Alþýðublaðið - 06.03.1960, Side 3

Alþýðublaðið - 06.03.1960, Side 3
Beria «9«“» ,ð“ bök«1,r*“ „RGl1*5* 81 :« :« •V: .......-.-.-.-.^::::í\V:vv .......................................... • •• ••5 ••• Rithöfundar styðja m Nyasalands Ræff v/ð Dr. Gunnlaug Þórðarson FYRIR nokkru var dr. Gunn- laugur Þórðarson á fer ðí Kaup- mannahöfn fyrst og fremst lieirra erinda að leita uppi gaml ar tilskipanir um landhelgi Is- lands í þjóðskjalasafni Dan- merkur. í doktorsritgerð sinni um landhelgi íslands víkur dr. Gunnlaugur, að bréfi dansa ut- anríkisráðuneytisins til ríkis- stjórnar Hollands 1741 um land helgi íslands en um Það bréf er getið í bók Charles de Morthens um þjóðarétt, er út 'kom í París 1827. Nú hefur dr. Gunnlaugur fundið bréf þetta í danska þjóð skjalasafninu og mun útvega Þjóðskjalasafninu hér ljósrit af því. Alþýðublaðið átti í gær stutt viðtal við dr. Gunnlaug úm þetta mál. Fer það hér á eft- ír: — Þetta bréf, sem þú fannst í Höfn, dr. Gunnlaugur, hefur það mikla þýðingu? ’ — Já, Það má segja það. Bréf ið er ritað stjórnarvöldum Hol- lands út af deilu er reis með Bönum og Hollendingum um Íandhelgi íslands. í því segir svo m. a.: Lega Íslands er alkunn. — Hið kalda loftslag gefur garð- yrkjumanninum e'kkert svig- rúm og íbúarnir hafa ekkert að grípa til sér til lífsviður- væris, nerna fiskveiðanna. — Þeir hafa eingöngu litla- báta, sem þeir ihætta sér ekki á langt út í hafið og mættu þeir ek'ki treysta því, að þeir hefðu ein- ir not þessa litla fjögurra mílna svæðis heldur yrðu þeir að vera þar innan um útlend- inga og jafnvel sæta því að verða reknir þaðan með valdi eins og hollenzku fiskimenn- irnir höfðu gert á hinu ómann úðlegasta hátt, Þá ættu lands- menn á hættu að deyja úr hungri. Af þeirri ástæðu hef- ur veiði' með ströndum fram verið bönnuð frá upphafi vega og hafði Kristján konungur IV. ákveðið briedd svæðisins átta mílur, því næst sex míl- ur og loks ákvað Kristján V. árið 1682, að breiddin skyldi vera fjórar mílur“. — Hvers konar mílur m,un átt við í bréfi þessu? Dr. Gunnlaugur Þórðarson — Ja, ef átt er við norskar mílur þýðir það 48 sjómílur, en m. a. hefur próf. Arnold Restad talið að þá hafi verið notaðar norskar mílur, en sé átt við danskar, gera það 32 sjómílur. Af þessu bréfi sézt að í upphafi var landhelgin 8 mílur (48 sjómílur), samkv. tilskiþunum. Þar að lútandi og var aðal tilgangurinn að finna þá tilskipun, sem vr án efa fyr ir hendi ,1741, en ihefur Þá ekki lengur vrið talin hafa þýðingu og því sennilega farið í glat- kistuna, því þá var einungis miðað við 4 mílna eða 16 sjó- mílna landhelgi og hélzt það réttarákvæði fram ti'l síðustu aldamóta. — Hvernig lauk þessari deilu Daha og Hollendinga? Henni íauk þannig, að Danir héldu hollenzkum skipum, er þeir höfðu tekið Ihér við lnd, — héldu 1 6sjómílna landhelgi við ísland til streitu, en féllu frá kröfu u mdrottinvald yfir Norð urhöfum. — Fannstu nokkuð fleira markvert? Já, ég fann annað bréf um sama efni. Og ég, er þess full- viss, að margt flei'ra markvert er til í erlendum söfnum um sögu íslenzkrar landhelgi og við þyrftum að gera meira af Því að leita slí'kra gagna erlendis, þar eð þau geta stutt rétt okkar í landhelgismálinu, eins og ég hef oft bent á áður. Landhelgisfrímerki. — Hvað finnst þér um kynn- ingarstarfsemi af hálfu okkar og aðstöðu í landhelgismálinu? — Það er of langt mál að ræða í stuttu viðtali. En ég hef hugboð um að ekki hafi verið notuð öll tækifæri til að kynna málstað íslands sem vera ber, t. d. hefði verið sjálfsagt að kynna málstað íslands með út- gáfu frímerkja, sem sýndu uppdrætti af íslandi með land- helginni umhverfis. Eitt frí- merki með landhelginni eins og hún var 1631, þ. e. 48 sjó- mílur, síðan annað með 16 sjó- mílna landhelgi 1631—1901, þá þriðja landhelgin 1901—1951, en þá var hún 3 sjómílur og loks 4 frímerkið með 12 sjó- mílna landhelginni. Hefði verið sjálfsagt að láta slík frímerki koma út þegar ráðstefnan hefst í Genf. Skemmtun Þróttar Á SKEMMTUN Þróttar í gærkvöldi í Austurbæjarbíói var hinum litlu dönsku söngv- urum, Jan og Kjeld, mjög vel fagnað. Austurríkismaðurinn Collo, ,sem leikur á 15 hljóð- færi, vakti óhemju athygli, þegar hann fór út af sviðinu leikandi heila hljómsveit. Bæði Austurríkismaðurinn og Dan- irnir voru marg kallaðir fram. Hljómsveit Árna Elvars aðstoð aði með prýði. STJÓRN Rithöfundasam- bands íslands hefur gert álykt- un þar sem skorað er á ríkis- stjórnina að hún verði við málaleitan Þjóðfrelsishreyfing- ar Nyasalands. Ályktun stjórnarinnar fer hér á eftir: Fullskipaður stjórnarfund- ur Rithöfundasambands Is- Skíðamót jb rívegis frestað FYRIR hálfum mánuði ætl- aði Skíðafélag Reykjavíkur að efna til skíðamóts, sem haldið er til minningar um L. H. Mull- er, aðalhvatamann að stofnun félagsins. Fresta varð mótinu vegna snjóleysis og einnig varð að fresta því um síðustu helgi. Þó að nú sé kominn allmikill snjór varð einnig að fresta mót- inu nú, þar sem hættulegt er að keppa á nýföllnum snjó, eins og nú er. Það má segja, að erfitt er að iðka skíðaíþróttir á íslandi! ÞINGEYRI, 3. marz. — Afli Þingeyrarbáta í febrúarmán- uði var, sem hér segir: Þor- björn 120,5 tonn í 15 róðrum. Fjölnir 103,6 tonn í 14 róðrum. Flosi 102 tonn í 14 róðrum. — Fréttaritari. lands, haldinn í Reykjavík hinn 29. febrúar 1960, beinir þeirri eindregnu áskorun til ríkisstjórnarinnar, að hún bregðist drengilega við mála- leitun þjóðfrelsishreyfingar Nyasalandsmanna og flyt ji mál hinna fangelsuðu leið- toga hennar fyrir mannrétt- indadómstólí Evrópu. Stjórn Rithöfundasambands íslands telur það eitt höfuð- hlutverk íslendinga á alþjóð- legum vettvangi að veita frelsisbaráttu nýlenduþjóða og ánauðugra kynþátta allt það fulltingi, sem þeir frek- ast mega. Slík barátta er í fyllsta samræmi við íslenzka mannréttishugsjón frá fornu fari og á enn óskiptan hljóm- grunn með allri þjóðinni. Stjórn Rithöfundasambands Islands. Bjöm Th. Björnsson, Stefán Júlíusson, Guðmundur Gíslason Hagalín, Indriði Indriðason, Jón vir Vör Jónsson, Einar Bragi Sigurðsson, Friðjón Stefánsson. F10KKURINN Keflavík FULLTRÚARÁÐ Alþýðu- flokksfélaganna í Keflavík heldur fund á Vík annað kvöld, mánudagskvöld kl. 9. Áríðandi mál á dagskrá. Fjölmennið stundvíslega. Stjórnin. 6. marz 1960 3 uiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiinnr F ræðsl ufundur í Keflavík ALMENNUR fræðslufundur um „Stjórnmálaviðhorfið í dag“ verður haldinn í Félagsbíói í Keflavík í dag — sunnudag — kl. 3 e. h. Ræður flytjta: Emil Jónsson, sjávarútvegsmálaráðherra, og Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. — Alþýðuflokksfélögin í Keflavík. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.