Alþýðublaðið - 06.04.1960, Page 14

Alþýðublaðið - 06.04.1960, Page 14
Heimsmeistarinn Framhald af 4. síðu. gat, en einnig riddaraendatafl- ið er svörtum í hag. 39. Kd3—Rh5 40. Re2—e5 41. a4! í þessari stöðu fór skákin í bið, og Botvinnik innsiglaði bið- leikinn. Biðskákina rannsökuð- um við alla nóttina og daginn eftir. Við borðuðum aðeins súkkulaði og reyktum — tímd- um ekki að eyða tíma í mat. Hvað'a leik hafði Botvinnik innsiglað? Það var spurning, sem við veltum fyrir okkur. Þegar biðskákin var tefld, opnaði aðaldómari einvígisins, G. Stahlberg, umslagið með bið leiknum, og kom þá í ljós, að Botvinnik hafði ekki leikið sterkasta leiknum. Framhald- ið varð: 41. —Rf6 42. dxe5f og eftir 42. —Kxe5 43. b4 bauð heimsmeistarinn jafntefli sem áskorandinn þáði þegar. Ef Botvinnik hefði hins vegar leikið sterkasta biðleiknum, 41. —e4t, þá hefði getað orðið skemmtileg barátta, þá að við Móðir okkár SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR, Bústaðahverfi 2, verður jarðsett frá Fossvogskapellu föstudaginn 8. apríl kl. 13,30. Athöfninni verður útvarpað. Sína Ásbjarnardóttir Arndal. Magnús Ásbjörnsson. Sigurbjörn Ásbjörnsson. Jarðarför TRAUSTA HARALDSSONAR, múrara, fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 7, þ. m. kl. 2 e. h. Útvarpað verður frá jarðarförinni. F. h. aðstandenda, Margrét Guðnadóttir. Trausti G. Traustason. Innilega þökkum við öllum sem sýndu samúð og hlýhug við fráfall KARLS Ó. BJ ARNASONAR, varas lökkviliðsst j óra. Sárstaklega viljum við þakka forráðamönnum og starfsmönnum Slökkviliðsins í Reykjavík þann heiður er þeir sýndu minningu hans við útförina. Kristín L. Sigurðardóttir, foörn og tengdafoörn. Móðir okkar og tendamóðir GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR, Kirkjuvegi 15, Hafnarfirði, andaðist að sjúkrahúsinu Sólvangi — laugiardaginn 2. apríl. — Jarðarförin fer fram — fimmtudaginn 7. apríl — frá Hafnar- fjarðarkirkju — kl. 2 e. h. Fyrir hönd aðstandenda: Steinþór Hóseasson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför bróður okkar EGGERTS GILFER Skáksambandi íslands og Taflfélagi Reykjavíkur vottast sérsbakt þakklæti fyrir mikinn heiður við minningu hans. Fyrir hönd systkinanna, Þórarinn Guðmundsson. fyndum heldur ekki vinning fyrir svaran í þeirri leið. At- hyglisverð er eftirfarandi leið, 42. Kc4—Rf6 43. Rf4—a5 44. b4!—axb4 45. Kxb4—Rd5t 46. Rxd5—Kxd5 47. Kc3—h5t 48. a5—Kc6 49. Kb4, ekki 49. Kc4, vegna 49. —b5t! (Hér virðist hafa slæðst villa inn í rann- sóknir aðstoðarmannsins, hvort sem um er að kenna svefnleysi eða öðru, því að eftir 49. —b5t? 50. Kc3!, er það ekki svartur sem vinnur, eins og gefið er í skyn, heldur hvítur! Þá er nefnilega upp komin ein af þeim skemmtilegu endatafls- stöðum, þar sem sá tapar, sem á leikinn. — Freysteinn). 49. —e3 50. Kc3—Kb5 51. Kd3— Kxa5 52. Kxe3—b5 53. d5—b4 54. Kd4 og ekki er erfitt að sannfærast um, að skákin á að enda í jafntefli. Flóknari gæti baráttan orðið eftir 42. Kc4—- a5 43. b4—axb4 44. Kxb4— Kd5 45. a5!—Rf6 46. Kc3— Kc6 47. Rf4—Kb5 48. d5— Kxa5 49. Kd4—b5 50. Ke5— Rd7t 51. Ke6, með hálsbrjót- andi flækjum. Þegar öll ósköpin eru um garð gengin, ætlum við Tal að rannsaka endataflið nákvæm- lega. Hjá íbúum Rígu, hjá Tal, og hiá sjálfum mér, olli skák þessi ófáum geðsveiflum. Æsandi barátta! Lisfahátíð Framhald af 3. síðu. ur hingað og stjórnar honum sjálf. Margir vel þekktir dans- arar dansa í ballettinum. Með- al þeirra eru dansarar frá Finnsku Óperunni í Helsing- fors, frá konunglegu óperunni í Stokkhólmi og nemendur Listdansskóla Þjóðleikhússins. Hljómsveitarstjóri verður Ró- bert A. Ottósson. Ballettinn verður sýndur 3 sinnum. Listahátíðinni lýkur svo með miklum dansleik og ballettsýn- ingu á sviði og í sal Þjóðleik- hússins og í Leikhúskjallaran- um. Er þá áætlað að bvggt verði yfir sætin í salnum þann- ig að þar myndist góður og mik ill danspallur. Aðgöngumiðar verða öllum heimilir til kaups, en byrjað verður að selja að- göngumiða á allar sýningar listahátíðarinnar eftir afmælis- sýninguna. HÁTÍÐARNEFND. í hátíðarnefnd eru þeir Vil- hjálmur Þ. Gíslason, formaður Þjóðleikhúsráðs, Guðlaugur Rósinkranz, Þjóðleikhússtjóri, Haraldur Björnsson, leikari, Hörður Bjarnason, húsameist- ari ríkisins, Dr. Jakob Bene- diktsson, Valgerður Tryggva- dóttir, skrifstofustjóri Þjóðleik hússins og Valur Gíslason, leikari. Framkvæmdastjóri hátíðar- innar er Guðlaugur Rósin- kranz. miðvikudagur Veðrið: A. og N.-A. kaldi; Slysavarðstofan er opin all an sólarhringinn. Læknavörð ur LR fyrri vitjanir er á sama stað frá kl. 18—8. Sími 15030. -o- o---------------------O Gengin. Kaupgengi. 1 sterlingspund .... 106,65 1 Bandaríkjadollar . . 38,00 1 Kanadadollar .... 39,93 100 danskar kr..551,40 lOOnorskarkr... 532,80 100 sænskar kr. 734,70 100 vestur-þýzk mörk 911,25 '®KS»Sf5S«» X-' Flugfélag íslands h.f.: Innanlandsfl.: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, — Húsavíkur, ísa fjarðar og Vest mannaeyja. - Á morgun er á ætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), — Bíldudals, Eg- ilsstaða ísafjarðar, Kópaskers — Patreksfjarðar, Vestmanna eyja og Þórshafnar. Loftleiðir h.f.T Leifur Eiríksson er vænt- anlegur klr 6.45 frá New York. Fer til Ámsterdam og Luxemburg kl. 8.15. Edda er væntanleg kl. 9.00 frá New York. Fer til Oslo, Kmh. og Hamborgar kl. 10.30. Hekla er væntanleg kl. 23.00 frá Stafangri. Fer til New York kl. 00.30. Föstumessa í kvöld kl. 8,30. Séra Óskar J. Þorláksson. Laugarneskirkja: Föstumessa í kvöld kl. 8,30. Séra Garð- ar Svavarsson. Borgfirðingafélagið heldur spilakvöld á fimmtudaginn 7. aprfl í Skátaheimilinu. — Húsið opnað kl. 20.15. Mæt- ið vel og stundvíslega. Langholtsbúar athugið hinn árlega bazar kvenfélagsins, sem verður x maí. Styðjið gott málefni. ^ HÉR er ég með reikn- inginn, sem ég sýndi yður í gær. En ég er ekki með eyri á mér. Það sögðuð þér líka í gær. Já, ég er ekki einn af þeim, sem segi eitt í dag og annað á morgun ... Jöklar h.f.: Drangajökull er í Rvk. Langjökull fór frá Vestm,- eyjum 2. þ. m. á leið til Ventspils. Vatnajökull er í Rvk. Skipadeild S.I.S.: Hvassafell kemur í dag til Sas avn Gent. Arnarfell er í Keflavík. Jökulfell fór 1. þ. m. frá New York til Rvk. —• Dísarfell átti að fara í gær frá Rotterdam til Hornafjarð- ar. Litlafell losar á Norður- landshöfnum. Helgafell er £ Rvk. Hamrafell er í Horna- firði. f Hafskip h.f.: , Laxá er í Lysekil. Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá Rvk í dag vestur um land til Akureyrar. Herðubreið fór frá Rvk í gær austur um land til Akureyrar. Skjaldbreið fer frá Rvk á morgun vestur um land til Akureyrar. Þyrill er á leið frá Bergen til Rvk. Herjólfur fer frá Rvk kl. 21 í kvöld til V estmannaey j a. -o- Prófessor Lárus Einarsson frá Árósum er kominn hing- að með konu sinni í boði Háskóla íslands og mun flytja tvo fyrirlestra í há- skólanum: Miðvikudag 6. apríl: Um kirni (nucléin- sýrur) í inni byggingu og lífsstarfi taugungsins (neu- ron). — Þriðjudag 12. apríl: Um áhrif E-bætiefnisskorts á taugakerfið í öpum (maca cus rhesus). — Fyrirlestr- arnir verða fluttir í I. kennslustöfu háskólans og hefjast kl. 20.30. Öllum er heimill aðgangur. -o- Miðvikudagur 6. apríl: 12.50—14.15 Við vinnuna. 18.30 Út varpssaga barn- anna: „Gestur á Hamri“ sögulok. 18.55 Framfo.k. í ensku. 19.00 Þing fréttir. Tónleik- ar — 20.30 Föstu- messa í Dóm- kirkjunnþ (Prest- ur: Séra Óskar J. Þorláksson. Org- anleikari: Dr. Páll ísólfsson) 21.30 Ekið fyrir stapann. — 22.10 Leikhúspistill (Sveinix Einarsson). 22.30 Jazzþáttur á vegum Jazzklúbbs Rvíkur. 23.15 Dagskrárlok LAUSN IIEILABRJÓTS: |,4 6. apríl 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.