Alþýðublaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 7
Þegar aður í ég var inniÍBn Danaveldi Leifíur gaf út fyrir jólin bókina „Minningar og svipmyndir úr Reykjavík' eftir Ágúst Jósefsson. Við birtum hér skemmíi- legan kafla úr bókinni. SUMARIÐ 1904 fékk ég til kynningu frá dönsku her- stjórninni þess efnis, að ég ætti að koma til viðtals og skráningar til herþjónustu. Boðskapur þessi kom mér mjög á óvart, cnda aldrei gert mér grein fyrir herþjón ustuskyldunni, og sízt því, að hún gæti einnig náð til annarra en innfæddra manna. Þetta varð ærið áhyggjuefni fyrir mig, því að ég sá enga leið til þess að sjá fyrir heim- ili mínu meðan ég væri í hernum, og yrði að dvelja í bækistöðvum hersins marga mánuði, eða jafnvel árlangt. Ég hafði alltaf heyrt, að yf- irmenn í hernum væru engin lömb að leika sér við, svo að ég sá mér ekki annað fært en að mæía á tilsettum stað og tíma. Þegar inn kom var þarna saman kominn hópur ungra manna og margir menn að verki með langa nafnalista og ósköpin öll af öðrum pappírum. Mér var sagt að fara til ofurstans, sem sat fyriir mi\öju boirði, því hann hefði yfirstjórn þessara mála. Ofurstinn var hinn | gerfilegasti maður, strangieg ur á svip og hvass í máli. Ég heilsaði ofurstanum kurteis- lega og afhenti honum til- kynninguna, og sagði ixm leið, að hér myndi vera um mis- skilning að ræða með köllun mína til herþjónustu. Þar sem ég væri íslendingur efað ist ég um að herkvaðningin hefði stoð í lögum, og að af þeirri ástæðu yrði ég að mót mæla því að vera herskyldur. Ofurstinn brást hart við og sagðist . ekki taka mótmæli mín til greina, og vildi ekk- ert um hína lagalegu hlið málsins ræða, og var hinn grimmasti við að eiga. Sagði, að ég væri búinn að vera bú- settur í Danmörku um tíu ára skeið, og yrði því að telj ast danskur ríkisborgari. Mér bæri því af þeim ástæðum að gegna þei mskyldum, sem því fylgdi. Eftir orðræðu ofurst- ans sá ég, að ekki þýddi að ræða þessa hlið málsins að sinni. Mér datt í hug, að frestur er á öllu beztur. Ég fór því fram á það við hann, að ég fengi frest á herþjón- ustunni ti-1 næsta árs útboðs. Ég skýrði honum frá því, að ég hefði konu og þrjú ung börn á framfæri 0g þyrfti af þeim ástæðum nokkuð lang- an tíma til þess að búa mig undir það að geta séð fjöl- skyldu minni borgið meðan ég væri í herþjónustunni. Hann taldi ýmis tormerki vera á því að veita mér slík- an frest, en eftir nokkurt þóf, varð það þó að samkomulagi milli okkar, að ég skyldi fá hinn umbeðna frest vegna erf iðra heimilisástæðna. Að end ingu tók hann það fram, að ef ég mætti ekki samkvæmt kvaðningu til skráningar næsta ár yrði ég sóttur og fluttur með valdi til herbúð- anna, hvort sem mér líkaði betur eða verr. Ég þakkaði of urstanum fyrir góðan skilning á ástæðum mínum og kvaddi hann með virktum. Þar með var lokið hermennskuferli mínum, sem fyrirhugaður var, en aldrei hófst. Það dróst hjá mér að sinni að gera gangskör að því, að leita mér upplýsinga um það, Ágúst Jósefsson hvort herþjónustukvaðningin væri lögleg eða ekki, enda kom það á daginn, eins og síð ar segir, að ég þurfti ekki á þeirri vitneskju að halda. 'Við hjónin vorum mjög áhyggju- full út af þessu ástandi öllu, og veltum því fyrir okkur á marga lund hvernig við ætt- um að snúast gegn þeim erfið leikum, sem le'ddu af her- þjónustu minni, ef til þess kæmi á næsta ári. Laun mín voru ekki meiri en svo, að það yrðu ekki nema smámun ir einir, sem við gætum lagt fyrir, og vegna þess hve börn- in væru ung gæti konan mín ekki ráðið s'g í verksmiðju- vinnu eða til annara Starfa utan heimilisins. Það kom líka til tals milli okkar að spyrjast fyrir um vinnu í Reykjavík, en þó varð aldrei úr því að ég gerði það, því satt að segja, langaði hvorugt okkar heim. Qg hana þó enn síður en mig. Það hafði þó stundum hvarflað að mér áð- ur en þetta gerðist, að gam- an væri að skreppa heim stuttan tíma til þess að heim- sækja v,ini og vandamenn, og kynnast þeim breytingum, sem átt hefðu sér stað heima eftir að ég fór af landi burt. En kostnaðarins vegna varð þó aldrei úr því að ég gæti tekizt slíka ferð á hendur. Nú leið tíminn fram í desember mánuð, en þá barst mér til- boð um vinnu í ísafoldar- prentsmiðju. í tilboðinu var meðal annars tekið fram, að ferðakostnaðurinn heim yrði greiddur, ef samningar tækj- ust um að koma til Reykja- víkur upp úr áramótunum. Við hjónin ræddum nú um þetta nýja viðhorf við her- kvaðningunni, og varð það að samkomulagi milli okkar að taka tilboðinu, og reyna þá heldur að fara aftur til Kaup mannahafnar ef við kynnum ekki við okkur heima. í sambandi við kvaðning- una til herþjónustu skal ég geta þess svona til gamans, að Danir hafa tekið slíku ást- fóstri við mig, að þeir hafa úthlutað mér bæði skyldum og réttindum eins og innborn um manni, þrátt fyrir ára-; tuga fjarveru. Á árinu 1946 var ég staddur í Kaupmanna- höfn, og var þá ýmislegt skammtað, sem menn þurftu sér til lífsviðurvaeris. í veit- ingahúsum var ekki hægt að fá keyptan brauðbita eða sæt an kaffisopa með öðru móti en að láta af hendi skömmt- unarmiða. Ég fór því í skömmtunarskrifstofuna til þess að ná mér í skömmtunar miða, og sýndi þar ferðaskír- teini mitt og tilgreindi heim- ilisfang í borginni, og gat þess um leið, að ég myndi komast af með fjögurra vikna skammt, og að þeim tíma ætl aði ég að hverfa aftur til heimalands míns. Blessuð dúf an í skrifstofunni afhenti mér svo seðlana, og skaut því að mér um leið, að ég skyldi bara koma aftur ef mér entist ekki skammturinn allan tím- ann, og þakkaði ég henni fyr ir það um leið og ég kvaddi hana. Þar með hélt ég að við sk'ptum mínum við stjórnar völd borgarinnar væru að fullu lokið. En þetta reyndist á aðra leið. Að þeim vikum liðnum fékk ég bréf í pósti og nokkur eyðublöð, sem mér var gert að útfylla, og koma síðan með þau í Rodemester- kontoret í Bredgade. Þetta voru neyðublöð til skattafram tals. Þar sem ég taldi mig ekki skattskyldan í kóngsins Kaup inhöfn páraði ég ekkert á blöð in, en brá mér þó yfir í Breið götu til þess að hafa tal af R.óðumeistaranum og leið- rétta þennan herjans mis- skilning. En það var nú öðru nær en að hann tæki i mál að hér væri um misskilning að ræða. Blöðin bæri mér að útfylla úr því ég væri kom- inn á annað borð, -og borga síðan skattinn. Til sanninda- merkis kom hann með stóran doðrant, og sýndi mér að það stóð með skýrum stöfum nafn mitt og heim'lisfang í Kaupmannahöfn meðal ann- OKKAR Á MlLLl SAGT ÞAÐ er augljóst af brezkum blöðurn að Bretum stendui? alls ekki á sama um það, ef íslendingar tækju upp mál Nyasa-> landsmannsinis Hastings Banda fyrir mannréttindadómsté]n« um í Strassburg . . . Hið merka blað Economist gagnrýnir ti3 dæmis brezku stjórnina fyrir að heimila ekki ákærur einstakra borgara til dómstólisins, og telur eðdilega afleiðingu þess, að Afríkumenn iieiti ríkja, sem vilja hjálpa þe.im . . . Economisi) segir að vísu, að það sé leiðinilegt, ef íslenzka ríkisstjórnin færl aið takai upp málið, því hún hafi „öðrum hnöppum að h.nepþa‘s (otiher fish to fry — eins og þeir orða það) . . . Þetta blað teI-> ur gengislækkun krónunnar hafa verið mjög nauðsynilega, endsi hafi erlendir bankar talið það fyrir neðan virðinu sína affi verzla með íslenzka mynt hingað til og vonast blaði® til, að „rotnunin“ verði nú numin burt úr íslenzku efnahagsláfL * * =1= I Þaið vofir nú yfir, að Austfjarðatogararnir verði se!d-» ir — og mun enginn mæla þvf gegn, svo gersamliega er út- gerð þeirra því miður farin á hausin . . . Undanfarið hefua? r.eksturinn verið svo slæmur, að það hefði borgað sig betru? fyrir rík}sstjórnina að senda laun á'hafnanna austur en léta skipin liggja, en aið greiða haliann af rekstrinum. Eyrbyggja kom út í nýrrf amerískri útgáfu1 um jólin, gefi i'n út af American Scandinavian Foundation í New York, þýddl af Paul Sachash prófessor við Nebraskaháskóla. | * * Gunnar Flóvenz segir í grein í Ægi, að söltunarfyrirkcnm lag síldar sé enn svipað og það var um aldamóti, og hafi í enigrí atvinnugrein orðið eins litlar framfarir og síldarsöltun . . » Hann telur, að nú verði að taka vélar í þjónustu þessarar at-» vimiugreinar í stórum stíl, fen þær séu til. t\i $1 Jóhannes Gunnarsson Hólabiskup fermdi í febrúar 57 manns, 46 fullorna og 11 börn, á Keflavíkurflugvelli, sTlij Ameríkumenn . . . Kór skipaður Íslendingum, Þjóðlverjum og Bandaríkjamönnum undir stjórn föður Josephs Hacking scng ... Um kvöldið var 300 manna kvöldverður í tilef-ni athafn- arinnar. :'í * * Kanadamenn hafa mjög vaxandi áhyggjur út af því, a<5 ofveiði sé á karfamiðum þeirra við Nýfundnaland . . . Rlað- ið „Canadian Fisherman“ segir, að 1958 hafi Rússar vcitt þar 109 000 tonn af karfa, fslendingar 81 000 og Vestur- Þjóðverjar 19 000 . . . Með öðrum orðum: íslendingar hafa áhyggjur af rányrkju Breta o. fl. við ísland; Kanadamenn hafa áhyggjur af rányrkju Rússa, fslendinga o. fl. viET' Kanada. arra skattskyldra borgara. Ég taldi nú ekki ástæðu til þess að ræða þetta mál lengur við herra Róðumeistarann, en sagðist ætla að athuga málið betur, sem ég raunar gerði ekki, því skömmu síðar fór ég úr borginni, og hef ekkert um skattkröfuna heyrt síð- an. Svo líður og bíður þar til á næsta ári (1947), að vinur minn, sem ég gisti hjá á rinu áður, sendi mér tilkynningu til mín dagsetta 21. okt. 1947, sem póstsend hafði verið á heimili hans, frá Staden Köb enhavns Statistiske Kontor, þess efnis, að ég hefði verið tekinn á kjörskrá við næstu kostningar til Þjóðþingsins, og að ég ætti að kjósa í 6. kjördeild við 8. kjörborð. Kjóseandanúmer mitt væri 7484, og kjörstaður: Hol->. stensgade Skole í Livjæger- gade 36—38. Ekki veit ég enm. í dag hvaðan öll þessi vit- leysa stafar, nema ef nafn mitt hafi verið tekið upp úr bókum Skömmtunanskrifstof unnar, og þar gleymzt að géta þess, að ég væri útlendur ferðamaður. Ég skal taka það fram, að ég hef tvisvar verið gestur í Kaupmannahöfn síð- an þetta var, án þess að vera innlimaður í Danaveldi, svo ég viti til. Húseigendur. önnumst alls konar vatns og hitalagnir. HITALAGNIR h.f. [ Sími 33712 — 35444. ! Alþýðublaðið 6. marz 1960 7j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.