Alþýðublaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 06.03.1960, Blaðsíða 13
iiimmmmiimiimiimmuiiiiiiiiiiiii! eKQtcQÁOrl Á ERLENDUM vettvangi .rekur hver stórviðburðurinn . anrjan og ætla ég að gefa les-' . endum þáttarins lauslegt. yf- irlit yfir helztu viðburði í. skákheiminum á undanförn- um mánuðum. 1. Fjórtán skákmeistarar tóku þátt í skákkeppni Evstra saltsland. Var hún háð í R-ga, . höfuðborg Lettlands og fæð- ingarborg Tals. Sigurvegari varð Spasski frá Lenigrad með ÍIV2 vinning én næstur 'honum Mikenas, Litháen, 11 v. Toulsch 9V2 v. og Tal 9 v. - Skákmeistari Norðurlanda, • Norðmaðurinn Svein Johanes- sen, varð ellefti með 4 v. 2. Skákmeistaramót Banda ríkjanna var haldið um ára- mótin og sigraði Fischer með 9 vinninga. Næstir komu R. Byrne 8 v., Reshewsky IVz v., Benkö 7 v. og Bisguir 6Vz v. Kepþendur voru tólf. 3. Um áramótin voru hald . in þrjú alþjóðleg skákmót- . með tíu þátttakendum hvert, í Hastings, Beverwijk og Stokkhólmi. Eru þessi mót öll haldin árlega. í Hastings fór Gligoric með sigur af hólmi, hlaut IV2 v. en næstir urðu Averback, Sovétríkjun- um og Uhlmann, A-Þýzkal., með 6V2 v. hvor. í Beverwijk urðu Larsen og Petrosjan efstir með 6V2 vinning, næstir Matanovic með 5V2 v. og síðan Donner og Flohr með 5 vinninga. í Stokkhólmi sigruðu Sví- inn Martin Johansson og Rússinn Kotov með 7 vinn- inga en næstur varð Keres með 6V2 vinning og fjórði varð Norðurlandameistarinn með 6 vinninga. Stáhlberg hlaut 4V2 og Lundin 3 Vi v. 4. Kortsnoj varð skák- meistari Sovétríkjanna 1960, en meðal þátttakenda voru Spasskí, Petrosjan og Smvsl- off, Polugajewski og Simagin. Szabo, Barcza og Portisch urðu efstir á ungverska meist- aramótinu. Simagin varð skákmeistari GEGN FRANCO Það gcrðist fyrir skömmu 1 í Bruxciles, að Spænskir | flóttamenn réðust að = spænska sendiráðinu í borginni og rifu niðnur fána | Francos. Hins vegar settu þeir upp lýðveldisfánann | gamla í staðinn. Lögreglan skarst í leikinni, og sézt á | myndinni, hvar tveir lögregluþjónar hafa tekið einn Spán | verja. Ilann streitist árangurslaust við að losa sig. 1 ^IIIIII(IIIEIIIIIIIIIlIIIIlI|IIIII||l|IIIlIlIltIIlIIIMIIIMIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIIIÍIIIIli;illllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllltlllllllllllllll í Moskvu með 12 vinninga, Bronstein hlaut 10 v. Wexler varð skákmeistari Argentínu, en Panno, Najdorf, Pilnik, Sanguinetti og Rosetto voru ekki meðal keppenda. 5. Einvígið um heimsmeist aratitillnn milli heimsmeist- arans, Botvinniks, og Tals hefst 15. marz í Moskvu og stendur í tvo mánuði. Aðstoð- armaður Botvinniks verður Goldberg en Tal mætir með Koblenz eins og venjulega. Dómarar verða Stáhlberg og Golombek. Að undanförnu hafa að lík- indum fleiri menn setið að kapptafli hér á landi en nokkru sinni fyrr. Skákþingi Norðlendinga er nýlókið á Ak ureyri með naumum sigri Freysteins Þorbergssonar og bendir það ótvírætt til þess að Norðlendingar séu í örri framför. Hér sunnanlands er Skákþing Reykjavíkur háð í skugganum af keppni fyrir- tækja og stofnana. Það er Skáksamband íslands, sem gengst fyrir þessari nýstár- legu keppni, og á stjórn Þess allan heiður af framtakssem- inni og þá sérstaklega Gísli ísleifsson, sem hefur lagt á sig mikið starf til að skipu- leggj a keppnina. Ég leit um daginn sem snöggyast inn á Skákþing Reykjavíkur í Breið firðingabúð. Það er einkum þrennt, sem athygli vakti. Keppnin er að mestu borin uppi af ungum mönnum um og innan við tvítugt. Birni Þorsteinssyni, Jónasi Þor- valdssyni, Guðmundi Lárus- syni og fleiri efnilegum mönn um. Auk þess eru í mótinu okkar gömlu og óbrigðulu kempur Eggert Gilfer og Ben- óný Benediktsson. Ennfremur er ljósaútbúnaðurinn mjög athyglisverður á þessu skák- móti. Lýsingin er greinilega Þegar Harold Macmillan var fyrir skemmstu á ferð í Austur-Afríku kom hann m. a. í West Driefondtein gull- nárnuna í Transvaal. Á myndinni sézt hann klæddur námumannabúningi með hjálm á höfði, enda er hann að fara niður í námuna, sem er meira en 1000 metra djúp. meira fniðuð við vangadans en drottningarflan, rómantík en raunsæi, þolgæði élskhug- ans heldur en tímahrak skák- meistarans. í þriðja lagi þótti mér skrýtið hve áhorfendur voru fáir, en aðgangur var ókeyp- is. Sjálfsagt verður mótinu meiri gaumur gefinn nú, beg- ar teflt er til úrslita, enda ó- líklegt að aðgangur sé ókeyp- is, lýsing eins óhentug og var í undankeppninni eða tóm- læti skákunnenda eins mikið gagnvart stórmeistaranum og íslandsmeistaranum eins og þeim ungu mönnum, sem báru uppi undankeppnina. Ingvar Ásmundsson. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIMIII111111111111111111111111111111111111 Bifreföasalan Barónsstíg 3. Sími 13038. Opið alla daga Beztu fáanlegu viðskiptin. Bifreiðasalan Barónsstíg 3. Sími 13038. iifiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiunininiiiiinilliminmniiiniin ÉG get ekki látið hjá líða, að skrifa nokkur orð um þau blaðaskrif, sem orðið hafa veg.na kaupa á veitingahús- inu Lido fyrlr Matsveina- og veitingaþjónaskóla íslands. Eins og allir vita eru veit- ingasalir Þjóðleikhússins (Þjóðleikhúskjallarinn) eign ríkisins og upphaflega reknir af því (ÞjóðleÁhúsinu). Borð- búnaður allur,'stólar, borð, og annað tilheyrandi er ríkis eign. Er ríkið lét af rekstri veitingasalanna tók Þorvald- ur Guðmundsson við honum og hefur annast rekstur þeirra í nokkur ár. Rekstufinn hefur gengið vel og orðið honum hvöt til frekari átaka á þessu sviði. Sýndi hann stórhug slnn með byggingu veitinga- hússins Lido er margt hefur til síns ágætis. Hefur hann við ýmis tækifæri látið í ljós ánægju með rekstur þess og hina fjárhagslegu útkomu hans, hvort sem það er gert í einlægnj eða ekki. Þorvald- ur færist nú meira í fang og hyggst reisa nýtízku gistihús, 120 herbergja, er á að kosta 30 mlllj. kr. miðað við fyrra gengi. En til þess að það megi verða mun hann þurfa að selja Lido. Nú er það. vitað að Mat- sveina- og veitingaþjónaskól- inn héfur átt í nokkrum erf- 'iðleikum vegna ónógs húsa- kosts. Samkvæmt umsögn for manns skólanefndar, Böðvars Steindórssonar, óskuðu skóla- stjóri og skólanefnd á sínum tíma eftir því við mennta- málaráðherrann að skólinn fengi aðsetur í veit'ngasölum Þjóðleikhússins. Yrði það og ein bezta lausn, sem á þessu máli fengizt. Þegar þessi beiðni skólanefndai-innar var lögð fyrir leikhússtjórann til umsagnar snerist hann önd- verður gegn þessari eðlilegu ósk og hafnaði henni algjör- lega. Er sú neitun óskiljanleg þar sem núverandi rekstur veitingasalanna myndi í litlú sem engu breytast þótt skól- inn fengi þar inni. Þorvaldur Guðmundsson frétti af þessú og bauð ríkinu Lido til kaups fyrir tæpan milljónatug. Þessu tilboði tók skólanefnd Matsveina- og veitingaþjóna- skólans tveim höndum og vildi fá inni fvrir skólann Framhald á 14. síðu. Alþýðublaðið — 6. niarz 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.