- förðun er bannað í sambandi við píslarsöguleikana í Ober- 'ammergau. Leikararnir verða að koma fram eins og þeir eru án allra . hjálparmeðala og tilfinningar þeirra verða að vera ekta. Aðeins vel kristið fólk og kaþólskt fær að fara 'þar með hlutverk. íbúarnir í Oberammergau fara með öll hlutverkin í þessum heims- frægu píslarleikjum, þar sem pína og krossfesting Jesú Krists, dauði hans og upprisa er færð á svið. í heilt ár hefur þriðjungur kalmanna í Oberammergau ekki látið skera hár sitt né skegg. Grænmetissalinn, póst- urinn og slátrarinn ganga með sítt skegg og flaksandi hár, sem er í skoplegri mótsögn við hinar sérkennilegu stutthux- ur úr leðri, sem Bavaríumenn klæðast gjarnan. Flutningur píslarleikjanna tíunda hvert ár, er uppfyll- ing á heiti, sem þorpsbúar gáfu árið 1633. 1633 kom plágan til Ober- ammergau og 84 þorpsbúar höfðu látist úr henni, er þorps ráðið gerði það heit, „að leika hvert 10. ár sjónleik byggðaná þjáningum og dauða frelsar- ans, ef Guð léttir af oss hinni ægilegu plágu“. Eftir dóu ekki fleiri. Píslarleikarnir eru leiknir á degi hverjum frá því í maí þar til í septemberlok. Anton Preisinger, 47 ára hóteleigandi og fjögurra barna faðir, fer með hlutverk Krists á þessu ári í annað sinn. Hann fer oft einförum og biðst fyrir. „Þegar ég er einn uppi á fjöllum reyni ég að hugsa mér hvernig Kristi hafi verið innanbrjósts og hvernig ég eigi að leika hann, í kvöl, angist, af djúpri mann- úð“, segir Preisinger. „Ég held að enginn hafi nokkurn tíma verið sannari en Kristur í Gethsemane. Það er erfið- asta senan í píslarleikunum“. 21 árs hraðritari, Irmgard Dengg, fer með hlutverk Maríu Guðsmóður. Hún lief- ur ekki leikið í píslarleikun- Konfekt ORMUR í fiski veldur frysti húsamönnum sífelldum á- hyggjum. Eftir því sem frá er skýrt í fréttabréfi Sjávaraf- urðadeildar SÍS segir, gengur illa að fá ormatíningu til að vera fullkomna, og þar af leið- andi eru alltof fá frystihús með Rússlandsrækan fisk, en Rússlandsfiskur verður að vera algerlega ormaliaus. um fyrr. Johann Lang, stjórn- andi leikanna segir að hluí- verk hennar sé erfiðstað hlut- Framhald á 14. síðu. Hægt aö kaupa BANDARISKA stórblaðið New York Times skýrir frá því, að hafin sé rannsókn á því í Bandaríkjunum hvort nokkuð sé hæft í þeim stað- hæfingum ýmissa blaða, að hægt sé að kaupa doktorsrit- gerðir, ritgerðir við æðri skóla og önnur prófgögn hjá vissum aðllum. Sagt er að margir stúdentar hafi greitt allt að 3000 dollurum fyrir veigamiklar ritgerðir, sem þeir áttu að skila við lokapróf en algengt sé að borga 50— 500 dollara fyrir styttri rit- gerðir. Þá hefur því einnig verlð haldið fram, að hægt sé að fá menn til þess að taka próf fyrir nemendur, sem hræddir eru um að falla á prófi. Það var bandaríska blaðið The New York World-Tele- gram and Sun, sem fyrst hóf máls á þessari starfsemi og benti á tiltekin atriði máli sínu tíl stuðnings. Sex menn hafa þegar verið yfirhevrðir í sambandi við málið. Ef menn verða sannir að því að hafa krækt sér í háskólagráðu á ólöglegan máta getur það varðað allt að þriggja ára fangelsi og 500 dollara sekt. Framhald á 14. síðu. og ormar í fiski Nýlega kom einn eftirlits- mannanna í eitt af minni frystihúsum landsins. Við fyrstu skoðun kom í Ijós, jað allt of margur ormurinn slapp við að verða klipinn með töng um og dreginn úr fylgsni sínu. Eftirlitsmaðurinn eggjaði nú mjög stúlkurnar, sem leituðu ormana, og næstu daga fund- ust hcldur færri ojmar við skoðun. Á fjórða degi fékk eft irlitsmaðurinn verkstjórann til að reyna nýja aðferð: Heit- ið var verðlaunum, konfekt- kassa ef enginn ormur fyndist, súkkulaðipakka ef ekki fynd- ust fleiri en tveir og opalpakka ef ekki fyndust fleiri en fjórir. Stúlkurnar kepptust nú við að snyrta og tína allan dag- Framhald á 14. síðu. SNÆRj j! TRÉÐ er nakið og snær j; !; yfir öllu. — Þetta er þó ’í ;! ekki á íslandi, heldúr í j; !! Danmörku. Það er verið ; [ j; að ryðja veginn og menn- !; ;! irnir hafa gert lilé á verk- j J !j inu og bíða meðan blaða- ;! j! ljósmyndarinn smellir af. j; HMWIHHHIWWWmmHH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.