Alþýðublaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 2
Ötgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. j — Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Grörtdal. — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. | — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906 — Að- etfur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. —» | Áskriftargjald: kr. 35,00 á mánuði. Skemmdarstarf kommúnista ÞAÐ leynir sér ekki af skrifum Þjóðviljans, að kommúnistar eru staðráðnir í að gera allt, er þeir geta til þess að eyðileggja efnahagsráðstafanir rík- isstjórnarinnar. Markmið kommúnista er greini- lega það, að skipulegga verkföll og almennar kaup hækkanir, er eyðileggja mundu á svipstundu árang ur efnahagsráðstafanapna. Að vísu eru kommúnist ar nú hræddari við verkföll en nokkru sinni fyrr, þar eð þeir vita, að menn eru lítið spenntir fyrir verkföllum. Er því alveg óvíst enn hversu snemma | þeir munu treysta sér til þess að efna til pólitískra verkfalla en markmiðið með áróðursskrifum þeirra gegn ráðstöfunum stjórnarinnar dylst ekki. Fróðlegt er að bera viðbrögð kommúnista nú og vorið 1958 saman. Lögin um Útflutningssjóð voru sett vorið 1958 og varþá m. a. lögfest 55% yfir færslugjaldið. Kjaraskerðingin af völdum þeirra ráðstafana var þá m. a. meiri en verður af gengis- breytingunni nú. En hver voru viðbrögð kommún ista? Jú, þeir mæltu með ráðstöfunum þessum, samþykktu þær á alþingi og í ríkisstjórn. Og Hanni bal lét 19-mannanefndina samþykkja, að ekki væri ástæða til þess að segja upp samningum verkalýðs félaganna vegna ráðstafana þessara. Þess varð held ur ekki vart, að kommúnistar létu verkalýðsfélög, er þeir stjórnuðu mótmæla kjaraskerðingunni af völdum laganna um Útflutningssjóð. Nei, verka- lýðsfélög kommúnista þögðu, Iðnnemasambandið bagði. Sem sagt, ef kommúnistar fá að vera í ríkis- stjórn eru þeir til með að leggja blessun sína yfir hvers konar kjaraskerðingu en annars munu þeir vinna öll þau skemmdarverk er þeir geta gegn rík- isvaldinu og ekki skirrast við að efna til pólitískra verkfalla. Hafnarfjörður! Hafnarfjörður! Slysavarnadeiídin HRAUNPRÝÐI iheldur fund í Sjálfstæðishúsinu, þriðjudaginn 8. marz 'kl. 8,30 e. h. Venjuleg fundarstörf. — Kosnir verða fulltrúar á 10. landsþing S.V.F.Í. Til skemmtunar: Spilað Bingó — Verðlaun veitt — Kaffidrykkja — Konur fjölmennið. Stjórnin. 6i: marz 1900 »- H a n nes á h o r n i n u ýV Gullforði ísfendinga. 'fo 16,5 milljónir. í öruggri geymslu. ■>ý Margt gerist samtím- is. SJALDAN er minnst á gull- forSa íslendinga. Það var gert í pistli mínum á þriðjudaginn. — Höfð voru eftir ummæli manns nokkurs, sem ræddi um frí- merkjamálið nýkominn frá út- löndum og kvartaðj hann undan því hvernig erlendir menn töl- uðu um misferli hér á-landi. Lét hann þau orð falla, að gaman væri að vita hve oft væri talinn eða veginn gullforði þjóðarinn- ar. Mér skildist, að hann seild- ist svo langt til dæmis vegna þess hversu ástandið væri slæmt hér, en alls ekki vegna þess að honum dytti í hug að væna um misferli þar. EN AF ÞESSU tilefni hef ég fengið bessar upplýsingar: Gull- forði íslendiena nemur 16,5 milljónum króna — og sam- kvæmt gamla genginu. Gullforð- inn er geymdur í öruggustu geymslu, sem til er á Iandinu, — og í hana er ekki hægt að kom- ast nema að fleiri en einn opni. Gulforðinn er nákvæmlega kann aður oft og að mörgum viðstödd um og allt bókað og gengið ör- ugglega frá. Það er því allt í himnalagi með gullforðann og þeir geta verið rólegir, sem ef til vill hafa hrokkið við þegar minnst var á hann hér í pistlin- um. ÞAÐ GERIST margt á sama tíma. Ríkisstjórnin stefnir að því að snúið sé við óheillaþróun verðbólgu og efnahagslegs ó- sjálfstæðis, sem byggst hefur á fölskum og þar af leiðandi svik- ulúm grunni: að lifa á framtíð- inni, eyða um efni fram og sóa þeirri orku, sem við eigum að lifa á langa ævi, — og að her- menn hverfa af landi brott svo að eftir verða aðeins örfáir. _ TÆP TUTTUGU ár eru liðin síðan fyrstu erlendu hermenn- irnir gengu hér á land, að morgni 10. maí 1940. Við mun- um öll þann morgun, en þann dag hófst hin nýja öld fyrir þjóð ina, mikil atvinna, kapphlaupið um lífsgæðin svo að aldrei hef- ur þekkst annað eins hér á landi — og nýir lifnaðarhættir, sem grundvölluðust í raun og veru á öðru en því, sem þjóðin sjálf framleiðir úr skauti náttúrunn- ar. ÞÓ ER það þegar til lengdar lætur sá eini grundvöllur, sem hægt -er að byggja á. Það væri rangt að halda því fram, að sáf gróði, sem fengist hefur á þess- um tuttugu árum ,hafi allur far- ið í beina eyðslu. Við höfuru byggt upp landið, undirbúið ræktun þess og hafið hana, lagt vegi, byggt brýr, keypt vélar, skip og framleiðslugögn. Land- ið er annað og þjóðin önnur en hún var. Við höfum notað tím- ann og tímana vel og ekki til- tökumál þó að ýmislegt hafi far- ið í súginn. VIÐ GETUM sagt að hágengis- tímanum sé að ljúka. Við tök- um nú, eftir hann, svo að segja við nýju landi. Við erum undir, það búin, við erum undir þafS búin að geta lifað á landinu og gæðum þess með þeim tækjum, sem við höfum fengið í hendura1 ar. Breytingin er aðeins í því fólgin, að við verðum að leggja meira að okkur en áður. Hver o@ einn verður að leggja fram alla sína krafta við störfin — og all- ir verða að skilja það, að öflun' verðmætanna úr skauti náttúr- unnar takmarkar okkur lífsgæð- in. 1 Kommúnisfar stjórna ekki Vélstjórafél. SÚ missögn slæddist í fregn blaðsins í fyrradag, að komm< únistar stjórnuðu Vélstjórafé" lagi Vestmannaeyja. Þcir ráða f élaginu ekki, a. m. k. ekkl einir. Hins vegar stjórna þeié Sjómannafélaginu Jötni í Vestx mannaeyjum. Atkvæðagreiðslunni um vinnustöðvun vegna fiskverðs« samningana lauk í gærkvöldi. I Þáð er þó munur að Iosna við f>vottinn,ég sesidl hann í j Borgar| H' HRINGSÐ PANTIÐ V I Ð SÆKJUM SENÐUM Borgartúni 3. — Sími 17260 — 17261 — 18350. a 5 lllllll IIIIIII lllllllll III111111111111111IIIIII llllllllllllll IIIIII llllll IIIIIIIIIII1111IIIIII llllllllllllllllaiiii iil || lllllll IIIIIIIIIII tlllllllll IIIII lllllllllllll IIIIIII lllllllllfltlIIIllllIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIlUB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.