Alþýðublaðið - 01.04.1960, Side 14
Framhald af 4. síðu.
ingarmunur, sem brýtur í
bága við determinisma verks-
ins.
Leiktjöld og búninga Magn-
úsar Pálssonar kann ég ekki
nema lofa. Tunnan, pallarnir,
tréð, baktjaldið — allt þjónar
þatta sínum tilgangi, en
myndar auk þess fallega sam-
stæðu, sem tekur sinn þátt í
leiknum, heildarmyndinni.
Persónur eru aðeins fimm.
Flækingana tvo í lífsins ólgu-
sjó, Vladimir (Didda) og
Estragon (Gogo) leika þeir
Brynjólfur Jóhannesson og
Árni Tryggvason. Sá síðar-
nefndi yngri og óstýrilátari,
hann býr yfir lífskrafti, sem
hann fær ekki neytt í dapur-
leikanum, hann er stundum
grimmur, stundum barnsleg-
ur, alltaf mannlegur, — hinn
eldri og þroskaðri betur sjá-
andi, þó að báðir séu leik-
soppar, brot af heimspekingi
og gæddur þolinmæði og
skilningi að bíða: ekkert kem-
ur í hendur manni fyrirhafn-
arlaust, ekki einu sinni Godot!
Ég kann varla lengur að
skilja sundur hlutverk og
laik hjá þeim Árna og Brynj-
ólfi, því að ég er ekki viss
um að ég kysi þá Gogo og
Didda túlkaða mikið öðruvísi.
Samleikur þeirra er sjaldgæf-
lega hnitmiðaður, og Árni
hefur tæpast lýst Manneskj-
unni á fyllri og dýpri hátt áð-
ur. — Nýliðanum Flosa Ólafs-
syni tekst að vonum ekki jafn
vel í hlutverki Pozzos; þó tek-
ur hann að mínum dómi hlut-
verkið mjög réttlætanlegum
tökum og lýsir skýrt sumum
eðlisþáttum persónunnar, t.
d. grimmd hans. En leik hans
skortir öryggi og hnitmiðun.
Hjú Pozzos, Lucky, leikur
Guðmundur Pálsson. Þessi
ungi leikari hefur oftast átt
erfitt með að brjóta niður
fjórða vegginn milli sín og á-
horfenda í raunsæilegum hlut
verkum, þar sem honum hef-
ur verið ætlað að vera „'eðli-
legur“. En hér, þar sem öllum
realisma er kastað fyrir borð,
vinnur hann sinn fyrsta leik-
sigur. Maður gleymir ekki í
bráð sljóu augnaráðinu undir
sígandi augnalokunum, spenn
unni í líkamanum, sem er að
sligast undan bvrði sinni, kvöl
inni. sem brýzt fram í hinni
furðulegu ræðu. — Loks er
h'till drengur, Brynjólfur
Biarnason, sem ber boð frá
Godot, og segir sínar setn-
iugar liómandi vel með
skemmtilegu hljóðfalli.
En hver or Godot? Ég veit
það ekki. Höfundur hefur að-
spurður ekki gefið nein skýr
v
svör. Baldvin Halldórsson er
heldur ekki að troða upp á
leikhúsgesti neinu patent-
svari. Það skiptir heldur ekki
neinu höfuðmáli að setja
þetta leikrit upp í formúlu.
Hann nær sínum listrænu á-
hrifum fyrir því og lykilorð-
in koma skýrt fram: t.d. fyrsta
setningin: Það er ekkert við
því að gera, spurningin, hvort
þeir séu bundnir við Godot,
síðasta setningin: Förum
(þeir fara ekki). Það mætti
segja mér, að sýningin eigi
eftir að leita á margan leik-
húsgestinn síðar, þó að hann
hafi ekki haft af henni ó-
blandna ánægju. Eins mætti
segja mér, að hennar yrði ekki
notið síður í annað og þriðja
sinn, eins og er um margt nú-
tímaljóðið.
Menn hafa talað um, að
Beckett hafi valdið byltingu
í leikrltagerð með þessu verki
sínu. Víst er um það, að finna
má sitthvað nýtt í verkum
hans, en hann er ekki einn á
báti. Rúmeninn Ionesco, Rúss-
inn Adamov, Belgíumaðurinn
Ghelderode, Frakkinn Vaut-
hier, Spánverjinn Arrabal og
fleiri höfundar eru að leita á
svipuðum miðum, en kann-
ski hefur enginn lýst óró hins
hugsandi nútímamanns á jafn
grípandi hátt og Beckett í
þessu leikriti sínu og ekki síð-
ur í öðru Ieikriti, Fin de
partie (Endatafli), sem er
hrikaleg sýn.
Ég vil flytja Leikfélagi
Reykjavíkur þakkir fyrir á-
ræðið og óska því til ham-
ingju með árangurinn. Sýn-
ingin er viðburður.
Sveinn Einarsson.
Tunglið
Framhald af 16. síðu.
andi kvenmaður, sem við
nánari 'kynni er lítið annað
en farði og fuglshaus.
Rothöggið á rómantík
tunglsins ráku Rússar er
þeir mynduðu hliðina, sem
frá jörðu snýr og í Ijós kom
að hún er alveg eins og sú,
sem við höfum fyrir augun-
um mestan part ársins. Við
erum alltaf að fá fleiri sönn-
ur á því, að ekkert líf sé
þarna uppi og veðrið fyrir
neðan allar hellur.
Og nú eru vísindamenn
farnir að halda því fram, að
landslagið þar sé miklu flat-
ara og leiðinlegra en haldið
var. Líkur benda til að
flatneskjan þar sé svo mikil,
að tunglfarar verði í vand-
ræðum að finna út hvar þeir
eru staddir. Sennilega er
tunglið jafnflatt og jörðin.
Vísindamenn við háskól-
ann í Manchester hafa í sam
vinnu við bandaríska flug-
herinn fundið nýja aðferð
við að kortleggja tunglið. Er
hún í því fólgin, að mæla
lengd skugganna á yfirborði
þess og hreyfingar þeirra.
Þeir telja sig geta mælt hæð
fjalla þar með 50—60 metra
nákvæmni en það er mikil
framför frá fyrri aðferðum.
Tilkynníng.
Nr. 10/1960.
Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há-
marksverð á fiski í smásölu og er söluskattur inni-
falinn í verðinu.
Nýr þorskur, slægður:
með haus hausaður .. — 2,70 pr. kg
Ný ýsa, slægð: með haus Ihausuð .. — 2,90 .. — 3,60 — —
Ekki má selia fiskinn dýrari, jþótt hann sé þverskorinn í stykki.
Nýr fiskur (þorskur og ýsa) Flakaður án þunnilda ...... .. kr. 6,20 pr. kg
Ný lúða: Stórlúða Stórlúða, beinlaus Smálúða, heil .. — 14,50 .. — 16,50 . . — 9,40 — —
Smálúða, sundurskorin............ — 11,40 — —
Saltfiskur (miðað við 1. flokks fullþurrkaðan fisk, að
frádreginni niðurgreiðslu ríkissjóðs):'
Heildsöluverð................ kr. 5,85 pr. kg
Smásöluverð ................... — 7,80 — —
Verðið helzt óbreytt, þótt saltfiskurinn sé afvatnaður
og sundurskorinn.
Fiskfars .................... kr. 10,00 pr. kg
Reykjavík, 31. marz 1960.
VERÐLAGSSTJÓRINN.
á%4 1. apríl 1960 — Álþýðublaðið
Veðrið:
Sunnan gola;
Slysavarðstofan er opin all
an sólarhringinn. Læknavörð
ur LR fyrri vitjanir er á sama
stað frá kl. 18—8. Shni 15030.
-o-
NÆTURVARZLU vikuna 25.
—1. apríl hefur Vesturbæj-
ar Apótek, Melhaga 20-22.
-o-
o---------------------o
Gengin. Kaupgengi.
1 sterlingspund .... 106,65
1 Bandaríkjadollar . . 38,00
1 Kanadadollar .... 39,93
100 danskar kr.....551,40
100 norskar kr....... 532,80
100 sænskar kr..... 734,70
100 vestur-þýzk mörk 911,25
o-----------------------o
mmmm
Flugfélag
íslands.
til
í-t*t*V***-*-**t* i -xr , ,
'va* dag. Væntanleg
aftur til R.-
pjjgfjSg vikur kl. 21.30 í
sSSkvöld-Flugvélin
£er u Oslóar, K.-
hafnar og Hamborgar kl. 9 í
fyrramálið. Innanlandsfiug: í
dag er áætlað að fljúga til
Akureyrar, Fagurhólsmýrar,
Hornafjarðar, Kirkjubæjar-
klausturs og Vestm.eyja. Á
morgun er áætlað að fljúga til
Akureyrar, Blönduóss, Egils-
5taða, Sauðárkróks og Vestm.
eyja.
Loftleiðir.
Edda er væntanleg kl. 6.45
frá New York. Fer til Glas-
gow og London kl. 8.15. Leif-
ur Eiríksson er væntanlegur
kl. 22 frá London og Glasgow
Fer til New'York kl. 23.30.
-o-
Listasafn Einars Jónssonar,
Hnitbjörgum, er opið kl.
1.30—3.30.
Frá Guðspekifélaginu.
Fundur í stúkunni Mörk kl,
8.30 í kvöld í Ingólfsstræti 22.
Gretar Fells kynnir bókina
„Vængjaður Faraó“ eftir Jo-
an Grant í þýðingu Steinunn-
ar S. Briem. Guðmundur Guð
jónsson syngur einsöng við
undirleik Skúla Halldórsson-
ar. Ávarp. Kaffi á eftir. Utan-
félagsfólk er velkomið.
-o-
Ferðafélag íslands
efnir til nokkurra skemmti
ferða á næstunni. Næstkorn-
andi sunnudag er skíða- og
gönguferð á Skarðsheiði. Lagt
af stað kl. 9 um morguninn.
Þá eru ákveðnar þrjár páska-
ferðir, að Hagavatni, í Land-
mannalaugar og Þórsmörk.
Lagt af stað á fimmtudags-
morgun kl. 8 og komið heim á
mánudagskvöld. Enn fremur
verður ferð í Þórsmörk á laug
ardag kl. 2. Gist verður í sælu
húsum félagsins. Allar upplýs
ingar í skrifstofu félagsins,
Túngötu 5. Sími 19533.
-o-
Okkar innilegasta þakklæti
viljum við votta öllum
þeim, sem tóku þátt í fjársöfn
un okkur til handa og sýndu
okkur samúð og hluttekningu
við fráfall ástvina okkar, sem
fórust með ms. Svaninum frá
Hofsósi á síðasta hausti. Guð
blessi ykkur öll. •— Esther
Ingvarsdóttir, Alda Jóhanns-
dóttir og börn hinna látnu.
-°-
Aðalfundur
Félags bifreiðasmiða var
haldinn 28. febr. 1960. — í
stjórn voru kosnir: Haraldur
Þórðarson formaður og með-
stjórnendur Hjálmar Hafliða-
son, Magnús Gíslason, Sigurð
ur ísaksson og Eysteinn Jóns-
son.
-o-
18.30 Mannkyns
saga barnanna.
20.30 Kvöld-
vaka. 22.10 Pass
íusálmur (40).
22.20 Erindi:
Þr.enn vinmæli
til íslands (Júl-
íus Havsteen fv.
sýslum.). 22.35
íslenzku dægur-
lögin: Félag ísl.
dægurlagahöf-
unda sér um
þennan lið. —
23.15 Dagsk.lok.
-o-
LAUSN HEILABRJÓTS:
12 - 20 - 4 - 64.
■ V
Þjóðdansafélag Reykjavíkur inu kl. 3 og 9 e. h. Myndin er
efnir til danssýningar nk. af einu atriði úr dansi, sem
sunnudag í Framsóknarhús- verður sýndur þar.