Alþýðublaðið - 06.04.1960, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 06.04.1960, Blaðsíða 11
titilinn steinn Ármann meistarí I kvennaflokki Í.R. sigraði í 2. flokki karla NÆSTSÍÐASTA leikkvöld1 körfuknattleiksmóts íslands fór fram að Hálogalandi á mánu- dagskvöldið var. Fóru þá fram 3 leikir. í II. flokki karla léku K.R. við Ármann (b) og Í.R. við Ármann (a) og í meistaraflokki kvenna áttust við lið frá Ár- inanni og Í.R. K.R.—ÁRMANN (B) 25:19 (15:12). Þessi leikur var mjög jafn og skemmtilegur og brá oft fyrir hröðu og-ákveðnu spili. K.R.- ingum tókst bó mun betur upp o'g náðu oft að spila á skemmti- legan hátt alveg upp að körfu. í hálfleik hafði K.R. 3 stig yfir 15:12 og seinni hálfleikinn unnu þeir með sama stigamun, en leikurinn endaði 25:19 stig fyr- ir K.R. Þetta II. flokks lið K.R. hefur sýnt vaxandi getu í þessu móti, en beztu menn liðsins eru þeir Guttormur, Skúli og Jón Otti. ÁRMANN—I.R. f KVENNA- FLOKKI 38:2 (12:0). Ármann varði meistaratitil sinn auðveMlega með yfirburða sigri vfir Í.R.-stúlkunum, sem virðast allav vpra nýgræðingar í körfuknattleik og hafa tak- rn'1•>'kaí,' lært í b°ssum bolt.a- leik. Vonandi verða bær bæði harðarí o" læ>-ðnri, pr bær mæta tíl loiks í Revkja- víkurmeistaramótinu í haust. Ármannsstúlkunum virtist ganga fremur stirðlega fram- anaf, og náðu ekki að skora körfu fyrr en á 5. mín. Er á leikinn leið náðu þær sér betur saman og spiluðu oft nokkuð á- kveðið. Leikurinn var fremur þófkenndur og ekki er hægt að segja, að hann hafi verið skemmtilegur, en honum lauk með sigri Ármanns með 38:2 stigum, en í hálfleik stóð 12:0 fyrir þær. Ármenningar tryggðu sér þar með íslands- meistaratitilinn í 2. sinn í röð. Þær sem léku í liðinu voru þessar: Sigríður Lúthersdóttir, Rut Guðmundsdóttir, Kristín Jóhannsdóttir, en hún skoraði 19 st. og var langstigahæst, Sig- rún Sigurðardóttir, Þuríður ísólfsdóttir, Þórunn Erlends- dóttir, Katrín Hermannsdóttir, Malla Magnúsdóttir og Hrafn- hildur Lúthersdóttir. Í.R.—ÁRMANN (A) 53:44 (30:21). Þessi leikur var úrslitaleikur í II. flokki karla, þar sem hvor- ugt liðanna hafði tapað leik. Í.R. tók strax forustuna og nær að skora 2 körfur, 4 stig þar fyrir Í.R. Ármann jafnar og helzt leikurinn nokkuð jafn framan af svo að stendur 10:10. Í.R. nær góðum leikkafla og kemst yfir 16:10, þeim tekst að honeum. Ljóms.: Sv. Þormóðss. Ármann sigraði ÍR með miklum yfirburðum í kvennaflokki, en myndin er frá þeim leik. Ingibjörg Mjöll Ein'arsdóttir, ÍR er með knöttinn ,en Ármannsstúlkurnar eru talið frá vinstri: Malla Magnúsdóttir, Katrín Hermundsdóttir, Sirrý Lúthersdóttir og | má við tvísýnum c Rut Guðmundsdóttir. | legum leikjum. Frá leik ÍR og Ármanns í 2. fl. Það er Guðmundur Þorsteins- son, ÍR sem er með knöttinn, en tveir Ármnningar þjarma að auka þann mun í 30:21 í hálf- leik. Leikurinn var mjög spenn- andi og voru margar körfur skoraðar af færi, Hraðinn í leiknum var mikill og samspil leikmanna nákvæmt og gott. Ármenningar notuðu lítið knatt rak í sóknarleik, heldur létu þeir boltan ganga hratt frá manni til manns, og virtist það reynast þeim vel. Fljótlega í seinni hálfleik var bezta leikmanni Ármanns, Birgi Birgis, vísað úr leik fyrir 5 einstaklingsvillur og er þetta 2. leikurinn í röð, sem það hendir hann, Margar þessara villna eru vegna þess, hversu stíft Birgir dekkar í vörninni og gæti hann komizt hjá mörg- um þeirra að skaðlausu. Beztir af Ármenningunum fyrir utan Birgir voru þeir Davíð Helga- son, Magnús Ólafsson og Árni Samúelsson. Stigin í seinni hálfleiknum urðu jöfn 23:23 og lauk því leiknum með sigri Í.R. 53:44 stigum og urðu þeir þar með fslandsmeistarar í II. ald- ursflokki. Þeir sem meistara- hlutu voru þessir, í svig um fyrir aftan eru stigin, sem skoruðu í þessum leik: Þorsteinsson (12), Árnason(14), Þor- Hallgrímsson (10), Einar (6), Einar Hermanns- son (8), Donald Rader (3), Óli Geirsson og Björn Jóhannsson. Dómararnir í leiknum ' voru Þórir Arinbjárnarson og Viðar Hjartarson og dæmdu þeir vel. í kvöld er svo síðasta leik kvöldið að Hálogalandi í þessi móti og hefst það kl. 8,14. Þ leika til úrslita í meistaraflokk karla Í.R. og K.F.R. og í 2. f' kvenna tvö lið frá K.R. Búas kemmti DER 19,99 m. AUSTIN — Texas (UPI). Hin æðislega keppni bandarísku kúluvarparanna um að yfir- vinna „hljóðmúr“ kúluvarps, 20 metrana, hélt áfram af full- um krafti um helgina, en þá varpaði Bill Nieder 19,99 á móti hér í borg! Stóra Bill vantaði því aðeins 1 sm í takmarkið, en það fylgir fréttinni, að í þessu kasti hafi kúlan lent utan geira og þess vegna muni bandaríska sambandið ekki saekja um stað- festingu á afrekinu sem heims- meti. Þetta „metstríð“ b'andarísku kúluvarparanna er alveg ein- stakt í íþróttasögunni. Stað- festa heimsmetið, 19,25 m, á O’Brien, en á sl. mánuði hafa tveir kastarar skipzt á um að bætia þetta met sem hér segir: Jþróttafréttir í STUTTU MÁLI TVÖ frjálsþróttamet í S-Af- ríku: Malan 14,1 sek. í grind, Anna Fick kastaði kringlu 48,18 m. Malan hefur kastað kringlu 53,03, en kki vitum við hvort það er sá, sem setti metið í grindahlaupinu. JAPANSKA stúlkan Satoko Tanaka setti nýtt heimsmet í , 200 m baksundi fyrir nokkru á 2:34,8 mín., sem er 2,3 sek. betra en met hennar frá júlí í sumar. ÞAÐ hefur náðst frábær ár- angur í fleiri greinum en kúlu- varpi í USA. Ray Norton er í ágætu „stuði“ þessa dagana, hann hljóp 100 yds á 9,5 og 220 yds á 20,6 (á beygju), sem er heimsmetsjöfnun. Annars fékk Norton óvænt harða keppni frá algjörlega óþekktum „sputnik“, en stundum koma þeir snögg- lega á stjörnuhimininn banda- rísku íþróttamennirnir. Þessi nýjia stjarna heitir Keith Thom assen og fékk tímann 21 sek. á 220 yds. Hann var jafn Norton þar til 20 yds voru eftir af hlaup inu. Skömmu síðar (á sama móti) keppti Thomassen í 440 yds og hljóp á 46,6 sek. Þessi af- reksm'aður er 23 ára og Kali- forníubúi og er álitinn eitt mesta hlauparaefni, sem komið hefur fram í USA til þessa og þó hafa margir snjallir komið þar fram eins og allir vita. Norm Grundy hefur stokkið 2,09 m í hástökfei, hans bezti árangur (áður 2,08). Hinn tvítugi Vance Barnes, sem hæst stökk 1,93 í fyrra, hefur nú þegar náð 2,08 á þessu ári. WMMWWWWWWWWWl ÞAÐ er keppt um þenn'an fagra bikar í 2. fl. kvenna, en gefandi er Lífstykkja- búðin h.f. Long 19,38 m, Nieder 19,45 m, Long 19,67 m, Nieder 19,99 m! í næsta skipti hljóta það því að verða 20 metrar eða lengra! KFRoglR íkvöld MEISTARAMÓTI íslands i körfuknattleik lýkur að Háloga landi í kvöld. Fara þá fram tveir úrslitaleikir, sena beðið hefur verið eftir með eftirvænt ingu. Fyrri leikurinn er á milli KR a og KR b í 2. fl. kvenna. Þótt KR-stúlkurnar séu enn mjög ungar, eru þetta sennilega tvö sterkustu kvennaliðin nú. Uppistaðan í þessum liðum er úr tveim skólum (vestur)bæjar- ins, a-liðið úr Hagaskólanum, en b-liðið «r Gagnfræðaskcla Vesturbæjar, en þessir tveir skólar kepptu til úrslita í skcla mótinu nú á dögunum og léku þar líklega bezta körfuknattleik sem íslenzkt kvennalið hefur sýnt til þessa. Seinni leikurinn er svo aðal- leikur mótsins, þ. e. úrslitaleik- urinn í meistaraflokki kaxla milli ÍR og KFR. Ómögulegt er að spá nokkru um þann leik. Bæði liðin eru í mjög góðri þjálfun og hafa sýnt ágæta leiki í mótinu og sigrað með nokkr- um yfirburðum. í Reykjavíkur- úrvali, sem nýlega var valið, eiga liðin alls 7 leikmenn af 12. KFR er Reykjavíkurmeistari og hefur eflaust mikinn hug á að ná nú í fyrsta skipti hinum eft- irsótta íslandsmeistaratitli. ÍR- ingar hafa orðið íslandsmeistar ar þrisvar og hafa fullan hug á að hækka þá tölu á miðviku- dagskvöldið. Áð loknum úrslitaleik karla verða afhent verðlaun í öllum flokkum, og eru verðlaunagrip- irnir hinir glæsilegustu. Mótið hefst kl. 20.15 stund- víslega. Alþýðublaðið — 6. apríl 1960 J.J — ©88£ liwa J A.';

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.