Sæmundur Fróði - 01.05.1874, Side 1

Sæmundur Fróði - 01.05.1874, Side 1
SÆMUNDUR FRÓÐI. 1. ár. Maimánuður 1874. HREGGVIÐUR STÓRI, eða veturinn 1873—74. Þegar eitthvað minnisstælt hefur borið fyrir mann, er varðar eigi að eins hvers eins, heldur almennings velferð, þá er það opt mjög gagnlegt fyrir eptirkomendurna, að því sje eilthvert minnisstætt nafn gefið, til að festa það í frásög- unni, og að því sje lýst sem ljósast að verður, svo að þeim sem eptir oss koma, geti orðið sem mest gagn að því. Líf og velferð vor fslendinga má hingað til heita að hafa farið mest eptir því, hvernig vetrar vorir hafa verið, og svo mun það einuig verða á hinum ókomna tímanum. Okkar höfuð- atvinnuvegur er kvikfjárræktin; falli hún, erallt á höfuðið, eins og vorir lærðustu menn, Hannes biskup Finnsson og stiptamt- maður Ólafur, hafa nógsamlega sannað. Af vorum tveimur höfuðatvinnuvegum, sumsje sveitabúskapnum og sjávarútvegn- um, er sveitabúskapurinn það, sem landið minnst má án vera; flskileysið er að vísu atvinnuhnekkir fyrir sjávarbóndann, en aldrei hefur það þó að vitni Hannesar biskups valdið hallærum útaf fyrir sig; «opt hefur bærilegur eða góður flskiafii verið», segir hann1, og þó hallæri með manndauða. Aldrei manndauði með bærilegumheyskap, og hans góðri nýtingu». Þetta bendirá, að rithöfundurinn hefur álitið kvikfjárræktina sem vorn aðal- bjargræðisútveg, en það er einmilt hún, sem gengur mest til þurrða eptir harða vetra, og þess vegna eru þeir svo háska- legir í öllum sínum afleiðingum, og einmitt þess vegna minn- isverðir. Vetur þessi, sem nú er liðinn, er án efa einhver hinn harðasti, er gengið hefur yfir þetta land nú á hinum seinustu tímum. Hann byrjaði nálega yfir allt land allt að mánuði fyrir 1) Sjá Hannes biskup nm manufækknu af hallærum, 14. biudi fjoiags- ritanna gómln, bls. 215.

x

Sæmundur Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.