Alþýðublaðið - 06.04.1960, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 06.04.1960, Blaðsíða 13
boð á Suðurlandi Guðmundur Daníelsson: í húsi náungans. Viðtöl. ísafoldarprentsmiðja. — Reykjavík. 1959. GUÐMUNDUR Daníelsson lætur síður en svo við það sitja að vera skólastjóri á Eyr- arbakka og fjölhæfur og mik- ilvirkur rithöfundur. Hann leikur sér að því í tómstund- um sínum að ritstýra blaðinu Suðurlandi og skrifa það að miklu leyti. Samtöl hans við Sunnlendinga gef'a því ærið gildi. Úrval þeirra birtist í bókinni, sem hér verður lítil- lega gerð að umræðuefni. Hún heitir „í húsi náungans" og kom út hjá ísafold fyrir jól- in. Auðvitað sætir engum tíð- indum, að jafnsnjall rithöf- undur og Guðmundur Daní- elsson sé hlutgengur blaða- maður. Samtöl hans eru líkai minnisstæðar og skemmtileg- ar bókmenntir, en að auki greinagóðar heimildir um menn og málefni sunnan lands. Guðmundur bregður upp myndum manna og þjóð- lífs af sömu íþrótt og hann segir sögur. Og úrvalið sýn- ist hafa tekizt ágætlega. Ég er sæmilega kunnugur Suður- landi og þykist þess vegna geta um þetta borið. Helzt sakna ég hugvekjunnar um ferðalag hans með Stefáni Einarssyni vestur í Ameríku, en hún er guðmundsk í bezta lagi og enginn rótarskapur, hvað sem afstöðu doktorsfrú- arinnar líður. Því ekki að prenta hana sem bókarauka — og grein frúarinnar sem fvlgiskjal til að þjóna öllu réttlæti? En Guðmundi finnst sennilega. að sú mvnd eigi heima í öðrum ramma, og mér dettur vitaskuld ekki í hug að deila við hann um slíkt smekksatriði. Samverustundirnar með Guðmundi Daníelssyni „í húsi náungans" eru mér eins og ferðalag um blessaðar sveit irnar mínar á Suðurlandi beggja megin Þjórsár. Maður hittir gamla kunningja, sem leysa heldur en ekki frá skjóð u-nni undir eins konar fundar- stjórn Guðmundar. Þarna er Hafliði í Búð, goði þeirra í Þykkvabænum, Kristján Guð mundsson, verkalýðsforing- inn á Eyrarbakka, sem lék í Bárunni þar líkt og Stokks- eyringar í Gimli forðum daga, Gísli á Stóru-Reykjum, sem er lágsveitamönnuui í Ár- nesþingi svipaður leiðtogi og Benedikt á Auðnum var Þing- eyingum, og Margrét Júníus- dóttir riómabústvra og kaup- kona, en aftan við nafn henn- ar og skilereiningu set ég punktinn. Mér hlotnaðist ung um sú virðingarstaða að vera rjómapóstur í þjónustu henn- ar á árunum, þegar Skúli Benediktsson hélt. að ég hefði verið kúasmali í Flóanum, og engin mannvirðing hefur enn fallið mér betur. Rjómabrús- arnir voru reyndar bölvan- lega þungir, því að kýrnar á brimströndinni voru og eru dropasælar, en Stokkseyring- ar reyndust mér þvílíkir drengir í þeim vanda, að ég Guðmundur Daníelsson var áhoríandi að erfiðinu. Margréti gleymi ég aldrei. Hún er höfðingi, sem kann ekki að gera sér mannamun. Eða þjóðlífsmyndirnar í sam- tölunum við Magnús Magnús- son og Jóhannes Guðmunds- son! Þar sér maður Suðurland fortíðarinnar eins og í spegli, þrældóminn og fátæktina, karlmennskuna og baráttuvilj ann, þrautina og sigurinn. Gott er og að rifja upp kunn- ingsskapinn við Sigurjón í Raftholti, sem kannski er hug kvæmasti gáfumaður í sunn- lenzkri bændastétt, þó að stjórnmálaskoðanir hans séu tæplega nógu heimsborgara- legar. Fyrirsögn samtalsins talar sínu máli um hugsunar- hátt Sigurjóns: Það er ekki sama hvort við vinnum ull- ina sjálfir eða látum Gilitrutt gera það. En hjartað í bókar- skákinni er þó samtölin við Þórunni Gestsdóttur, enda leitun á skemmtilegri og sér- stæðarj manneskju en þessu systkinabarni við Jóhannes Kjarval, lausakonunni til sjós og lands, sem þénaði í Hús- inu á Eyrarbakka löngu áður en Alþýðuflokkurinn komst þar til valda, elskar ærnar sínar í lífi og dauða og gaf kost á sér í naglaboðhlaup rösklega áttræð. Yngra gam- almenni mun vandfundið á íslandi. Og sannarlega kann Guðmundur Daníelsson á henni lagið, Loks er svo heið- ursgesturinn, Dagur Bryn- júlfsson frá Gaulverjabæ.Ævi saga hans er vissulega efnis- xnikil, en naumast stórvið- burðarík. Hins vegar á Dagur meira en skilið þá kurteisi, sem Guðmundur sýnir hon- um. Hann stóð um langt ára- skeið í fylkingarbrjósti sunn- lenzkra bænda og hefur haft forustu um margar þær fram- farir, sem gerbreyttu högum þeirra' og háttum. Blaðamenn nútímans taka afmælisviðtöl af minna tilefni. Einni aðfinnslu vil ég koma á framfæri: Guðmundur Dan- íelsson hefur vanrækt Vest- mannaeyjar síðan hann var þar ungur í veri og þótti taka eftirminnilega til höndunum í aflahrotum. Hann virðist ekki gera sér svo ljóst sem skyldi, að Vestmannaeyjar eru höfuðstaður Suðurlands, þó að óbrúuð vík sé í milli. Enginn Vestmannaeyingur fær hér heimsókn Guðmund- ar. En þangað gengi hann á- reiðanlega ekki bónleiður til búðar. Guðmundur Daníels- son á í fleiri hús að venda, svo margir sem náungar hans eru. Myndirnar í- bókinni auka drjúgum gildi hennar. enda sumar afbragðsgóðar. Höfuad ar þeirra er hvergi getið, en hann mun Ólafur K. Magnús- son. Án þeirra vildi ég ekki vera. Þær eiga ríkan þátt í því, ag lesandanum finnst hann kenna návist þeirra á- gætu og margfróðu Sunnlend- inga, sem hér koma við sögu. Helgi Sæmundsson. .....■■»■■»«.■•■■.. Taktð Bjóðið gæframi heim Lótusbúðin Hafnarfirði læt- ur hvern þann viðskiptavin er kaupir fyrir kr. 200 eða meirta fá Happdrættis- miða N.L.F.Í. sem KAUP- BÆTI. Þar fáið þér 10 vinn- inga að verðmæti kr. 185,600 —. Einstætt tækifæri að gera göð kaup og bjóða gæfunni heim. Eifthvab fyrir alla ★ PILSNER MALTÖL H V í T Ö L SPUR COLA GINGER ALE HI-SP OT LÍIONAÐI QUININE WATER A N A N A S SINALCO SÓDAVATN appelsín GRAPE FRUIT KJARNADRYKKIR ★ IHJ H.F ÖLGERDIN EGILL SKALLAGRIMSSON '„Alþýðublgðið — 6. apríl 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.