Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2001, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 09.05.2001, Qupperneq 4
FRETTABLAÐIÐ 9. maí 2001 MIÐVIKUDACUR Eftirmálar flugslyssins í Skerjafirði: Hættulegur bj örgunarbátur VILJA NÝJAN BJÖRCUNARBÁT Björgunarbátur Flugmálastjórnar er til taks í Slökkvistöðinni á Reykjavíkurflugvelli. SVONA ERUM VIÐ BÖRN Á ÍSLENSKUM LEIKSKÓLUM eiga sér mörg móðurmál og 4,6% leik- skólabarna eða 676 börn eiga annað móð- urmál en íslensku. Wlóðurmálin skipta nokkrum tugum. ENSKA 143 PÓLSKA 57 FILIPPEYSK MÁL 50 TÆLENSKA 43 ÞÝSKA 37 DANSKA 36 Heimild: Hagstofa íslands öryggismál. Eftir flugslysið í Skerja- firði fyrir níu mánuðum komst endur- nýjaður skriður á umræðu um að komið verði upp öflugum björgunar- báti sem helst verði staðsettur í skýli í fjörunni við fjörðinn. Þar væri hægt að hafa bátinn sjókláran og reiðubú- inn fyrir björgunarlið hvenær sem er. Núverandi björgunarbátur þykir alls ófullnægjandi vegna smæðar og eins vegna þess að hann er búinn ut- anborðsmótor sem reynslan hefur sýnt að getur rekist í boða auk þess sem talið er að mótorinn geti verið hættulegur fórnarlömbum slysa sem enn eru í sjónum. Lagt hefur verið til að keyptur verði stór og öflugur harðbotna bátur með vatnsþrýstidrifi og niðurfellan- legum borðstokki til að auðvelda björgun fórnarlamba úr sjónum. Giskað hefur verið á að slíkur bát- ur myndi kosta um tíu milljónir króna. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagði á fundi með hlutaðeig- andi aðilum þann 15. ágúst í fyrra, að- eins átta dögum eftir flugslysið í Skerjafirði, að það væri vilji stjórn- valda að hafa besta fáanlegan búnað til björgunarstarfa á Reykjavíkur- flugvelli og að ekkert yrði til sparað af þeirra hálfu í þeim efnum. Unnið mun hafa verið að þessu máli frá því í fyrra og ýmsir kostir skoðaðir en engin ákvörðun hefur þó enn verið tekin um kaup á báti en slík kaup heyra undir Flugmálastjórn. ■ EYRÚN MARÍA RÚNARSDÓTTIR Minna af faglegum störfum berast At- vinnumiðstöð stúdenta, störfum i boði hefur fækkað og dæmi eru um að allt að 70 námsmenn sæki um sama starfið. Sumarvinnan: Færri störf í boði námsmenn Færri störf standa stúd- entum til boða í ár á Atvinnumiðstöð stúdenta (AM) miðað við árið í fyrra. Á sama tíma sækja fleiri um hvert starf og hafa um 1.300 stúdentar skráð sig hjá AM. Eyrún María Rúnarsdóttir, rekstr- arstjóri AM, segir að umsóknir frá fyrirtækjum berist seint í ár og séu orðnar 150 miðað við 200 á sama tíma í fyrra. Þetta sé því nálægt 25% fækkun. Eyrún segir líklegt að fyrir- tæki fái sendar fleiri umsóknir nú og minni fyrirtækin hafi síður samband. Dæmi eru um að allt að 70 náms- menn sæki um sömu vinnu og minna er um framboð á faglegum störfum. Eyrún bendir á að hluti skýringarinn- ar geti verið að námsmenn sæki frek- ar milliliðalaust um vinnu hjá fyrir- tækjunum og því sé minni þörf á aó leita til AM. „Þetta ástand gæti teygst eitthvað fram í júní en í fyrra voru nær allir stúdentar búnir að ráða sig í lok maí. Nú virðist vera meiri óvissa með at- vinnuástand námsmanna og þeir hringja meira til að spyrjast fyrir,“ segir Eyrún María. ■ ...... Bensínverðið: 93,20 kr* í Smáranum bensín í gærmorgun var bensínverðið lægst á sjálfsafgreiðslustöðinni Esso Express í Smáranum í Kópavogi. Lítrinn af 95 okt. bensíni kostaói þar kr. 93,20. Þetta kemur fram á vefsíðu FÍB, en félagið fylgist náið með bens- ínverði þessa dagana. Næst ódýrast var bensínið hjá Orkunni í Kópavogi í gærmorgun. Þar kostaði Iítrinn 93,40. Dýrasta stöðin af ódýru sjálfsafgreiðslustöðv- unum reyndist OB stöóin sem er á svipuðum slóðum og Express stöðin, eða andspænis henni við Reykjanes- brautina. Þar kostaði lítrinn 94,60. Á hefðbundnum þjónustustöðvum olíu- félaganna var verðið óbreytt. ■ Innbúið hvarf í hafið Hluti af búslóð sendiherrahjónanna Svavars og Guðrúnar hvarf í hafdjúpið ásamt íjórum málverkum frá Listasafni Islands. Persónulegir munir og partur af þeim sjálfum. tjón. Svavar Gestsson sendiherra í Stokkhólmi og kona hans Guðrún Ágústsdóttir fyrrverandi forseti borgastjórnar urðu fyrir tilfinninga- legu tjóni þegar hluti af búslóð þeirra hvarf í Atlantshafið. Búslóðin var í einum af þeim 15 gámum sem leigu- skip Atlantsskipa missti frá borði þegar brotsjór reið yfir skipið á leið þess frá Ameríku til íslands. Sendi- herrahjónin eru að flytja búferlum til Svíþjóðar frá Kanada og ætluðu að koma hluta af búslóó sinni fyrir í íbúð þeirra í Reykjavík. í þessum gámi þeirra voru einnig fjögur málverk í eigu Listasafns fslands sem það hafði lánað til afnota í ræðismannabústað Svavars í Kanada. Svavar segir að í gámnum hefðu verið ýmsir persónulegir munir, bækur, listaverk og annað sem þau höföu ætlað aö koma fyrir í íbúð sinni sem þau hafa keypt á Leifsgöt- unni. Þarna hefði því horfið hluti af sjálfum sér og þeim hjónum. Hann segist ekki ..- Sendíherrann segir að það sé lítið við þessu að gera, enda hefði skipið lent í náttúruham- förum fyrir opnu hafi. vita hversu fjárhagslegt tjón þeirra sé mikið þótt tryggingar utanríkis- ráðuneytisins muni bæta tjónið að einhverju leyti. Margt af því sem var í gámnum sé þess eðlis að erfitt sé að leggja á það fjárhagslegt mat. Engu að síður má ætla að það hlaupi á ein- hverjum milljónum króna. Hinsveg- ar hefði sá hluti búslóðarinnar sem ætlunin er að nota í Stokkhólmi skil- að sér þangað. Hann segir aó það sé erfitt að átta sig á því hvað hafi í raun og veru glatast fyrr en þau sjá hvað vantar úr heildarbúslóð þeirra þegar gámurinn í Stokkhóimi verður losaður. Það sé m.a. vegna þess að þau voru sömu dagana að pakka í gáminn sem tapaðist og þann sem fór til Svíþjóðar. Engu að síður sé þetta „hundsbit“ eins og hann orðar það. Sendiherrann segir að það sé lítið við þessu að gera, enda hefði skipið lent í náttúruhamförum fyrir opnu hafi. Hann segir að þetta sé þó ný lífsreynsla fyrir sig. Hinsvegar hefði Guðrún lent í hliðstæðu þegar hús- næði fjölskyldu hennar varð eldi að bráð í stóra Lækjargötubrunanum á sjöunda áratugnum. grh@frettabladid.is SENDIHERRAHJÓNIN SVAVAR GESTSSON OG GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR Svavar segir að það sé ný lífreynsla fyrir þau hjónin að verða fyrir því „hundsbiti" að missa mikið af eignum sínum í hafið af völdum náttúruhamfara. Bonino mótmælir samsæri: Hún hefur hvorki fengið vott né þurrt í heila viku róm. ap. Emma Bonino, leiðtogi Rót- tæka flokksins á Ítalíu, hefur nú ver- ið í hungurverkfalli í rúma viku og hafa læknar áhyggjur af ástandi hennar. Var hún lögð á sjúkrahús fyr- ir síðustu helgi en hélt svo áfram að neita sér um mat og vatn á mánu- dagsmorgun. Bonino vill mótmæla meintu samsæri sjónvarpstöðva um að einblína á tvo stærstu flokkana sem verða í framboði í ítölsku þing- kosningunum komandi sunnudag. Annars vegar er þar um að ræða íhaldsflokk fjölmiðlabarónsins Syl- vio Berlusconi og hins vegar flokk Francesco Rutelli sem er vinstra megin við miðju og stefnir að því að halda núverandi stjórnarbandalagi. Flokkur Bonino hefur beitt sér fyrir ýmsum félags- og umhverfis- málum, svo sem lögleiðingu fóstur- eyðinga og takmörkun á kjarnorku- iðnaði. Bonino sat í framkvæmda- stjórn Evrópuráðsins fyrir nokkrum árum og hafði þar meðal annars með sjávarútvegsmál að gera. ■ í HUNGURVERKFALLI Flokkur Bonino fékk 3,6 prósent atkvæða í kosningunum 1996. Verktaki sleit streng: Enginn sónn á Skemmuvegi sími. Símasambandslaust var við fyr- irtæki við Skemmuveg og Smiðjuveg í Kópavogi seinnipart mánudags og fram eftir deginum í gær vegna þess að verktaki hafði slitið símstreng. í frétt frá símanum segir að tvær 300 strengja línur hafi slitnað undan gröfu, sem vinnur að breikkun Breiðholtsbrautar og Reykjanes- brautar. Unnið var að viðgerðum fram á nótt í fyrrinótt og lauk þeim síðdegis í gær. ■ ! STUTT I Sendiráð íslands í Austurríki hóf starfsemi sína i gær og afhenti Þórður Ægir Óskarsson sendiherra Thomas Klestil, forseta Austurríkis, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra ís- lands í Austurríki. Auk Þórðar verða tveir starfsmenn í sendiráðinu. Mennirnir fjórir, sem voru hand- teknir vegna skotárásarinnar á ÍR-svæðinu í Breiðholti, eru allir lausir úr haldi.Að sögn lögreglu telst málið upplýst þótt enn séu nokkrir þættir þess til rannsóknar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.