Fréttablaðið - 10.05.2001, Síða 2
KJÖRKASSINN
GEIR H. HAARDE
FJÁRMÁLA-
RÁÐHERRA
Naumur meirihluti vill
að hann kynni fjárlögin
áfram í krónum.
Á að taka upp
evru í stað krónu?
Niðurstöður gærdagsins
á vwwi/.visir.is
Já
47%
Nei
53%
Spurning dagsins í dag:
Er samkeppni bensfnfélaganna til kom-
in vegna úttektar Samkeppnisstofnunar
á grænmetisframleiðendum?
Farðu inn á vísi.is og segðu I
þína skoðun I
___________
Á FLÓTTA TIL KOSOVO
Um það bil 6.600 manns höfðu í gær flúið
frá Makedóníu yfir landamærin til Kosovo.
Makedónía:
Berjast áfram
kumanovo, MflKEDÓNiu, ap Vonir um
að mynda þjóðstjórn í Makedóníu
dvínuðu mjög í gær, þar sem albansk-
ur stjórnmálafiokkur krefst þess að
árásum á vopnaða albanska íbúa í
Kosovo verði hætt áður en viðræður
hefjast. Makedóníuher hélt í gær
áfram árásum sínum á albanska upp-
reisnarmenn, og stjórnvöld hvöttu
þorpsbúa til þess að forða sér.
Makedóníuher hefur haldið því fram
að albönsku uppreisnarmennirnir
noti þorpsbúana til þess að skýla sér
fyrir árásum. Uppreisnarmennirnir
harðneita þeim ásökunum, en segjast
ótrauðir ætla að berjast áfram. ■
Á LEIÐARENDA
Þremenningarnir vöfðu sig breska fánan-
um þegar markinu var náð.
Norðurpóllinn:
Fyrstar á
báða póla
póLFARflR Bresku konurnar Fiona
Thornewill og Catharine Hartley
náðu því marki sínu að komast á
Norðurpólinn síðustu helgi. Þær eru
fyrstu konurnar til að hafa gengið
bæði á Suður- og Norðurpólin. Með
þeim í för var eiginmaður Fionu,
Mike, og eru þau fyrstu hjónin sem
komast á báða póla. Flogið var með
þremenningana til Kanada að lokinni
pólferðinni en þaðan halda þau aftur
til Bretlands. ■
| INNLENT~|
Flugleiðir hafa ákveðið að hækka
fargjöld í millilandaflugi um 6%
frá og með næsta mánudegi, 15. maí. í
tilkynningu segir að ástæðan sé hrær-
ingar á gjaldeyrismörkuðum og hækk-
un á mikilvægum aðföngum.
Lögreglan í Reykjavík er farin að
sekta bíla á nagladekkjum og hef-
ur haft afskipti af 15 ökumönnum sem
enn voru með nagladekk undir bílum
sínum. Fólki bar að setja sumardekk
undir bifreiðar sínar fyrir 15. apríi.
2 - . -______- FRÉTTABLAÐIÐ ' ______. v~ '__________ io.-ma(2Qor- fiiviivitupagur
-V-y-V ' Outlook meingallað póstforrit:
Klámormur í pósti
töivur Nýr tölvuormur breiddist út
um heimsbyggðina í gær. Ormurinn
sem átti upptök sín í Bandaríkjunum
ferðast sem viðhengi í tölvupósti sem
ber heitið Homepage í efnislýsingu.
Ef tvísmellt er á viðhengið, „home-
page.HTML.vbs“ fer veiran af stað
og sendir sjálfa sig áfram til allra
sem eru á netfangalista viðkomandi
og eyðir um leið öllum pósti sem hef-
ur orðið „Ifomepage" í efnislýsingu í
innpósti eða eyddum gögnum í póst-
forriti. Viðtakandi endar síðan inni á
kiámsíðu.
Að sögn Arnars Stefánssonar,
starfsmanna Friðriks Skúlasonar, var
töluvert hringt í fyrirtækið í gær til
að fá ráð um hvernig ætti að bregðast
við orminum. „Þetta er í sjálfu sér
ekki mjög skaðleg veira, en hún get-
ur yfirfyllt póstþjón viðtakanda og
þannig valdið töfum. Tími eru pen-
ingar í dag þannig að það má segja að
tjónið sé töiuvert." Arnar segir að
hann ráðleggi fólki almennt að nota
ekki Microsoft Outlook póstforritið
en ormurinn dreifir sér bara í því.
„Það eru allt of mörg göt í þessu for-
riti. Ef fólk er að nota það ætti það
bara að nota allra það nýjasta."
Ormurinn er svipaður orminum
Önnu Kournikova sem fór um heim-
inn fyrir skömmu. Hann breiddist út
um póstþjón ástralska þingsins í gær
VIÐ SKJÁINN
Á heimasiðu Friðriks Skúlasonar geta not-
endur Lykla-Péturs veiruvarnarforritsins
náð í nýjustu uppfærslu þess sem eyðir
örminum.
og varð vart í fjölda fyrirtækja. Hans
varð einnig vart mjög víða á Nýja
Sjálandi. ■
Stóra gengisfallið
Gengið
til baka
peningamál Gengi kfónunnar
styrktist um 1,66% í gær í 9,5
milljarða króna viðskiptum og er
það nú svipað og fyrir gengisfallið
á miðvikudag í síðustu viku. Geng-
isvísitalan er nú 133,79 stig en upp-
hafsgildi í gærmorgun var 136,12.
Þrátt fyrir styrkingu krónunnar
síðustu daga er gengið hins vegar
enn um 10% lægra en í ársbyrjun.
í lok dagsins var gengi dollar-
ans 97,94 og lækkaði um 2,82%
miðað við daginn í gær. Gengi
pundsins var 139,55 og lækkað um
3,39%. ■
HEITIR DAGAR Á ÞINGVÖLLUM
Sólin skein glatt við kristnihátíðargestum
á Þingvöllum I byrjun júlí í fyrra.
11 þúsund á hvern gest
Kristnihátíð á Þingvöllum innan fjárlaga. Einnota umgjörð kostaði 171 milljón króna og auglýsingar 32 milljónir.
RiKisFJÁRMflL Ki'istnihátíðina á
Þingvöllum í fyrra kostaði 341
milljón króna, að því er segir í frétt
frá forsætisráðuneytinu.
Athygli vekur að helmingur upp-
hæðarinnar sem hátíðin kostaði,
171 milljón króna, rann til fram-
kvæmda sem ekki voru varanlegar
en tengdust umgjörð hátíðarinnar
sem síðan var fjarlægð.
Listviðburðir á Kristnihátíðinni
kostuðu 41,4 milljón krónur eða
helmingi meira en löggæslan sem
kostaði 21,5 milljón.
Alls nam auglýsingakostnaður
vegna þessa viðburðar 32 milljón-
um króna en það gerir rúmlega eitt
bensín. Heldur rólegra var á bensín-
markaðnum í gær en í fyrradag, en Fé-
lag íslenskra bifreiðaeigenda fylgist
reglulega með verðþróuninni á vefsíðu
sinni. Síðdegis í gær var bensínið ódýr-
ast á sjálfsalastöð Orkunnar á Smiðju-
vegi, en þar kostaði lítrinn af 95 oktana
bensíni 91,40 krónur og lítrinn af
dísiloliu 42,60.
Á nokkrum öðrum stöðum Orkunn-
ar kostaði lítrinn af bensíni hins vegar
94,80 krónur og dísilolían 43,80. Á öll-
um sjálfsalastöðvum ÓB kostaði lítrinn
91,60 krónur og hjá Esso Express í
Smáranum kostaði hann 92,40, en
dísilolían 42,80.
Bensínverð á þjónustustöðvum ol-
þúsund krónur á hvern af þeim 30
þúsund gestum sem yfirvöld telja
að hafa sótt hátíðina.
í frétt forsætisráðuneytisins
segir að 2500 hafi starfað við
Kristnihátíðina eða komið fram við
dagskrá hennar sem hafi verið
viðamikil og fjölbreytt en dag-
skráratriði voru 130. Beinn kostn-
aður við hvert þeirra nam að með-
altali tæpum 319 þúsund krónum
miðað við að 41,4 milljón runnu til
listviðburða. í heild má hins vegar
gera ráð fyrir Kristnihátíðin á
Þingvöllum hafi kostað ríflega 11
þúsund krónur á hvern gest miðað
við áðurgreindar tölur.
íufélaganna er mun dýrara en á
sjálfsalastöðunum. Hjá Olís kostaði lít-
irinn 101,90 krónur ef starfsmaður
dældi, en 99,90 ef fólk dældi sjálft. Þar
kostaði dísilolían 48,60 ef fólk dældi
sjálf.
Hjá Esso kostaði bensínlítrinn með
þjónustu 102,90 krónur, en sums staðar
98,90 ef fólk dældi sjálft. Dísilolía með
þjónustu kostaði 50,60 krónur en ann-
ars 46,60 til 48,60.
Á þjónustustöðvum Skeljungs kost-
aði bensínlítrinn 102,90 krónur með
fullri þjónustu, en ef fólk dældi sjálft
fékk það tveggja króna afslátt. Dísilol-
ía með þjónustu kostaði 50,60 krónur
lítrinn en 48,60 ef fólk dældi sjálft. ■
Unnið er að lokauppgjöri vegna
alls starfs á vegurn kristnihátíðar-
HVER VERÐUR ÓDÝRASTUR f DAG?
Orkan hafði vinninginn í gær og bauð
lægsta verðið. I dag kemur í Ijós hvort
bensínstríðið heldur áfram.
arnefndar og er von á því í næsta
mánuði. gar@frettabladid.is
Mótmælti hækkunum:
Stal bensín-
dælum
Lögreglan í Reykjavík handtók í gær
mann við Olíufélagið Esso við Suður-
landsbraut, en maðurinn stal bensín-
dælurn frá þremur bensínafgreiðslu-
stöðvum Esso um helgina.Um síðustu
helgi sagaði maðurinn bensíndælur
af slöngum við þrjár bensínaf-
greiðslustöðvar Esso og skildi hann
eftir bréf þar sem hann mótmælti
hækkun eldsneytis. í gær ákvað hann
að skila bensíndælunum aftur til 01-
íufélagsins þar sem eldsneytisverð
hefur verið lækkað aftur. Lögreglan
handtók manninn þegar hann birtist
við húsnæði Olíufélagsins í dag og
hefur Olíufélagið kært hann. ■
UPPGJÖR VEGNA KRISTNIHÁTÍÐAR
1. Dagsskrá Þingvallahátíðar 104,2
1.1 Listviðburðir 41,4
1.2 Umsjón hátíðarsvæða 20,1
1.3 Kynning og auglýsingar 31,9
1.4 Akstur: almenningur, listamenn og starfsfólk 10,7
2. Framkvæmdir 205,4
2.1 Varanlegar framkvæmdir 34,7
2.2 Tímabundnar framkvæmdir 170,7
3. Umferðarmál 31,5
3.1. Löggæsla 21,5
3.2 Undirbúningur og umferðarskipulag 10,0
Kostnaður alls 341,1
Loksins samkeppni á bensínmarkaði:
91,40 á Smiðjuvegi