Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.05.2001, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 10.05.2001, Qupperneq 4
4 FRETTABLAÐIÐ 10. maí 2001 FIMMTUDAGUR SVONA ERUM VIÐ hAskólanemum fjölgar Nemendum á háskólastigi hefur fjölgað nokkuð á undanförnum árum meðan nemendum á framhaldsskólastigi hefur fækkað lítillega. Framhaldsskóiastig 20.221 1 H.á sk o! 1997 |Framhaidsskóiastig 20.135 | Framhaidsskóiastig 19.8711 Háskólastig 9.90 sl 1999 Framhaidsskóiastig 19.909 | Háskólastig 10.495 1 2000 HEIMILD: HAGSTOFA ISLANDS ♦ Vélstjórar klufu sig frá og sömdu: Þetta er engin lausn sjómannasamningar „Þetta er engin lausn,“ sagði Grétar Mar Jónsson forseti Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands, um kjarasamning- inn milli Vélstjóra- félags íslands og LÍÚ. „í raun er þetta launalækkun, það er ekki tekið tillit til gengissigs, sem hefur verið. Verst kemur fiskverðið út hvað varðar karfa sem hækkar um tvær til fjórar krón- ur. Það er enginn botn á fiskverðinu til að byrja með og það er hægt að halda áfram á sama lága verðinu, 60 til 70 krónur þess vegna. Það verða frávik og til að fá lagfæringu á þeim þarf að fara fyrir úrskurðarnefnd sem sjómenn eru seinþreyttir á að gera og kosta átök við útgerðina. Þetta er engin lausn og frestar vandanum ef þessi leið verð- ur farin og eykur totryggni milli út- gerðarmanna og sjómanna," sagði Grétar Mar Jónsson. ■ -.♦-. Grikkland: Mótmæla lögregluof- beldi Um 400 manns mótmæltu í borginni Thessaloniki í Grikklandi í gær. Mannfjöldinn var að mótmæla ákvörðun dómsstóls að sýkna lög- regluþjón af ákæru um að skjóta til dauða óvopnaðan ungling. Nikos Le- onidis, 17 ára Grikki, var skotinn í höfuðið af lögregluþjóninum fyrir ári síðan þegar lögreglan stöðvaði hann ásamt hóp vina hans. Lögregluþjónn- inn Giorgos Atmatzidis, 33 ára, segir að skot hafi hlaupið af byssu hans fyrir mistök eftir ryskingar við ung- lingahópinn. ■ INNLENT Um 6.400 nemendur i 95 grunn- skólum taka þátt í gróðursetn- ingu á um 32 þúsund trjáplöntum á vegum Yrkjusjóðs á þessu vori. Á heimasíðu Kennarasambands ís- lands segir að frá og með þessu ári hafi rösklega 66 þúsund grunnskóla- nemendur tekið þátt í gróðursetn- ingu 375.594 plantna á vegum Yrkju frá því sjóðurinn tók til starfa 1992. —— Huld Magnúsdóttir er nýr for- maður Islandsdeildar Amnesty Interational en aðalfundur var ný- lega haldinn. Aðrir stjórnarmenn eru Hafdís Ingadóttir, Kristín J. Kristjánsdóttir, Erlendur Lárusson, Viðar Lúðvíksson, Sólveig Hlín Kristjánsdóttir og María Vigdís Kristjánsdóttir. GRÉTAR MAR JÓNSSON Samningur vél- stjóra leysir ekki vandann að hans mati Fjárfesting í álverum og virkjunum á sjö árum: Jafngildir 28 Smáralindum fjArfesting Ef öll áform um byggingu álvers Reyðaráls í Reyðarfirði og stækkun Norðuráls á Grundartanga ganga eftir verður fjárfesting vegna þeirra og tengdra virkjanafram- kvæmda á við 28 Smáralindir. Verslun- arsamsteypan Smáralind í Kópavogi er fjárfesting upp á 10 milljarða en álver og virkjanir á tímanum 2002 til 2009 eru talin munu kosta 280 milljarða ís- lenskra króna á verðlagi ársins 2000. Bygging Smáralindar hefur veru- leg áhrif á vinnumarkað í Reykjavík og beðið er með ýmsar væntanlegar stórframkvæmdir þar til vinnuafl fríast úr verkum kringum Smáralind. Það má því segja að ætlunin sé að fjárfesta í sem svarar fjórum „Smáralindum" á ári í virkjunum og álverum á sjö ára tímabili. Áhrifin verða mikil á efnahagslífið og þó mest á árunum 2004 og 2005, þegar fjárfest verður fyrir 75 milljarða fyrra árið og 55 milljarða síðara árið. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði á fundi TÍU SMÁRALINDIR Á NÆSTU ÁRUM? Smáralind hefur haft áhrif á vinnumarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu en verði af álversáformum mun það jafngilda tíu verslanamiðstöðvum á við hana. Verslunarráðs í gær að yfir allt tíma- bilið yrði verðbólga 3% hærri á ári en að óbreyttu, og þyrfti að hamla gegn því með erlendu vinnuafli og aðhaldi í opinberum umsvifum. Viðskipta- halli myndi aukast í fyrstu vegna framkvæmdanna en síðan hverfa vegna aukins útflutnings. ■ Bankamenn íhuga máls - höfðun vegna eineltis Einelti sagt alvarlegasta vandamálið í rekstri fyrirtækja. Aðferð til að losa sig við starfsfólk. Afskiptaleysi og félagsleg einangrun. BANKASTARFSMENN Friðbert Traustason formaður SÍB segir að bankarnir hafi viðurkennt að vita af einelti meðal starfsmanna. bankar Stjórn Sambands íslenskra bankamanna, SÍB, hefur til skoðunar hvort ástæða sé að höfða mál vegna eineltis sem einn félagsmanna telur sig hafa orðið fyrir. Þessi starfsmaður hætti vegna meints eineltis sem hann varð fyrir á vinnustað sínum. Friðbert Traustason formaður SÍB segir að ein- elti á vinnustöðum sé orðið alvarleg- asta vandamálið í rekstri fyrirtækja á íslandi þótt enginn vilji viðurkenna það. Einelti verður til umræðu á þingi bankamanna sem hófst á Hótel Borg- arnesi í gær og lýkur á morgun, föstu- dag. Helstu mál þingsins eru menntun og atvinnuöryggi. Um 65 fulltrúar sitja þingið frá 20 aðildarfélögum. Friðbert Traustason segir að Talaði 41 TOKYO. ap. Nýr forsætisráðherra Jap- ans, Junichiro Koizumi, varði í gær- morgun umbótastefnu sína fyrir framan andstæðinga á þinginu. Koizumi hefur heitið því að leiða Jap- an, sem er annað stærsta hagkerfi heims, upp úr efnahagslægð undan- farinna ára. Var hann meðal annars gagnrýndur fyrir að gefa ekki skýrar hugmyndir um hvernig nákvæmlega hann hyggst fara að. „í ræðunni sagði hann orðið umbætur 41 sinni ... en hugmyndir hans eru enn óljósar," sagði Yukio Hatoyama, leiðtogi Lýð- ræðisflokksins. Þrátt fyrir gagnrýni frá stjórnarandstöðunni hefur Koizumi stuðning 80 prósenta Jap- ana, samkvæmt vinsældakönnunum. Megininntakið í efnahagsumbóta- stefnu forsætisráðherrans er að „auka hagkvæmni í ríkisútgjöldum" en forðast skattalækkanir. Þá eru ýmis nágrannaríki Japans uggandi vegna þess sem Koizumi hef- ur sagt um stefnu hermála, en her landsins er meðal þeirra stærstu í starfsmenn verði bæði fyrir einelti yfirmanna og samstarfsmanna. Þetta sé vaxandi vandamál á vinnustöðvum sem verði að bregðast við með öllum tiltækum ráðum. Hann segir að þegar yfirmenn leggi starfsmenn í einelti sé það m.a. gert í þeim tilgangi að reyna að losa sig við fólk í staðinn fyrir að þurfa að segja því upp störfum. Þetta hefur m.a. komið fram gagnvart eldri starfsmönnum. Hann segir að einelti starfsmanna í garð annarra sam- starfsmanna sé einatt vegna þ£*ss þegar einhver rekst ekki í hópnum eins og fólk vill hafa hann. Þá sé hann smátt og smátt settur á „klakann", þ.e. einelti með afskiptaleysi og fé- lagslegri einangrun. Hann segir heimi. Hefur Koizumi sagt að hann vilji stærra hlutverk fyrir herinn í Asíu og að lími sé til kominn að end- urskoða stjórnarskrána með það fyrir augum. Stjórnarskráin, sem samin var af Bandaríkjamönnum eftir síðari bankamenn hafa upplifað dæmi um það að menn hafi verið settir út í horn í marga mánuði þar sem þeir fá engin verkefni. Þegar viðkomandi hefur reynt að bera sig eftir einhverjum verkum sé því mætt með ýmsum und- anbrögðum. Þeir sem ekki hafa þolað þetta til lengdar hafa hreinlega gefist upp og látið af störfum. Formaður SÍB segir að bankarnir hafi viðurkennt það fúslega að hafa orðið varir við það að starfsmenn leggi hvorn annan í einelti. Hinsveg- ar segist hann ekki vita til þess að einhver hafi verið rekinn úr starfi fyrir það, hvorki yfirmaður né annar. f það minnsta ekki enn sem komið er. heimsstyrjöldina, kveður á um að Japan megi ekki nota herstyrk sinn til annars en beinnar sjálfsvarnar. Þeir mega því ekki reyna að leysa alþjóð- leg deilumál með því að nota her- styrk, en þessu vill Koizumi breyta. ■ Álver í Reyðarfirði: Reyðarál skil- ar á morgun umhverfismál Reyðarál hefur lokið framkvæmd umhverfismats vegna álvers í Reyðarfirði. Geir A. Gunn- laugsson framkvæmdastjóri félags- ins staðfesti í gær að skýrslu um um- hverfismatið yrði skilað til Skipulags- stofnunar á morgun, föstudag. „Við höfum verið að yfirfara skýrsluna og prófarkales hana, en þessu mikla verki er lokið, og því verður skilað á föstudag", sagði Geir í gær. ■ EKKI BARA í AUSTURLÖNDUM Vændi hefur verið löglegt i Þýskalandi en nú fá vændiskonur þar sömu stöðu og annað „verkafólk". Þýskaland: Vændi er ekki siðleysi berlIn, ap. Vinnuréttindalöggjöf verð- ur látin ná til vændiskvenna sam- kvæmt nýsamþykktu frumvarpi þýska stjórnarbandalagsins. Vændi er leyft í Þýskalandi, en ef lögin ná fram að ganga munu þær eiga kost á almannatryggingum, auk þess sem þær öðlast rétt til að kæra þá við- skiptavini sem snuða konurnar um greiðslu. Ætlunin er einnig að vændi verði ekki skilgreint í lögum sem „siðleysi" eins og það er nú. Stuðn- ingsfélög vændiskvenna fara fram á að stjórnvöld gangi lengra og skil- greini vændi sem iðn, en talið er að um 400.000 vændiskonur séu við störf í landinu. Væntanlega þyrfti þá leyfi til að stunda starfið og jafnvel nám, en ekki hefur stjórnin fallist á þær tillögur. Fjölskyldumálaráherra Þýska- lands, Christine Bergmann, vonast til að lög um málið taki gildi snemma á INNLENT Baldur Sigurðsson, Páll H. Páls- son, Stefán Garðarsson og Hug- sjón kvikmyndagerð hafa keypt 70% hlut í Opnum gáttum. Opnar gáttir sérhæfa sig í vefbundnum náms- lausnum og leggja áherslu á að miðla námsefni til þeirra sem þurfa á því að halda þegar þeir þurfa á því að halda. Opnar gáttir eru með um- boð fyrir Click2Learn, SkillSoft og NETg og hafa flutt starfsstöðvar sínar í Brautarholt 8. Tengivagn fauk út af veginum á Reykjanesbraut skammt frá Grindavíkurafleggjaranum í gær en mjög hvasst var á Reykjanesbraut. Víkurfréttir greindu frá. -grh@frettab!adid.is Koizumi ver stefnu sína á japanska þinginu: sinni um umbætur SETIÐ FYRIR SVÖRUM Forsætisráðherrann fær spurningu frá einum helsta andstæðingi sínum, Yukio Hatoyama, leiðtoga Lýðræðisflokksins. AP/BERND KAMMERER

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.