Alþýðublaðið - 01.04.1960, Side 4

Alþýðublaðið - 01.04.1960, Side 4
Leikfélag Reykjavíkur: gengið til veiks með ræktar- semi, túlkun hans er ekki mjög persónuleg né sérlega frumleg, en hún er hins veg- ar hreinleg og hann treður ekki inn á sviðið óviðkomandi hlutum, né heldur lætur táknsæið fara með sig út í öfgar, þannig að sumt sé leitt til öndvegis og annað gert hornreka í þessu auðuga verki; það má kalla að skiln- ingur hans sé ekki mjög hug- lægur, en sýningin er tilraun, alvörubúin fremur en mettuð af óróleika, skýr og fínleg, lág mælt stundum, en rís í drama- tískt og músikalskt crescendo, þegar orð höfundar krefst . þess. Hljóðfall sýningarinnar er eitt bezta einkenni hennar, óvenjulegt í íslenzku Ieik- húsi. Mér virðist það einnig vera einn höfuðkostur þýðingar Indriða G. Þorsteinssonar, að alloftast hefur honum tekizt vel að ná hljóðfalli stuttra, hnitmiðaðra setninga Bec- ketts í hinum íslenzka bún- skrifai' um leiklisf ingi þeirra. Um þýðingu ein- stakra orða eða setninga má * að sjálfsögðu alltaf deila, t. d. hefði mér aldrei dottið í hug að láta Gogo segja: Fætun mínir, heldur fæturnir á mér; einnegin hefði ég forðast að nota um ræningjana tvo mið- myndina — frelsaðist, útskúf- aðist — þar sem í frumtext- unum tveimur (höfundur hef- ur ritað verk sitt bæði á frönsku og ensku) er höfð þol- mynd — verða frelsaður (af hverju ekki hólpinn?), verða útskúfaður, —• hér kemur fram heimspekilegur merk- Framhald á 14. síðu. BEÐIÐ EFTIR GODOT 'VÍÐA hefur verið beðið lengi eftir Godot. Og þegar hann kom loksins (ef það var þá Godot), var honum tekið á ýmsa vegu: sumir stóðu upp og reyndu að hrópa hann niður, aðrir gengu út. En sumir voru líka hugfangnir: þassar undarlegu samræður þessara undarlegu manna á sviðinu fólu í sér stemningar, hugsun, tilfinningar, sem átti sér hljómgrunn í brjósti þeirra, höfðaði til þeirra sem nútímamanna ferskara, dýpra og naktara en önnur sviðs- verk. Þegar leikritið Beðið eftir Godot (En áttendant Godot) eftir írska skáldið Samuel Beckett, komst á sviðið á ís- landi, átta árum eftir að það var skrifað, var því kannski ekki tekið með kostum og kynjum, en enginn mótmælti, enginn gekk út, og þeir voru bersýnilega fleiri sem gripnir voru, en hinir sem geispuðu, stundu og óku sér svo að brakaði í bekkjunum í Iðnó. Það er hægt að gera .þessa ,,tragikomedíu“, eins og höf- undur kallar verk sitt, að- gengilegri fyrir áhorfanda en gert er á sýningu Leikfélags Reykjavíkur, leggja meiri á- herzlu á skopið, þó að það veki dimman hlátur og beisk- an hlátur. (Og ég er ekki frá því, að ég hefði kosið að Bald- vin Halldórsson, leikstjórinn, sem ég vil kalla að hafi leitt þetta vandasama verk fram til sigurs hér, hefði gætt leik- inn meiri sne’fpu og hraða sums staðar). En hins vegar er viðbúið, að ýmis verðmæti, sem sýningin býr yfir, hefðu farið forgörðum, ef nokkurs konar aðaláherzl-a hefði verið lögð á skopið. Baldvin hefur EFRÍ MYNDIN: Brynjólfur Jóhannesson. NEÐRI MYNDIN: Gestur Pálsson. /£ 1. apríl 1960 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.