Alþýðublaðið - 06.04.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.04.1960, Blaðsíða 2
Ötgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Gísli J. Ástþórssoii (áb.) og Benedikt Gröndal. Fulltrúi ffitetjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 —- 14 901 — 14 902 — 14 903 Augíysingasími 14 906 — AÖ- iðtur Albvðubúsið. -r- Prentsmiöja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. — 4 Áskriftargjald: kr. 45,00 i mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eíntakið. Hvað er að gerast / Genf? FREGNIR frá Genf benda til þess, að landhelg j isráðstefnan þar í borg sé að komast á lokastig, j og leiti fulltrúar hinna ýmsu þjóða nú mjög að j xnálamiðlun milli þeirra tveggja tillagna, sem sýni \ lega hafa mest fylgi. Þetta þarf ekki að koma ís- | lendingum á óvart. Það var sagt fyrir, þegar ráð- j stefnan byrjaði, og byggt á upplýsingum, er ís- i lenzk stjórnarvöld höfðu aflað sér, að barátta i anundi standa milli kanadisku tillögunnar um j 6 + 6 og bandarískrar tillögu um 6 + 6 -f- 6. i iÞetta hefur reynzt réR. Á það var einnig bent, að i fram kynni að koma einhver málamiðlunar-mi|n- í us við bandarísku tillöguna, sem gæti reynzt mjög j liættulegur og náð miklu fylgi. Þetta virðist nú ; vera að koma fram. Bandaríkjmenn og fylgiríki þeirra töluðu fyrst : aðeins um sögulegan rétt, en nefndu ekki tímatak 1 j mark á þeim rétti. Þetta hefur sýnilega verið gert j til þess að kalla fram miðlunartillögur, er settu | j tímatakmark á þennan rétt. Þá mundu Banda- | j ríkjamenn láta undan og krafa verða gerð til- | j íslendinga að leggja eitthvað að mörkum til sam- 1 j komulags. Þannig er oft starfað á alþjóðlegum ráð- 1 ■ stefnum — reynt að finna meðalveg, málamiðlun, I ; Jpar sem enginn fær allt, og allir fórna einhverju. Hitt er svo annað mál, að íslendingar og marg- j ar aðrar þjóðir telja hinn „sögulega rétt“ fráleit- an. Með honum er verið að skapa 15 þjóðum af 90 j alger sérréttindi, sem ógerningur er að ganga að. j Islenzka sendinefndin mun því án efa herjast til ! þrautar fyrir því, að kanadiska tillagan veroi sam- ' jþykkt óbreytt. íslenzka sendinefndin var valin þannig, að all j ir flokkar alþingis eiga í henni fulltrúa, sem njóta : mikils trausts hver í sínum flokki. Þetta var gert ! fil þess að reyna að forðast innbyrðis deilur um § ; þetta mál og styrkja afstöðu þjóðarinnar. Tvö dag : blöð hafa þó brugðizt 1 þessu efni. Tíminn og Þjóð i viljinn hlupu í gær upp til handa og fóta með dylgj ■ ur um að nú séu stjórnarflokkarnir að undirbúa : undanhald, Svona smáir ge^a menn verið — því miður. 1 | Alþýðublaðið vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif- r ■ enda við ! Laufásveg. I Talið við afgreiðsluna. — Sími 14-900. Þing Norður- landaráðsins hér á landi í lok júlí NÆSTA Jjing Norðurlanda- ráðsins verður haldið hér á landi í sumar dagana 28.—31. júií. Það er í fyrsta sinn að þing ráðsins fer fram á ís- landi, enda munu mörg mál, er sérstaklegg varða Island og afstöðu þess til annarra Norð- urlanda, verða rædd á þinginu. Samkvæmt viðtali norska blaðsins Morgenposten við hinn norska ritara Norðurlandaráðs- ins, Einar Löchen skrifstofu- stjóra, verða m. a. þessi mál rædd á þinginu: Menningar- tengsl íslands og annarra Norð urlanda, þar á meðal þýðingar á norrænum bókmenntum. Enn fremur verða rædd ráð til að bæta samgöngur til og frá ís- landi og sameiginlegur áróður fyrir ferðalögum milli Norður- landanna. Til mála getur kom- ið að fjalla um fiskveiðilögsög- una, en bað mun ekki endan- lega ákveðið ennþá. Loks verður fjallað um efna- hags- og viðskiptamál, ert þar sem þingið stendur aðeins f.jóra daga, verður að takmarka fjölda umræðuefna nokkuð að þessu sinni. Á V A Á SÍÐASTLIÐNU sumri varð 16 ára gamall piltur, Viðar Guðnason, Háukinn 8 í Hafnarfirði, fyrir því hörmu legá slysi að falla niður í súr- heysturn og hljóta við það meiðsl og örkuml, svo hann bíður þess aldrei fullar bæt- ur. Síðan'slysið varð, hefur hann legið í sjúkrahúsum og á heimili sínu, og er hann svo lamaðaur, að hann-gefur ekki stigið í fæturna. Nú er orðið að ráði að hann verði sendur vestur til Bandaríkjanna til sjúkradval- ar og læknishjálpar, en að dómi sérfræðinga er einungis þar að vænta þeirrar lækn- ingar, sem að gagni megi koma. Standa vonir tjl, að hann geti gengið með hjálp sérstakra tækja og æfinga, þegar legusár hans hafa verið grædd. Eins og að líkum lætur, er hér um geysilega kostnaðar- sama sjúkrahjálp að ræða, og því hafa bekkjarsystkini ‘Við- ars, gagnfræðingar frá Flens- borg á síðastliðnu vori, ákveð ið að beita sér fyrir almennri fjársö'fnun honum til styrkt- ar. Munu piltarnir og stúlk- urnar heimsækja Hafnfirð- inga nú í vikunni og leita lið- sinnis þeirra. Við undirritaðir viljum hér með vinsamlega heita á Hafn- firðinga og aðra þá, er þessar línur lesa, að bregðast vel við þessu drengskaparbragði skólasystkina Viðars. Þörfin er mikil, því að dvölin vestra verður óhjákvæmilega feiki- lega dýr. í þessum efnum ger- ir margt smátt eitt stórt. —. Einnig munum við veita fram lögum viðtöku. Dagblöðin taka ennfremur við gjöfum. Hafnarfirði, 31. marz 1960. Garðar Þorsteinsson. Stefán Júlíusson. Bretar setja kosti LQNDON, 4. apríl (NTB-AFP). — Úrslitakostir Breta varðandi víðáttu brezku herstöðvanna á Kýpur, verða lagðar fyrir Makarios erkibiskup, leiðtoga grískra manna á eynni, á mið- vikudag. Ekkert hefur verið látið uppi um þessar síðustu tillögur en talið er að þar sé tpkið tillit til kröfu tyrkneska minnihlutans um að herstöðv- arnar nái yfir 260 ferkílómetra svæði 1 stað 312, sem Bretar hingað til hafa farið fram á, í London er sagt, að fari svo að Makarios hafni þessari tillögu sé ekki annað fyrir hendi en að efna til nýrrar ráðstefnu með fulltrúum Tyrkja og Grikkja á Kýpur. Hannes á + Ökuníðingur á ferð. + Hvers vegna Iceland? + Málspilling og leir- burður í dægurlaga- söngvunum. EF MENN AKA framhjá torgr- inu við Snorrabraut og Skúla- götu sjá þeir hvernig brúnir torgsins liafa verió skornar sund ur. Enginn þarf að fara í neinar grafgötur með það hvernig þetta hefur orðið, því að hjóiför sjást á báðum stöðum djúpt niður í svörðinn. Hér hafa ökuníðingar verið á ferð. Nýiega fór kunningi minn þarna qm að kvöldi og allt í einu kom leigubifreið akandi á ofsahraða fram úr öfugu megin og var næstum oltin á heygj- unni. Það er furðulegt hvernig sumir menn haga sér í umferð- inni. Vianlega ber mjög. að hægja ferðina þegar farið er inn hringbrautirnar. EINAR skrifar: ,,Á myndum frá landhelgisráðstefnunni í Genf sé ég að á skildi, sem ís- lenzku nefndarmennirnir sitja bak við, stendur áletrunin: Ice- h o r n i n u land. Mér þætti fróðlegt að heyra, Hannes minn, hvernig á því stendur, að þessi áletrun er höfð á enskri tungu. Vafglaust getur þú komizt að því. Það er engu líkara en hér sé verið að á- rétta þau ummæli rússneskra al- fræðiorðabóka, að ísland sé að- 1 eins bandarísk herstöð. EF RÁÐSTEFNAN hefði ver- ið í Englandi, væri þetta skiljan- legt, en nú er hún í Sviss, þar sem ríkismál er þýzka og franska og nafn landsins ritað Island og Islande. Hafi þetta verið gert að nefndarmönnum forspurðum, hefði verið hægur nærri að breyta þessu. Nú kynni einhver að svara því til, að um- ræðurnar færu aðallega fram á ensku eða ef til vill einvörð- ungu, en þá er því aftur til að svara, að á síðustu Ólympíuleik- um, sem háðir voru í enskumæl- andi landi, báru íslenzkir kepp- endur áletrunina: ísland.“ GRANI MJÓI skrifar: „Óneit- anlega er margt aftaka lélegt, sem birt er í íslenzkum blöðum og ekkj er skáldskapurinn þar nein undantekning. Þó held ég, að skáldskapurinn á „Laugar- dagssíðunni“ í Alþýðublaðinu næstsíðasta laugardag taki út y£- ir allan þjófabálk. Ljóðið heitip Æskuslóðir og er eftir einhvern Sigurþór dægurlagasöngvara. HÖFUNDURINN virðist hafaí einhverja hugmynd um, að til sé eitthvað, sem heiti bragreglur, en brageyrað er svo sljótt, að við leitnin til að fylgja þeim vill mjög fara út um þúfur. Þegar í fyrstu ljóðlínu eru stuðlar á vit- lausum stöðum. Víða er ofstuðli un og áherzla látin liggja á orð- um, sem að réttu lagi eru á- herzlulaus. Hrynjandinn verðup því öll mjög afkáraleg. En þetta er ekki það versta. EFNISMEÐFERÐIN og máL farið er fyrir neðan allar hellur. Höfundurinn segir frá því, a® hann hafi setið yfir ám „sunnart með túni“ og fengið ást „á yng- ismey einni þar öðrum bæ frá‘‘ og um stúlkuna segir hanní „Hún var sem engill í augura á mér.“ En svo fer hann á íjarlæg- ar slóðir og vonar að stúlkaa muni bíða hans, „en hugur minn sagði og svaraði nei“. Svo kem- ur hann aftur heim. „Ekkert var, breytt þar og allt var það saraa, en ásæða fyrir því að ég vaE kyrr.“ „Bónorðið við hana upp bar ég þá.“ —- Og allt í lagi. ÞEGAR UM ÞEKKT EÖG eri að ræða, freistast unglingar til þess að læra textana, sem birtin eru í dagblöðunum, og er illt til þess að vita, að dómgrehuf þeirra og brageyra sé sljóvga<3 með leirburði.“ _ J Hannes á horninu, j} 2 6. apríl 1960 — Alþýðublaðið 9 0881 ýj — Sló«ki.u4ý<jM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.