Fréttablaðið - 09.05.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.05.2001, Blaðsíða 18
18 F TT L I 9. maí 2001 MIÐVIKUDAGUR Grafíksýning á Tryggvagötu: A leiðinni og á eilífri ferð crafIksýninc Á' leiðinni heitir sýning sem Iréne Jensen hefur opnað í sal félagsins íslensk grafík, Tryggva- götu 17 Hafnarhúsinu (hafnarmegin). Sýningin lýsir nútímamanneskjunni á eilífri ferð sinni í síbreytilegu um- hverfi og tíma. Myndirnar eru Ima- gon ætingar, sem er ný listgrafík- tækni, sem byggir á ljósmynda- og djúpþrykkstækni. Iréne er sænsk en hefur verið bú- sett í Reykjavík síðan 1988. Hún hef- ur stundað myndlistarnám í Stokk- hólmi og síðast við Myndlista- og handíðaskóla íslands í grafíkdeild, 1990-1994. Þetta er sjöunda einkasýn- ing hennar og hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga erlendis og hérlendis. Iréne rekur grafíkvinnu- stofuna Áfram veginn, Laugavegi 1 B, ásamt fimm öðrum listamönnum. Sýningin stendur til 20. maí og er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14 til 18. ■ Hafnargönguhópurinn: Hittast og ganga með ströndinni útivist Hafnargönguhópurinn stendur fyrir gönguferð með hafnarsvæðum og ströndinni úr Elliðavogi út á Mið- bakka og síðan með strætó, leið 7, frá Lækjartorgi inn í Elliðavog. Gengið verður frá gömlu Rafstöð- inni kl. 20.30 niður að árósum og um hafnarsvæðin og með ströndinni út á Miðbakka. Þar lýkur ferðinni. Hægt er að stytta gönguferðina með því að fara í strætó niður á Lækjartorg á leiðinni. Allir velkomnir. ■ FRAMANDI ÁVEXTIR Fleira er matur en kjöt og fiskur. Málþing um eitt af undrum veraldar: Islendingar borða ekki ávexti mannelpi Hvers vegna borða íslend- ingar ekki meira af ávöxtum og grænmeti? Bryndís Eva Birgisdóttir næringarfræðingur ætlar að leita svara við þessari stóru spurningu á málþingi sem Manneldisfélag íslands boðar til í kvöld kl. 20.30 að loknum aðalfundi félagsins í Odda. Hún segir skýringanna meðal annars að leita í verðlagi, slæmu aðgengi og einfald- lega því að við erum óvön bragðinu. Björn Sigurður Gunnarsson mat- væla- og næringarfræðingur ætlar ennfremur að gera grein fyrir rann- sóknum á hollustu ávaxta og græn- metis og Baldur Símonarson lífefna- fræðingur fjallar um það hvers vegna ávextir og grænmeti eru svo holl sem raun ber vitni. Hvaða for- vitnilegu náttúruöfl búa þar að baki? í lokin verður kynning á framandi ávöxtum þar sem sýnt verður hvern- ig á að borða þá og matreiða, sem vill flækjast fyrir mörgum. Meðal annars verður kynntur ástríðuávöxtur, stjörnuávöxtur, papa- ya, mangó og ananas, sem kvað vera fáanlegur án þess að vera í dósum. ■ VALA ÞÓRSDÓTTIR Á tíu dögum voru 45 sýningar á éttta mismunandi stöðum. Verkið hlaut viðurkenningu gagnrýnenda á hátíðinni. Tók þátt í leiklistarhátíð í Ungverjalandi: Ungverjar ekki mikið fyrir að hlæja eða brosa leiklist Aðstandendur The Icelandic Take Away Theatre, Vala Þórsdóttir og Ágústa Skúladóttir, eru nýkomnar heim frá Búdapest þar sem þær tóku þátt í Leiklistarhátíð sjálfstæðra leikhópa. „Þetta var algjört ævintýri og okkur var tekið rosalega vel,“ sagði Vala í samtali við Fréttablaðið. Leikhópurinn sýndi tvo einleiki, Háa- loft eftir Völu og Engla alheimsins í leikgerð Neil Haigh. Auk þeirra var með í för Kolbrún Ósk Skaftadóttir, ljósamaður. Vala sagðist hafa farið á margar sýningar þar ytra, þar á meðal grín- sýningar. „Þær voru meira og minna á ungversku þannig að maður var kannski ekki alveg að skilja hvað leikararnir voru að segja en brandar- ar sjást alltaf í leikhúsi." Hún sagði Ungverja frekar alvörugefna og ekki mikið fyrir að hlæja eða brosa í leik- húsi. „Þess vegna vorum við ákaflega ánægð og stolt þegar við fengum okk- ar áhorfendur til að skellihlæja.“ Vala er á leið á Kvennalistahátíð í Tornio í Finnlandi þar sem hún sýnir Háaloft og kennir skrif og leik á ein- leikjum. „Þetta er mikill heiður sem vonandi leiðir til fleiri tækifæra því það er fátt skemmtilegra en að ferðast og vinna.“ ■ MIÐVIKUDAGURINN 9. MAÍ FUNPUR_____________________________ 17.15 Jorge Hankamer prófessor við málvísindadeild Kaliforníuháskóla í Santa Cruz flytur fyrirlestur í boði íslenska málfræðifélagsins í dag í stofu 201 í Lögbergi. Fyrirlestur- inn verður á ensku og nefnist „Definite Nouns and Definite NPs". ( honum verður fjallað um formgerð nafnliða í norrænum málum, einkum dönsku. Jorge Hankamer lauk doktorsprófi frá Yale-háskóla 1971 en doktorsrit- gerð hans fjallaði um eyður í setningum. Hann kenndi við Harvard-háskóla 1973-1980 en frá 1980 hefur hann starfað við Kaliforníuháskóla í Santa Cruz og var formaður málvísindadeildar- innar þarfrá 1980-1990. 20.00 Aðalfundur Manneldisfélags ís- lands verður haldin í kvöld í Odda, sal 101. Að aðalfundi lokn- um kl. 20.30 boðar Manneldisfé- lagið til málþings á sama stað um tengsl ávaxta og grænmetis við heilsu. Allir velkomnir. FERÐALÖG___________________________ 20.00 í kvöld stendur Útivist fyrir fugla- skoðun á Álftanesi við Astjörn. Brottför er frá BSÍ og verð fyrir fé- laga er 800 kr. en 1.000 kr. fyrir aðra. Frítt fyrir börn í fylgd með foreldrum sínum. Leiðbeinandi veður Hallgrímur Gunnarsson fuglaáhugamaður. Fólki er bent á að hafa með sér sjónauka. TÓNLIST_____________________________ 23.00 Rokkhljómsveitin Botnleðja held- ur stórtónleika á Gauki á Stöng í kvöld. Strákarnir lofa miklu stuði á tónleikunum. 23.00 Dj Tommi White og félagar hans halda uppi grúvaðri djúp hús stemmningu á Café Ozio á mið- vikudagskvöldum. Enginn að- gangseyrir LEIKLIST____________________________ 20.00 Leikverkið Laufin í Toscana erður sýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins. Leikritið fjallar í stuttu máli um skandinaníska stórfjölskyldu sem kemur árlega saman á Italíu til að treysta böndin, en smám saman áttar það sig á þvf að heimurinn er að breytast. Meðal leikenda eru Erlingur Gíslason og Valdi- mar Flygering. Leikstjóri er Viðar Eggertsson. Höfundur verksins heitir Lars Norén.Síðasta sýning. 20.00 Aukasýning er á leikverkinu Píku- sögur eftir bandaríska leikskáldið Eve Ensler. Verkið er byggt á við- tölum leikskáldsins við konur, gamlar konur og ungar, um þeirra leyndustu parta, píkuna. Með að- Gaman að leika mis- heppnaðan kynskipting Loftkastalinn hefur æfingar á söngleikn- um Hedwig. Hefur slegið í gegn víða í Bandaríkjunum. leiklist Loftkastalinn frumsýnir í sumar söngleikinn Hedwig eftir John Cameron Mitchell í þýðingu Hallgríms Helgasonar og er undir- búningur nýhafinn. Með aðalhlut- verkið fer Björgvin Franz Gíslason en þetta er hans fyrsta verkefni eft- ir að hann útskrifast frá Leiklistar- deild Listaháskóla íslands nú í vor. „Þetta er mjög spennandi verkefni og draumur allra leiklistarnema er að fá hlutverk strax að lokinni út- skrift." Hedwig er sjóðheitur rokksöng- leikur sem segir sársaukafulla og hnyttna sögu hin ólánsama Hedwig sem eftir mislukkaða kynskiptaað- gerð eltir hermann til Ameríku frá Austur-Berlín og endar sem söng- kona í vafasömum næturklúbb í Kansas. „Þetta hlutverk býður upp á marga möguleika og rosalega gam- an að fá að vera misheppnaður kyn- 20.00 I kvöld er sýning á leikritinu Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Jo- nes í Þjóðleikhúsinu. Leíkritið fjallar á gamansaman hátt um samskipti írskra statista við fram- leiðendur og leikarara stórrar Hollywoodmyndar. Með aðalhlut- verk fara þeir Stefán Karl Stef- ánsson og Hilmir Snær Guðna- son. SÝNINGAR_________________________ 1 Borgarskjalasafni Reykjavík, Grófar- húsinu stendur yfir sýning á skjölum og Ijósmyndum tengdum verkalýðsbarátt- unni f Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar. Á sýningunni eru skemmtilegar og sjald- séðar Ijósmyndir af fyrstu kröfugöngunni í Reykjavík, þann 1. maí 1923. Margir skiptingur í einn og hálfan tíma, syngja fullt af lögum og í leiðinni að túlka hamræna sögu af brotinni en jafnframt fallegri manneskju." Söngleikurinn er sagður minna bæði á Ziggy Stardust og Marlene Dietrich og tónlistin er sögð blanda af villtu pönki, glamúrrokki og ljúfsárum ballöðum. Björgvin seg- ist sjálfur kalla þetta einskonar rokksöngtvíleik þar sem söguhetjan nafngreindir þekktir íslendingar sjást á myndunum, en Pétur Pétursson, þulur hefur unnið að rannsóknum á Ijós- myndunum. Sýningin er á 6. hæð Gróf- arhúss, Tryggvagötu 15 og er aðgangur ókeypis. Hún er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 10-20 og föstudaga til sunnudaga 13-17. Sýningin stendur til 21. maí. Sýningin World Press Photo er haldin í Kringlunni. Þar er að finna fjölda Ijós- mynda sem unnu til verðlauna í ólíkum flokkum. Samhliða sýningunni er Ijós- myndasýning Morgunblaðsins þar gef- ur að líta úrval Ijósmynda fréttaritara og Ijósmyndara blaðsins á landsbyggðinni. Sýningin er liður i samkeppni um bestu Ijósmynd fréttaritara frá árunuml999- 2000. Sýningin stendur til 14. maí. Heimildir um siglingar íslendinga og Grænlendinga til Vínlands og kristnitöku segir sögu sína um leið og hánn er að halda tónleika. Hedwig hlaut einróma lof gagn- rýnenda þegar söngleikurinn var frumsýndur í New York fyrir tveim- ur árum. Söngleikurinn er nú sýndur í mörgum borgum í Bandaríkjunum og einnig í Berlín. Nú fyrir skemm- stu var frumsýnd kvikmynd sem unnin er upp úr söngleiknum. Kvik- myndin var forsýnd á Sundance- á Alþingi við Öxará fyrir þúsund árum er að finna í þeim handritum sem varðveitt eru á Árnastofnun, Árnagarði. Einnig eru sýndir gripir af Þjóðminjasafni sem tengjast upphafi kristni í landinu. Sýn- ingin stendur til 15. maí. Ljósmyndasýning grunnskólanema stendur yfir i Gerðubergi. í vetur hafa þeir unnið undir handleiðslu hugsjóna- mannsins Marteins Sigurgeirssonar og afraksturinn hangir á veggjum Gerðu- bergs. Sumar myndanna eru Ijóðskreytt- ar aðrar segja sjálfar allt sem segja þarf. Sýningin stendur til 2. júní. MYNDLIST___________________________ Ropi er yfirskrift myndlistarsýningar sem opnuð hefur verið í Nýlistasafnínu. 1 SÚM sal er Anna Líndal að velta fyrir sér gjaldföllnu gildismati, í Gryfju safns- ins sýnirólöf Nordal skúlptúr og gagn- alhlutverk fara Halldóra Geir- harðsdóttir, Jóhanna Vigdís Arn- ardóttir og Sóley Elíasdóttir. HÁLFUR KOSS „Ég að kyssa Vinoodh (passionately)" heitir þessi mynd eftir hollenska Ijósmyndarann Inez van Lamsweerde. Á myndina vantar Vinoodh Matadin, sem einnig er hollenskur Ijós- myndari og væntanlega býsna góður vinur hennar Inez. Nýstárleg sýning í New York: T ölvutæknin notuð í þágu listagyðjunnar myndlist All nýstárleg sýning á staf- rænni list stendur nú yfir í Whitney Museum í New York, og hefur hún vakið verðskuldaða athygli. Á sýn- ingunni, sem ber yfirskriftina „Bitstreams", er að finna verk eftir 50 listamenn sem allir hafa tekið tölvutæknina með ýmsum hætti í þjónustu listagyðjunnar. Þegar inn er komið ganga sýningargestir fyrst í gegnum dularfull göng með mjúkri bláleitri flúorlýsingu og á leiðinni heyrir fólk hljóð af ýmsu tagi, allt frá býflugnasuði og teiknimyndahljóðum til hljóða sem neðansjávarskordýr gefa frá sér. Fyrir innan getur að líta ljós- myndir og vídeóverk, teikningar og hljóðskúlptúra af ýmsu tagi. Meðal annar er stór skjár á einum veggnum þar sem áhorfendur geta flett á milli lifandi mynda af ýmsum svæðum á jörðinni. Verkið nefnist „ecosystem" og er sett upp sem tölvuleikur og leikjapinni er notaður til að flakka á milli myndanna. Þarna er einnig að finna nýstár- lega sýn á stórmyndina Titanic, þar sem hún hefur verið brotin niður í meira en 300.000 ramma og þeim er öllum raðað niður á einn flöt þar sem hver rammi verður agnarsmár. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.