Alþýðublaðið - 06.04.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.04.1960, Blaðsíða 3
Þióðleikhúsinu HINN 20. apríl n. k. á Þjóð- leikhúsið 10 ára afmæli. í sam- bandi við afmælið fer fram mik il afmælissýning í Þjóðleikhús- inu, og hinn 4. júní hefst mikil listahátíð, sem stendur yfir til 17. júní. Á þessari listahátíð koma fram margir snjöllustu listamenn, sem nú eru uppi. Á afmælishátíðinni verður aðalþátturinn leikrit eftir Guð- mund Kamban, sem heitir „í Skálholti11. Leikrit þetta hefur verið sýnt einu sinni áður hér á landi og þá í Iðnó. Margir sömu leikararnir sem léku þá leika nú, en í öðrum hlutverk- um. Tónlist, sem flutt er í leik- ritinu, hefur Jón Þórarinsson samið úr gömlum stefjum. Tón listin er flutt til að tengja milli þætti. Aðalhlutverk í leikritinu leika þau: Valur Gíslason, Kristbjörg Kjeld, Regína Þórð- ardóttir, Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir, Erlingur Gíslason, Helgi Skúlason, Ævar R. Kvaran og Róbert Arnfinnsson. Vilhjálm- ur Þ. Gíslason þýddi leikinn. Leikstjórn annast Baldvin Hall dórsson og leiktjöld gerði Magnús Pálsson. Á undan sýn- ingunni flytur menntamálaráð- herra, formaður Þjóðleikhúss- ráðs og Þjóðleikhússtjóri á- vörp. Eirinig verður leikinn há- Sigga Vigga iV/ftÐULEG(J HÆSTARÉtíARþÓMARAR/ TALSMADUR /V fpTanda HEFUR VÉFENGT AÐ HÆG-T HAF/ VERí£> ,A9 7B£Y$TA ÞEFV/S/ VíT/V/SINS V/£> þad GÆDAMAT Sf.ti FRAii FÓR 'A HINUIÍ U/iDElLDA F/SKFARMI" tíðarforleikur Þjóðleikhússins. í sambandi við afmælishátíð ina verður flutt kórverkið Car- mina Burana þann 23. og 24. apríl. Það er Þjóðleikhúskór- inn og Fílharmoníukórinn, sem flytja verkið með undirleik Sinfóníuhljómsveitar Islands. Einsöngvarar verða Þuríður Pálsdóttir, Kristinn Hallsson og Þorsteinn Hannesson. Stjórn andi verður dr. Róbert A. Ott- ósson. Eins og fyrr segir hefst lista- hátíðin 4. júní. Listahátíðin hefst með því að ávörp verða flutt, og síðan verður óperan „Selda brúðurin“, sem er gesta- leikur frá Pragóperunni, frum- sýnd. Við flutning óperunnar aðstoðar Þjóðleikhúskórinn og Sinfóníuhljómsveit íslands. Stjórnandi verður Dr. V. Sme-4 tácek. Selda brúðurin verður sýnd 5 sinnum, og er síðasta sýning miðvikudaginn 8. júní. Fimmtudaginn 9. júní verður gleðileikurinn „Hjónaspil11 sýndur. Það næsta, sem sýnt verður er Rigoletto, það er föstudag- inn 10. júní. Óperan verður sýnd tvo næstu daga. Á fyrstu tveimur sýningunum syngur hinn frægi tenórsöngvari Nico- laj Gedda frá Metropolitan-ó- perunni í New York. Gedda er nú talinn einn bezti tenórsöngv ari, sem uppi er, og er því mik- ill fengur í komu hans hingað. Titilhlutverkið í óperunni syng ur Guðmundur Jónsson, sem kemur heim frá Vín til þess að syngja það. Einnig mun Stina Britta Melander frá Ríkisóper- unni í Berlín syngja á öllum sýningunum. Á síðustu sýning- unni í stað Gedda syngur þekkt ur sænskur söngvari, Sven Erik Vikström. Leikstjóri verður Simon Edwardsen, sem fyrir 10 árum setti Rigoletto fyrst á svið í Þjóðleikhúsinu. Stjórn- andi verður Dr. V. Smetácek. Næst verður svo leikritið „í Skálholti“ sýnt, en það verður sýnt mánudaginn 13. júní. Ballettinn „Fröken Julie“ eftir Birgit Culberg verður svo sýndur þriðjudaginn 14. júní. anförnu náð miklum vinsæld- um víða um heim, og þykir í allan máta hinn sérkennileg- asti. Höfundur ballettsins kem- Framhald á 14. síðu. NICOLAJ GEDDA SJÚKRAFLUG TiL MEISTARAVlKUR UM HÁDEGI í gær barst Flugfélagi íslands skeyti frá norræna námafélaginu í Meist- aravík, þar sem óskað var eftir Drengjahlaup jr Armanns DRENGJAHLAUP Ármanns fer fram sunnudaginn fyrstan í sumri (24. apríl). Keppt verð- ur í fimm manna sveitum um bikar, sem Eggert Kristjáns- son, stórkaupmaður gaf, hand- hafi hans er Glímufélagið Ár- mann, þá er og keppt í þriggja manna sveitum um bikar, sem Jens Guðbjörnsson, form. Ár- manns, hefur gefið, handhafi hans er ÍR. Öllum félögum innan F.R.Í. er heimil þátttaka og skal til- kynna hana til form. frjálsí- þróttadeildar Ármanns, Jó- hanns Jóhannessonar, P. O. Box 1086 viku fyrir hlaupið. því, að flugvél yrði send hið allra fyrsta til þess að sækja mann, sem var í hættu- vegna innvortis blæðingar. Kl. 13,30 lagði Douglasvélip „Gunnfaxi“ af stað og var Meistaravíkur eða kl. 17,30. meistaravíkur eða kl. 17,30. Veður var mjög óhagstætt til flugs og því tók flugið mun lengri tíma en venjulega. „Gunnfaxi“ kom aftur til Reykjavíkur kl. 9,50 í gær- kvöldi. Hafði hann verið 3 stundir og 15 mín. á heimleið- inni. Sambandslaust var við vélina mestan hluta leiðarinn- ar, en ferðin gekk samt ágæt- lega í hvívetna. Maðurinn, sem _ sóttur var, hafði hrapað eina 300 m. og rif beinabrotnað auk meiri meiðsla Friðrik Einarsson var með í för inni og tók manninn þegar til aðgerðar á handlækningadeild Landsspítalans. Flugstjóri í þessari frækilegu för við erfiðustu aðstæður var Ingimundur Þorsteinsson. ■■■ [■ ■iiBHHiHi Munið: Bingó í LiDÓ annað kvöld • ■ .." " v Alþýðublaðið — 6. apríl 1960 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.