Fréttablaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTABLAÐIÐ 10. maí 2001 FIMMTUDACUR VÉLSTJÓRASAMNINGURINN [ Samning- urinn er skemmdar- verk verðshækkun er bara í slægðum þorski, hún er 12 prósent í óslægðum þorski, tólf í ýsu og átta í karfa. Það er ekkert tekið á uppsjávarfiski, rækju og skel. Það er mörgum atrið- um sleppt sem við viljum sjá í samn- ingum,“ sagði Sævar. Nú þegar vélstjórar hafa samið er trúlegt að þeir hafi gefið tóninn fyrir það sem á eftir kemur. Sævar Gunn- arsson tekur undir það og bætir við; „þetta er hrein og klár skemmdar- starfsemi," sagði Sævar Gunnarsson. Meðal sjómanna er altalað að Helgi Laxdal hafi verið tilbúinn að semja um mönnun fiskiskipa eftir að Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra samþykkti að leggja ekki til í frumvarpi að mönnum á fiskiskipum fækki, og þar á meðal vélstjórum. „Ég heyrði hann segja í fjölmiðlum að hann myndi aldrei semja við LÍÚ nema mönnunarfrumvarpið yrði af- greitt með þeim hætti sem hann vildi. Tveimur dögum eftir að Sturla tók fiskimannaþáttinn úr frumvarpinu var Helgi farinn að ræða mönnunar- þáttinn við útgerðarmenn gegn vilja Sjómannasambandsins. Síðan hefur boltinn velt upp á sig. í mínum huga er það ekki spurning að samhengi er milli breytinganna á frumvarpinu og þess að Helgi Laxdal vildi semja um fækkun háseta,“ sagði Sævar Gunn- arsson. sme@frettabladid.is Það er mat Sævars Gunnarssonar. Hann efast um heil- indi Helga Laxdal. Utgerðarmenn segjast hafa gert samning sem kosti þá á annan milljarð á ári. Þeir segj- ast ekki geta boðið öðrum meira en þeir sömdu um við vélstjóra sjómannasamningar „Samningurinn er stefnumarkandi og tekur á tveim- ur meginatriðum. Hann tengir verð- lagningu við markaði og kemur í veg fyrir að launakostnaður hækki þó mönnum fækki um borð. Ég geri ráð fyrir að sú umræða sem við höfum átt í verðlagsmálunum sé á þeim nót- um að samræðugrundvöllur finnist. Sjómenn hafa verið mjög fastir fyrir í mönnunarmálunum og ég geri mér ekki grein fyrir því í dag hvað þarf til og hvað langan tíma til að ná samn- ingum við þá. Skipstjórar og stýri- menn held ég að ættu geta gengið inn á þessa samninga og þeim var boðið það, sem þeir ekki þáðu,“ sagði Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda og varaformaður stjórnar Landssambands íslenskra útvegs- manna, eftir að hafa gert samning við vélstjóra og hvernig hann meti möguleikann á að semja við aðra sjó- menn á sömu nótum og samið var um við vélstjóra. „Það tel ég ekki vera, nema ein- hver atriði sem fjalla sérstaklega um háseta, en það er ekki við því að bú- ast að útgerðarmenn teygi sig lengra en þeir hafa gert,“ sagði Brynjólfur, þegar hann var spurður hvort útgerð- armenn séu tilbúnir að bjóða öðrum 4 meira en vélstjór- ... . um. Ljosterað „Afstaða samn- samnmgur vél- inganefndar Sjó- stjóra og út- mannasambands- vegsmanna hef- jns er skýr. Þessi ur ekki leyst um samningur er gjör- þá hnúta sem samlega óásættan- eru milli forystu Jegur með öllu,“ útvegsmanna sagði Sævar Gunn- og annarra sjó- arsson, formaður mannasamtaka. Sjómannasam- -—4— bandsins. Á fundi útgerðarmanna, með fjöl- miðlum, kom fram að þeir segja að nú hafi verið brotið blað með teng- ingu fiskverðs við markaði. Einnig gera þeir ráð fyrir að verð muni hækka enn meira en um þau 20 pró- sent sem gert er ráð fyrir á samn- ingstímanum, það er til ársloka 2005. Auk fiskverðs var samið um tæp- lega 50 prósent hækkun kauptrygg- ingar, aukinar slysatryggingar og fleiri atriði. Friðrik J. Arngrímsson segist vonast til að Sjómannasambandið og Farmannasambandið taki á málunum með útvegsmönnum og ljúki samn- ingum. Hann segir samningsvilja LÍÚ liggja fyrir - en hann hefur áhyggjur af Farmannasambandinu og sérstaklega formanni þess, Grét- ari Mar Jónssyni, og segist vonast til að ábyrgir menn innan þess sam- bands sjái til þess að annar en Grétar verði í forsvari. „Ég veit það ekki og get ekki sagt hvað öðrum gengur til,“ sagði Sævar Gunnarsson þegar hann var spurður, í ljósi þess að hann og fleiri telja samninginn verri en engan, hvað hann haldi að vélstjórum hafi gengið til. „Þessi samningur mun leiða til launalækkunar hjá mönnum á til- teknum skipum og í tilteknum veiði- greinum. Það er líka ljóst að samn- ingstíminn er mjög langur, og að slysatryggingarnar eru algjörlega óásættanlegar, lífeyrissjóður af kauptryggingu er óásættanlegur og við munum aldrei semja þannig. Það er eiginlega sama hvar er gripið nið- ur í þennan samning. 20 prósent fisk- MUNUR A FISKVERÐI í BEINNI SÖLU OG Á MARKAÐI Hér er samanburður á verði á slægðum þorski í beinum viðskiptum og á fiskmörkuðum Dagsetning Verð í beinni sölu sem % af markaðsverði 1986 ............................................ 82,5% 2000............................................. 66,0% í febrúar 2001 .................................... 49% Samningur vélstjóra og útvegsmanna gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum Dagsetning Hækkun meðalverðs í beinni sölu 2002 ............................................. 5,7% 2003 ........................................... 4,0% 2004 ............................................. 4,0% 2005 ............................................. 4,0% / lok samningstímans hafi fiskverð í beinni sölu hækkað um 20% af meðalverði á mörkuðum Enginn er spámaður í sínu föðurlandi Le Monde kallaði Steindór J. Erlingsson „erfðafræði- legan flóttamann". Fékk fyrirspurnir um viðtöl frá um 30 erlendum fjölmiðlum en engum íslenskum. gagnagrunnur Það vakti athygli þegar íslenskur fræðimaður varð tilefni for- síðufréttar í franska stórblaðinu Le Monde. Þar var sagt frá því að Stein- dór J. Erlingsson, sem stundar dokt- orsnám í vísindasögu í Manchester hefði lýst sjálfum sér sem erfðafræði- legum flóttamanni frá íslandi í erindi sem hann flutti á ráðstefnu í París. Steindór segir að upphaflega frétt- in hafi ekki verið alveg átt við rök að styðjast. Hann hafi sagt þetta í hálf- kæringi í lok erindis síns þar sem hann gagnrýndi harkalega miðlægan gagnagrunn íslenskrar erfðagreining- ar. Fréttin hafi hins vegar farið í loft- ið og vakið athygli víða um heim. „Ég fékk fyrirspurnir frá um 30 erlendum blaðamönnum. Mér var boð- ið að koma til Ítalíu í þarlendan sjón- varpsþátt. Mér var boðið að koma til Sviss og nokkru eftir fréttina var mér boðið að koma til Japans í viðtal. Ef það gengi ekki voru þeir reiðubúnir að senda fréttamanninn til Englands að ræða við mig.“ Steindór hafnaði flest- um þessum beiðnum en lét sér nægja að veita nokkur viðtöl í gegnum síma. Fréttin var líka tekin upp hér heima ^g var það i fyrsta skipti sem flestir íslendingar heyrðu nafn Stein- dórs nefnt. Steindór segir að þá hafi UMSETINN AF FJÖLMIÐLAFÓLKI Hefði getað farið í mánaðarreisu til að ræða við fjölmiðla. Taldi sig hafa öðrum hnöppum að hneppa og hafnaði flestum beiðnum um viðtöl. enginn íslenskur fjölmiðill sett sig í samband við hann en fréttin hafi þess í staó verió tekin hrá upp úr Le Monde án þess að fjallað væri um þá gagn- rýni sem hann hefði sett fram í erindi sínu og hafi verið aðalefnið þó það hafi ekki skilað sér í fréttina. Því hefði verið auðvelt að líta svo á að hérna væri á ferðinni einhver vitleys- ingur að tala um það sem hann þekkti ekki til. Nú hafa 19.800 manns sagt sig úr gagnagrunninum eða 7% þjóðarinnar og í hverri viku segja berast Land- læknisembættinu nokkrar úrsagnir. Steindór segir málinu langt í frá lokið enda standi Mannvernd að lögsókn þar sem lögmæti gagnagrunnsins verði kannað. Það sé mál sem kunni að fara fyrir Mannréttindadómstól Evr- ópu ef með þarf. binni@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.