Fréttablaðið - 09.05.2001, Page 10
FRÉTTABLAÐIÐ
1
9. maí 2001 MIÐVIKUDAGUR
David Trimble:
Hótar afsögn
belfast. ap. Forsætisráðherra N-ír-
lands, David Trimble, sagði í gær að
hann myndi segja af sér ef írski lýð-
veldisherinn (IRA) hæfi ekki afvopnun
í næsta mánuði. Urslitakostir Trimble
munu ekki bæta samband hans við IRA
og Sinn Fein, stjórnmáiaarms lýðveld-
ishersins, auk þess sem talið er víst að
friðarsamkomulagið andstæðra fylk-
inga á N-írlandi sé í hættu, komi til af-
sagnar Trimble. Trimble leiðir fjög-
urra flokka stjórn N-íriands en talið er
næsta víst að hún liðist í sundur ef
hann víkur úr embætti. IRA lýsti því
yfir fyrir ári síðan að herinn myndi af-
vopnast. Enn sem komið er bólar hins
vegar ekki á afvopnuninni. Þrýstingur
hefur því aukist jafnt og þétt á Trimble
að krefjast afvopnunar. ■
BÚINN AÐ FÁ NÓC
frskir sambandssinnar eru andsnúnir Trimble og friðarsamkomulaginu við írska lýðveld-
issinna.
Þýskur bílaframleiðandi
tilkynnir afkomu:
Dúndurgangur
hj á Volks wagen
frankfurt. ftp. Volkswagen AG hefur
tilkynnt tæplega 60 prósenta hagn-
aðaraukningu á fyrsta ársfjórðungi
á sama tíma og samdráttur er í bíla-
sölu í heiminum. Eftirspurn eftir bíl-
um í Þýskalandi, sem er mikilvæg-
asti markaður fyrirtækisins, hefur
til dæmis minnkað um tæp sjö pró-
sent. Fyrirtækið framleiðir meðal
annars Audi og Rolls Royce, auk
Volkswagen-bifreiða. Þrátt fyrir
gott gengi ætlar fyrirtækið að draga
úr kostnaði og reyna með ýmsum að-
ferðum að auka veltu sína á öllum
sviðum. ■
ÞINGMENN HÆTTULECASTIR ALLRA
Segjast þó eiga einn þingmann. „Það vantar ekki að hann hefur hátt á fundum með okkur. Það er bara verst að hann hljóðnar þegar hann gengur inn á Alþingi.
Ú p I
I
P. f
Verður að ljúka með
samningum í þetta skiptið
Kallarnir í verkfallskaffinu hjá Sjómannafélagi Reykavíkur velkjast ekki í vafa um réttmæti málstaðar síns. Þeir
segja tíma til að verkfalli ljúki með samningum en ekki lögum.
verkfall „Við þurfum ekkert að ræða
kröfurnar hjá útgerðarmönnum",
segir Gunnar Eiríksson sem þykir
^ ekki ástæða til að
hafa áhyggjur af
verkfallinu enda
hafi hann lent í
lengra verkfalli á
sínum yngri árum.
Eitt af því sem sjó-
menn sætta sig
-—*— ekki við er krafan
um að útgerð njóti
fækkunar í áhöfn vegna tæknivæð-
ingar með því að lækka skiptapró-
Eldri mennirnir í
hópnum segjast
engar áhyggjur
hafa af því þó
verkfallið dragist
enn á langinn
sentuna. „Það er búið að fækka sjó-
mönnum um 2.000 á örfáum árum“,
segir Flelgi Kristinsson. „Auðvitað
hljóta þeir að vera að gera þetta á
hagkvæmari hátt með færri skip og
færri sjómenn."
Eldri mennirnir í hópnum segjast
engar áhyggjur hafa af því þó verk-
fallið dragist enn á langinn. Helgi
lætur sér þó nægja að lýsa von sinni
um að verkfallið verði ekki stöðvað
með lögum. „Vonandi verður þetta
ekki stöðvað. Alla vega ekki öðruvísi
en með samningum." „Ég var að
heyra það í morgun að það stæði til,
ég veit ekki hvort það er rétt, að það
verði frestun á verkfalli, að það verði
sett í gerðardóm", segir Birgir H.
Björgvinsson og er auðheyrt að félög-
um hans hugnast ekki tilhugsunin.
Menn eru á eitt sáttir um að kröfu-
gerðir hafi ekki breyst um margra
ára skeið. Þeir segja það þó ekki vera
samningamönnum sjómanna að
kenna. „Þeir hafa náttúrulega alltaf
getað stólað á lögin“, segir einn um
LÍÚ. „Þeir hafa staðið sig eins og þeir
hafa getað“, segir annar um samn-
ingamenn sjómanna.
Tryggingamálin hvíla þungt á
Gengisþróun:
Gott ár í ferðaþjónustu
ferðamál. Gengisþróunin íslenskru
krónunnar en undafarið hefur á heild-
ina litið jákvæð áhrif á íslensk fyrir-
tæki í ferðaþjónustu og ísland verður
samkeppnishæfara á hinum alþjóð-
lega markaði um ferðamenn. Þetta er
mat Magnúsar Oddssonar ferðamála-
stjóra, en hann sagði að ferðamenn
sumra þjóða væru mjög meðvitaðar
um það hvað þeir fengju fyrir sína
mynt á sínum áfangastöðum.
„Það stefnir í verulega gott ár
hvað við kemur ferðaþjónustunni
þegar litið er til umfangs," sagði
Magnús. „Þessi tekjuauki sem kemur
vegna þessara gengisbreytinga núna
hlýtur að auka líkur á því að þetta
aukna umfang leiði líka til aukinnar
arðsemi fyrirtækjanna."
Magnús sagði að einnig mætti
reikna með því að ísland yrði sam-
keppnishæfara á innlenda markaðn-
um vegna þess hversu dýrt það væri
orðið fyrir íslendinga að fara til út-
landa. Hann sagði að neikvæðu hlið-
arnar á gengisþróuninni fyrir íslensk
fyrirtæki í ferðaþjónustu væru helst
þær að erlend lán hækkuðu og að að-
föng eins og eldsneyti á flugvélar og
viðhald og leiga þeirra hækkuðu. ■
GÓÐAR FRÉTTIR AF GENCISHRUNI
Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir að
gengishrunið sé á heildina litið jákvætt
fyrir hagsmuni íslensku ferðaþjónustunnar.
mönnum. „Það var einn sem var með
mér til sjós sem datt ofan í móttökuna
fyrir tveimur árum síðan“, segir
Helgi. „Hann er búinn að vera í mála-
ferlum síðan og fyrir mánuði var
dæmt að hann ætti enga sök á slysinu.
En nú verður hann að bíða í tvo mán-
uði enn vegna þess að tryggingafélag-
ið hefur frest til að áfrýja. Hann er
óvinnufær og fær aldrei fulla starfs-
orku aftur. Hann er kominn með allt í
tóma vitleysu. Honum var sagt að ef
hann tæki 30% á sig myndi trygg-
ingafélagið gera upp við hann.“
binni@frettabladid.is
I STUTT I
Kínversk stjórnvöld mótmæltu
því í gær að Bandaríkjamenn
hefðu hafið njósnaflug á nýjan
leik. Þau sögðust ekki leyfa flug
njósnaflugvélarinnar, sem brot-
lenti í byrjum apríl, aftur til
Bandaríkjanna en hafa ekki hafnað
því að vélin, sem brotlenti í kjölfar
áreksturs við kínverska flugvél,
verði flutt á annan hátt til Banda-
ríkjanna.
♦—
Olíufélagið hf. hefur ákveðið að
taka aftur síðustu hækkun á
eldsneytisverði. í tilkynningu segir
að þetta sé ákveðið þar sem krónan
hafi verið að ná fyrri styrk.
Lækkunin tekur gildi á miðnætti.